Hægt að ganga strax frá þriðjungi gjaldeyrislána 1. október 2010 06:00 Viðskipti Sendir verða út greiðsluseðlar eða uppgjör vegna tæplega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mánaðarins. Bæði Íslandsbanki Fjármögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greiðanda frá upphafi. Fjöldi þeirra sem fyrsta kastið fá endurútreikning hjá Íslandsbanka er 5.260 talsins, en alls þarf bankinn að endurreikna á tólfta þúsund lána. Heildarfjöldi samninga hjá SP er nærri 30 þúsundum, en þar hefur verið lokið við endurútreikning 7.800 lána. Fjárútlát vegna ofgreiðslna liggja þó ekki enn fyrir. Eftir bankahrun hægði á greiðslum vegna margvíslegra úrræða sem lánafyrirtækin buðu upp á. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa því á milli 50 og 60 prósent lántakenda ekki ofgreitt af lánum sínum. Þá eru dæmi um að þótt komið hafi til ofgreiðslna sem myndi inneign hjá lánafyrirtækinu, þá sé hún minni en nemur eftirstöðvum lánsins. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir fyrstu greiðsluseðla eða uppgjör verða senda viðskiptavinum um miðjan mánuðinn. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikningurinn verði sem réttastur," segir hann. Samningar Avant eru á bilinu átta til tíu þúsund og segir hann að í fyrsta áfanga verði hægt að endurreikna 20 til 30 prósent þeirra. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta strax í dag skoðað stöðu lána sinna á vef Íslandsbanka Fjármögnunar. Hafi verið ofgreitt af láni er hægt að lækka eftirstöðvar þess eða láta millifæra inn á bankareikning. Nýr gjalddagi með nýrri afborgun verður í nóvember. „Starfsmenn bankans hafa unnið sleitulaust að því að endurreikna lán viðskiptavina og stór hluti þeirra getur nú séð útreikning lánsins og gengið frá honum á vefsíðu bankans," segir Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar. „Fram undan er mikil vinna við að klára þessa endurútreikninga og vonandi leysist fljótt úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvernig haga skuli uppgjöri þeirra sem hafa yfirtekið lán eða samninga." Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-Fjármögnun, segir endurútreikning þar liggja fyrir strax á mánudag. Hann vonast til þess að með boðuðu lagafrumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins um miðjan mánuðinn verði eytt óvissu um hvernig ganga skuli frá þeim lánum sem út af standa. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, vonandi í nóvember, þá verðum við tilbúin með okkar útreikning hvaða leið sem verður fyrir valinu." Framkvæmdastjóri Lýsingar svaraði ekki fyrirspurn um stöðu endurútreiknings. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Viðskipti Sendir verða út greiðsluseðlar eða uppgjör vegna tæplega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mánaðarins. Bæði Íslandsbanki Fjármögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greiðanda frá upphafi. Fjöldi þeirra sem fyrsta kastið fá endurútreikning hjá Íslandsbanka er 5.260 talsins, en alls þarf bankinn að endurreikna á tólfta þúsund lána. Heildarfjöldi samninga hjá SP er nærri 30 þúsundum, en þar hefur verið lokið við endurútreikning 7.800 lána. Fjárútlát vegna ofgreiðslna liggja þó ekki enn fyrir. Eftir bankahrun hægði á greiðslum vegna margvíslegra úrræða sem lánafyrirtækin buðu upp á. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa því á milli 50 og 60 prósent lántakenda ekki ofgreitt af lánum sínum. Þá eru dæmi um að þótt komið hafi til ofgreiðslna sem myndi inneign hjá lánafyrirtækinu, þá sé hún minni en nemur eftirstöðvum lánsins. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir fyrstu greiðsluseðla eða uppgjör verða senda viðskiptavinum um miðjan mánuðinn. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikningurinn verði sem réttastur," segir hann. Samningar Avant eru á bilinu átta til tíu þúsund og segir hann að í fyrsta áfanga verði hægt að endurreikna 20 til 30 prósent þeirra. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta strax í dag skoðað stöðu lána sinna á vef Íslandsbanka Fjármögnunar. Hafi verið ofgreitt af láni er hægt að lækka eftirstöðvar þess eða láta millifæra inn á bankareikning. Nýr gjalddagi með nýrri afborgun verður í nóvember. „Starfsmenn bankans hafa unnið sleitulaust að því að endurreikna lán viðskiptavina og stór hluti þeirra getur nú séð útreikning lánsins og gengið frá honum á vefsíðu bankans," segir Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar. „Fram undan er mikil vinna við að klára þessa endurútreikninga og vonandi leysist fljótt úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvernig haga skuli uppgjöri þeirra sem hafa yfirtekið lán eða samninga." Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-Fjármögnun, segir endurútreikning þar liggja fyrir strax á mánudag. Hann vonast til þess að með boðuðu lagafrumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins um miðjan mánuðinn verði eytt óvissu um hvernig ganga skuli frá þeim lánum sem út af standa. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, vonandi í nóvember, þá verðum við tilbúin með okkar útreikning hvaða leið sem verður fyrir valinu." Framkvæmdastjóri Lýsingar svaraði ekki fyrirspurn um stöðu endurútreiknings. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira