Button: Pressa á Webber í næstu mótum 8. október 2010 10:58 Jessica Mishibata og Jenson Button eru kærustupar, en hún er fyrirsæta og ættuð frá Japan. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata. Button hefur reynslu af titilbaráttunni og telur að álag verði á Mark Webber á Red Bull sem er með 11 stiga forskot í stigamóti ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. "Það eru margir hæfileikaríkir ökumenn í Formúlu 1 og þegar álagið er mikið þá er möguleiki á mistökum. Það gæti gert gæfumuninn. Við segjum allir að Lewis Hamilton, Fernando Alonso og ég hafi reynsluna. Við höfum allir unnið meistaratitilinn, þannig að kannski er minni pressa á okkur. Ég veit það ekki, en sjálfur er ég afslappaðri en í fyrra", sagði Button við fréttamenn í Japan samkvæmt frétt á autosport.com. "Mark er í forystuhlutverki og hefur unnið hörðum höndum að því marki, en það fylgir þessu mikið álag. Ég ber fulla virðingu fyrir Mark, hann er hæfileikaríkur, en hefur aldrei verið í þessari stöðu. Við sjáum hvernig hann bregst við álaginu í næstu mótum. Liðsfélagi hans (Sebastian Vettel) er fljótur og er að reyna krafsa af honum stig. Það verður því hasar framundan." "Þetta snýst um að halda bílnum í lagi og fá ekki á hann dekkjaför (frá öðrum), keyra að á ystu nöf og ná sem flestum stigum. Þetta er vandasamt samspil en skemmtilegt. Við vitum að Red Bull bíllinn er fljótur á svona brautum og Ferrari hefur bætt sig og hafa verið sterkir í tveimur síðustu mótum. En við erum með nýjungar sem ættu að virka vel", sagði Button. Vettel og Webber voru fljótastir á tveimur æfingum í nótt, en sýnt verður frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.10 í kvöld. Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata. Button hefur reynslu af titilbaráttunni og telur að álag verði á Mark Webber á Red Bull sem er með 11 stiga forskot í stigamóti ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. "Það eru margir hæfileikaríkir ökumenn í Formúlu 1 og þegar álagið er mikið þá er möguleiki á mistökum. Það gæti gert gæfumuninn. Við segjum allir að Lewis Hamilton, Fernando Alonso og ég hafi reynsluna. Við höfum allir unnið meistaratitilinn, þannig að kannski er minni pressa á okkur. Ég veit það ekki, en sjálfur er ég afslappaðri en í fyrra", sagði Button við fréttamenn í Japan samkvæmt frétt á autosport.com. "Mark er í forystuhlutverki og hefur unnið hörðum höndum að því marki, en það fylgir þessu mikið álag. Ég ber fulla virðingu fyrir Mark, hann er hæfileikaríkur, en hefur aldrei verið í þessari stöðu. Við sjáum hvernig hann bregst við álaginu í næstu mótum. Liðsfélagi hans (Sebastian Vettel) er fljótur og er að reyna krafsa af honum stig. Það verður því hasar framundan." "Þetta snýst um að halda bílnum í lagi og fá ekki á hann dekkjaför (frá öðrum), keyra að á ystu nöf og ná sem flestum stigum. Þetta er vandasamt samspil en skemmtilegt. Við vitum að Red Bull bíllinn er fljótur á svona brautum og Ferrari hefur bætt sig og hafa verið sterkir í tveimur síðustu mótum. En við erum með nýjungar sem ættu að virka vel", sagði Button. Vettel og Webber voru fljótastir á tveimur æfingum í nótt, en sýnt verður frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.10 í kvöld.
Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira