Alonso ætlar að pressa á Red Bull 7. október 2010 15:47 Fernando Alonso er mættur til Japan og fyrstu æfingar fara fram í nótt. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót á Ferrari er staðráðinn í að pressa hressilega á Red Bull ökumennina Mark Webber og Sebastian Vettel, sem þykja líklegir til afreka á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Alonso er 11 stigum á eftir Mark Webber á Red Bull í stigamótinu, eftir tvo sigra í röð, en Lewis Hamilton er þriðji á McLaren. Sebastian Vettel fjórði og Jenson Button fimmti, en 25 stig eru á milli Webbers og Buttons. Allir eiga þeir möguleika á titlinum, þegar fjórum mótum er ólokið. "Red Bull liðið er líklegt í toppslagnum. Eiginleikar bílanna henta (Suzuka) brautinni, en það þýðir ekki að þeir geti unnið auðvelda sigra. Við höfum séð áður á árinu að það var ekki allt að virka sem skyldi á brautum sem áttu að henta Red Bull. Eitthvað kom upp, þannig að við verðum að pressa þá", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fjölmiðlamenn í Japan. "Af þeim fjórum mótum sem eftir eru, þá er Suzuka góð fyrir þá. Óvíst er hver staðan er gagnvart hinum þremur brautunum, sérstaklega Kóreu. Það mót verður erfitt fyrir alla. Það eru fimm ökumenn með möguleika og McLaren liðið verður sterkt og mun sækja af krafti í þeim mótum sem eftir eru. Slagurinn er galopinn." "Það virðist vera sem að það sé nauðsynlegt að halda slagkrafti milli móta, en við höfum séð menn vinna tvö mót, eða komast á verðlaunapall tvisvar til þrisvar í röð, svo gengur illa, en svo eru þeir komnir aftur í slaginn." "Engin hefur getað haldið dampi í 6-7 mótum í röð af ýmsum ástæðum og það má því búast við erfiðum tímum og við verðum að gæta þess að örvænta ekki. Heldur að ná sem flestum stigum. Stundum verðum við á verðlaunapalli, stundum kannski í fimmta sæti, en þá þurfum við að vera sameinaðir og sleppa örvæntingunni", sagði Alonso. Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót á Ferrari er staðráðinn í að pressa hressilega á Red Bull ökumennina Mark Webber og Sebastian Vettel, sem þykja líklegir til afreka á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Alonso er 11 stigum á eftir Mark Webber á Red Bull í stigamótinu, eftir tvo sigra í röð, en Lewis Hamilton er þriðji á McLaren. Sebastian Vettel fjórði og Jenson Button fimmti, en 25 stig eru á milli Webbers og Buttons. Allir eiga þeir möguleika á titlinum, þegar fjórum mótum er ólokið. "Red Bull liðið er líklegt í toppslagnum. Eiginleikar bílanna henta (Suzuka) brautinni, en það þýðir ekki að þeir geti unnið auðvelda sigra. Við höfum séð áður á árinu að það var ekki allt að virka sem skyldi á brautum sem áttu að henta Red Bull. Eitthvað kom upp, þannig að við verðum að pressa þá", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fjölmiðlamenn í Japan. "Af þeim fjórum mótum sem eftir eru, þá er Suzuka góð fyrir þá. Óvíst er hver staðan er gagnvart hinum þremur brautunum, sérstaklega Kóreu. Það mót verður erfitt fyrir alla. Það eru fimm ökumenn með möguleika og McLaren liðið verður sterkt og mun sækja af krafti í þeim mótum sem eftir eru. Slagurinn er galopinn." "Það virðist vera sem að það sé nauðsynlegt að halda slagkrafti milli móta, en við höfum séð menn vinna tvö mót, eða komast á verðlaunapall tvisvar til þrisvar í röð, svo gengur illa, en svo eru þeir komnir aftur í slaginn." "Engin hefur getað haldið dampi í 6-7 mótum í röð af ýmsum ástæðum og það má því búast við erfiðum tímum og við verðum að gæta þess að örvænta ekki. Heldur að ná sem flestum stigum. Stundum verðum við á verðlaunapalli, stundum kannski í fimmta sæti, en þá þurfum við að vera sameinaðir og sleppa örvæntingunni", sagði Alonso.
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira