Íslenskt tóbaksbann í uppnámi ef norskt dómsmál vinnst 9. mars 2010 15:04 Svo gæti farið að íslensk stjórnvöld verði að afnema löggjöf frá árinu 2001 um bann við því að hafa tóbaksvörur sýnilegar í verslunum og sjoppum. Bandaríski tóbaksrisinn Philip Morris lagði í dag fram stefnu gegn norskum stjórnvöldum við héraðsdómstól í Osló. Krafan er að norsk löggjöf um bann við að tóbak sé sýnilegt á sölustöðum verði numin úr gildi. Bandaríski tóbaksrisinn Philip Morris, sem m.a. framleiðir Marlboro sígarettur, mun nota íslensk rök í málsókn sinni. Þessi löggjöf tók gildi um síðustu áramót í Noregi. Samkvæmt frétt í Jyllands-Posten ætlar Philip Morris að nota reynsluna af svipaðri löggjöf á Íslandi sem tók gildi árið 2001 sem rök í málsókn sinni eins og fram kom í frétt hér á síðunni í morgun. Málið gæti orðið hið fyrsta í langri lagalegri þróun sem á endanum hefði ekki aðeins áhrif í Noregi heldur einnig ESB löndunum ásamt Íslandi og Liechtenstein. Fram kemur í Jyllands-Posten að Philip Morris vonar að norski dómstóllinn vísi málinu beint til EFTA dómstólsins. Lögsaga þess dómstóls nær yfir Noreg, Ísland, Sviss og Liechtenstein. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Svo gæti farið að íslensk stjórnvöld verði að afnema löggjöf frá árinu 2001 um bann við því að hafa tóbaksvörur sýnilegar í verslunum og sjoppum. Bandaríski tóbaksrisinn Philip Morris lagði í dag fram stefnu gegn norskum stjórnvöldum við héraðsdómstól í Osló. Krafan er að norsk löggjöf um bann við að tóbak sé sýnilegt á sölustöðum verði numin úr gildi. Bandaríski tóbaksrisinn Philip Morris, sem m.a. framleiðir Marlboro sígarettur, mun nota íslensk rök í málsókn sinni. Þessi löggjöf tók gildi um síðustu áramót í Noregi. Samkvæmt frétt í Jyllands-Posten ætlar Philip Morris að nota reynsluna af svipaðri löggjöf á Íslandi sem tók gildi árið 2001 sem rök í málsókn sinni eins og fram kom í frétt hér á síðunni í morgun. Málið gæti orðið hið fyrsta í langri lagalegri þróun sem á endanum hefði ekki aðeins áhrif í Noregi heldur einnig ESB löndunum ásamt Íslandi og Liechtenstein. Fram kemur í Jyllands-Posten að Philip Morris vonar að norski dómstóllinn vísi málinu beint til EFTA dómstólsins. Lögsaga þess dómstóls nær yfir Noreg, Ísland, Sviss og Liechtenstein.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira