Schumacher styður atferli Ferrari, sem braut reglur FIA 26. júlí 2010 15:00 Michael Schumacher hjá Mercedes. Mynd: Gety Images Michael Schumacher hjá Mercedes hefur fullan skilning á aðgerðum Ferrari á Hockenheim-brautinni í gær, þar sem Ferrari virtist láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. Trúlega til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu, en hann hafði fleiri stig fyrir mótið. "Ég hef verið gagnrýndur fyrir nákvæmlega sama hlut og skil þetta 100 prósent. Ég hefði gert nákvæmlega það sama í þeirra sporum," sagði Schumacher í samtali við BBC en autosport.com greinir frá þessu í dag. "Þegar öllu er á botninn hvolft, þá erum við að keppa um meistaratitla og það er aðeins einn sem getur orðið meistari. Ef mál þróuðust þannig að Ferrari-menn töpuðu titlinum á þessum aukastigum í lok ársins hljóta allir að spyrja af hverju þessu hafi ekki verið stýrt betur?" Schumacher nefndi að síðustu ár hafi verið liðsskipanir í lokamótum til að tryggja titil og það sé ekkert réttlætanlegra. Schumacher var þátttakandi í atviki árið 2002 í Austurríki sem varð til þess að liðsskipnir voru bannaðar. Þá skiptust hann og Rubens Barrichello hjá Ferrari á sætum, rétt fyrir endamarkið og FIA setti bann á liðsskipanir eftir það. Schumacher telur að liðsskipunum sé enn beitt og það þurfi að gera það án þess að eftir því sé tekið. Markmiðið sé að landa titlum. "Í síðustu keppni var liðsskipun beitt og allir samþykkja það. Ég get skilið að þegar við beittum þessu (hjá Ferrari) þá hafi það verið ónauðsynlegt, þar sem við vorum í forystuhlutverki með miklum mun. Ég get verið sammála því að hluta til. En ég er sammála því sem er í gangi. Við verðum að gera þetta, en ekki á of augljósan hátt. En það er aðeins eitt markmið - að ná titlum," sagði Schumacher. Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes hefur fullan skilning á aðgerðum Ferrari á Hockenheim-brautinni í gær, þar sem Ferrari virtist láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. Trúlega til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu, en hann hafði fleiri stig fyrir mótið. "Ég hef verið gagnrýndur fyrir nákvæmlega sama hlut og skil þetta 100 prósent. Ég hefði gert nákvæmlega það sama í þeirra sporum," sagði Schumacher í samtali við BBC en autosport.com greinir frá þessu í dag. "Þegar öllu er á botninn hvolft, þá erum við að keppa um meistaratitla og það er aðeins einn sem getur orðið meistari. Ef mál þróuðust þannig að Ferrari-menn töpuðu titlinum á þessum aukastigum í lok ársins hljóta allir að spyrja af hverju þessu hafi ekki verið stýrt betur?" Schumacher nefndi að síðustu ár hafi verið liðsskipanir í lokamótum til að tryggja titil og það sé ekkert réttlætanlegra. Schumacher var þátttakandi í atviki árið 2002 í Austurríki sem varð til þess að liðsskipnir voru bannaðar. Þá skiptust hann og Rubens Barrichello hjá Ferrari á sætum, rétt fyrir endamarkið og FIA setti bann á liðsskipanir eftir það. Schumacher telur að liðsskipunum sé enn beitt og það þurfi að gera það án þess að eftir því sé tekið. Markmiðið sé að landa titlum. "Í síðustu keppni var liðsskipun beitt og allir samþykkja það. Ég get skilið að þegar við beittum þessu (hjá Ferrari) þá hafi það verið ónauðsynlegt, þar sem við vorum í forystuhlutverki með miklum mun. Ég get verið sammála því að hluta til. En ég er sammála því sem er í gangi. Við verðum að gera þetta, en ekki á of augljósan hátt. En það er aðeins eitt markmið - að ná titlum," sagði Schumacher.
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira