Button: Vonbrigði að falla úr titilslagnum 11. nóvember 2010 09:07 Jenson Button umvafinn fréttamönnum í Brasilíu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Jenson Button er fráfarandi heimsmeistari í Formúlu 1 og verður að sjá á eftir titilinum í Abu Dhabi um næstu helgi, þar sem fjórir keppinauta hans munu takast á um titilinn. Möguleikar Buttons voru endanlega úr sögunni eftir keppnina í Brasilíu á sunnudaginn. "Vitanlega eru vonbrigði að vera dottinn út úr baráttunni um titilinn. En ég var ánægður með það sem ég var að gera í Brasilíu, en keppnin var skemmtileg. Ég hlakka til að standa mig vel á ný um helgina", sagði Button í tilkynningu frá McLaren á f1.com. "Það gekk vel í Abu Dhabi í fyrra og álagið af titilslagnum er af herðum mér. Ég get því ekið af kappi. Ég var í slag við Mark Webber fram á síðasta hring í fyrra og naut þess vel. Komst á verðlaunapallinn. Vonast eftir sambærilegum úrslitum í ár." "Það sem er mikilvægast er að þetta verður síðasta keppnin með rásnúmer 1 á bílnum. Allavega í ár. Það hefur verið heiður og forréttindi að vera með þetta rásnúmer og ég ætla skila því með sóma í mótinu með góðum árangri. Ég hlakka til mótsins og vonandi verður stórfengleg niðurstaða í titilslagnum", sagði Button. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton á möguleika á titlinum, en keppinautar hans um titilinn eru Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel. Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Jenson Button er fráfarandi heimsmeistari í Formúlu 1 og verður að sjá á eftir titilinum í Abu Dhabi um næstu helgi, þar sem fjórir keppinauta hans munu takast á um titilinn. Möguleikar Buttons voru endanlega úr sögunni eftir keppnina í Brasilíu á sunnudaginn. "Vitanlega eru vonbrigði að vera dottinn út úr baráttunni um titilinn. En ég var ánægður með það sem ég var að gera í Brasilíu, en keppnin var skemmtileg. Ég hlakka til að standa mig vel á ný um helgina", sagði Button í tilkynningu frá McLaren á f1.com. "Það gekk vel í Abu Dhabi í fyrra og álagið af titilslagnum er af herðum mér. Ég get því ekið af kappi. Ég var í slag við Mark Webber fram á síðasta hring í fyrra og naut þess vel. Komst á verðlaunapallinn. Vonast eftir sambærilegum úrslitum í ár." "Það sem er mikilvægast er að þetta verður síðasta keppnin með rásnúmer 1 á bílnum. Allavega í ár. Það hefur verið heiður og forréttindi að vera með þetta rásnúmer og ég ætla skila því með sóma í mótinu með góðum árangri. Ég hlakka til mótsins og vonandi verður stórfengleg niðurstaða í titilslagnum", sagði Button. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton á möguleika á titlinum, en keppinautar hans um titilinn eru Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel.
Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira