Opnið augun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. mars 2010 06:00 Á Íslandi þrífst skipulögð glæpastarfsemi. Það er staðreynd, sem ekki þarf lengur að deila um. Í fréttaskýringu í helgarblaði Fréttablaðsins var fjallað um þann heim, sem hér er orðinn til, þar sem konum er haldið í kynlífsþrælkun, fólk er ánauðugt í vinnu, menn eru fluttir til Íslands gagngert til að brjóta af sér, fórnarlömbum og hugsanlegum vitnum er hótað og grófu ofbeldi er beitt. Lögreglan hefur staðið sig vel í baráttunni við skipulögð glæpasamtök, sem teygja anga sína hingað. Í mansalsmálinu, þar sem dómur var felldur í síðustu viku, beittu lögregluyfirvöld nýjum aðferðum. Nauðsynlegt þótti að tryggja vitnum og fórnarlömbum sérstaka vernd. Unnið var hættumat á vegum greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, sem löngu hefur sannað gildi sitt. Gott samstarf var við lögregluyfirvöld í Litháen og víðar, sem stuðlaði að því að upplýsa málið og að mansalsmennirnir fengju sinn dóm. Lögreglan þarf hins vegar ríkari heimildir til að taka á skipulagðri glæpastarfsemi. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra nefndi í Fréttablaðinu tvennt. Annars vegar eru svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir, sem heimila að hafin sé rannsókn og jafnvel fylgzt með tilteknum einstaklingum án þess að þeir séu grunaðir um tiltekið afbrot. Lögregluyfirvöld í langflestum nágrannalöndum okkar hafa þessar heimildir, en þær eru þar háðar ströngu eftirliti bæði dómsvaldsins og löggjafarvaldsins. Hins vegar vill ráðherra láta kanna hvort hægt sé að beita ákvæði stjórnarskrárinnar um að leysa megi upp félög með ólögmætan tilgang gegn samtökum á borð við Vítisengla. Ragna segir að lögregluyfirvöld séu vel meðvituð um að berjast þurfi gegn skipulögðum glæpasamtökum. „En það þarf að fræða bæði stjórnmálamenn og almenning betur um það sem er að gerast því að fæstir verða sem betur fer varir við þessa hluti í sínu daglega lífi. Dómsmálaráðuneytið og lögreglan geta ekki verið ein í þessari baráttu," segir dómsmálaráðherrann. Full ástæða er til að samráðherrar Rögnu Árnadóttur í ríkisstjórninni hlusti á þessi orð og taki þau til sín. Það eru nefnilega helzt núverandi stjórnarflokkar sem á undanförnum árum hafa beitt sér gegn því að lögreglan fái í hendur þau tæki, sem hún þarf til að geta tekið á andstyggilegum glæpamönnum á borð við þá, sem héldu litháísku stúlkunni í kynlífsþrældómi. Þegar rætt var um auknar heimildir lögreglu og stofnun greiningardeildar Ríkislögreglustjóra á Alþingi fyrir nokkrum árum voru Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson þannig í hópi þeirra þingmanna, sem harðast mæltu gegn slíkum breytingum og töluðu um „leyniþjónustu" og „njósnastarfsemi". Vonandi hafa menn síðan séð hverju stofnun greiningardeildarinnar hefur skilað, til dæmis í mansalsmálinu. Og vonandi nær dómsmálaráðherrann nú árangri í uppfræðslu félaga sinna í stjórnarliðinu, þannig að þeir opni augun gagnvart þeim vanda, sem við er að etja og vinni með dómsmálaráðuneytinu og lögreglunni að því að bregðast rétt við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun
Á Íslandi þrífst skipulögð glæpastarfsemi. Það er staðreynd, sem ekki þarf lengur að deila um. Í fréttaskýringu í helgarblaði Fréttablaðsins var fjallað um þann heim, sem hér er orðinn til, þar sem konum er haldið í kynlífsþrælkun, fólk er ánauðugt í vinnu, menn eru fluttir til Íslands gagngert til að brjóta af sér, fórnarlömbum og hugsanlegum vitnum er hótað og grófu ofbeldi er beitt. Lögreglan hefur staðið sig vel í baráttunni við skipulögð glæpasamtök, sem teygja anga sína hingað. Í mansalsmálinu, þar sem dómur var felldur í síðustu viku, beittu lögregluyfirvöld nýjum aðferðum. Nauðsynlegt þótti að tryggja vitnum og fórnarlömbum sérstaka vernd. Unnið var hættumat á vegum greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, sem löngu hefur sannað gildi sitt. Gott samstarf var við lögregluyfirvöld í Litháen og víðar, sem stuðlaði að því að upplýsa málið og að mansalsmennirnir fengju sinn dóm. Lögreglan þarf hins vegar ríkari heimildir til að taka á skipulagðri glæpastarfsemi. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra nefndi í Fréttablaðinu tvennt. Annars vegar eru svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir, sem heimila að hafin sé rannsókn og jafnvel fylgzt með tilteknum einstaklingum án þess að þeir séu grunaðir um tiltekið afbrot. Lögregluyfirvöld í langflestum nágrannalöndum okkar hafa þessar heimildir, en þær eru þar háðar ströngu eftirliti bæði dómsvaldsins og löggjafarvaldsins. Hins vegar vill ráðherra láta kanna hvort hægt sé að beita ákvæði stjórnarskrárinnar um að leysa megi upp félög með ólögmætan tilgang gegn samtökum á borð við Vítisengla. Ragna segir að lögregluyfirvöld séu vel meðvituð um að berjast þurfi gegn skipulögðum glæpasamtökum. „En það þarf að fræða bæði stjórnmálamenn og almenning betur um það sem er að gerast því að fæstir verða sem betur fer varir við þessa hluti í sínu daglega lífi. Dómsmálaráðuneytið og lögreglan geta ekki verið ein í þessari baráttu," segir dómsmálaráðherrann. Full ástæða er til að samráðherrar Rögnu Árnadóttur í ríkisstjórninni hlusti á þessi orð og taki þau til sín. Það eru nefnilega helzt núverandi stjórnarflokkar sem á undanförnum árum hafa beitt sér gegn því að lögreglan fái í hendur þau tæki, sem hún þarf til að geta tekið á andstyggilegum glæpamönnum á borð við þá, sem héldu litháísku stúlkunni í kynlífsþrældómi. Þegar rætt var um auknar heimildir lögreglu og stofnun greiningardeildar Ríkislögreglustjóra á Alþingi fyrir nokkrum árum voru Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson þannig í hópi þeirra þingmanna, sem harðast mæltu gegn slíkum breytingum og töluðu um „leyniþjónustu" og „njósnastarfsemi". Vonandi hafa menn síðan séð hverju stofnun greiningardeildarinnar hefur skilað, til dæmis í mansalsmálinu. Og vonandi nær dómsmálaráðherrann nú árangri í uppfræðslu félaga sinna í stjórnarliðinu, þannig að þeir opni augun gagnvart þeim vanda, sem við er að etja og vinni með dómsmálaráðuneytinu og lögreglunni að því að bregðast rétt við.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun