Webber kátur, Vettel hundfúll 29. maí 2010 18:14 Sebastian Vettel, Mark Webber og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty Images Mark Webber náði besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu í röð og hefur unnið tvö síðustu mót á sannfærandi hátt. Hann er með forystu í stigamótinu ásamt Sebastian Vettel, liðsfélaga sínum sem ræsir þriðji af stað í Istanbúl kappakstrinum í Tyrklandi á morgun. Lewis Hamilton á McLaren er á mili þeirra á ráslínu ásamst Jenson Button á samskonar bíl, en Button vann mótið í fyrra. Webber er ánægður með stöðu mála. "Helgin hefur ekki verið sú auðveldasta hvað undirbúning varðar. Það bilaði vél hjá mér og það gat í raun ekki gerst á betri tíma. Á lokaæfingunni í morgun gekk skrykkjótt að undirbúa sig fyrir tímatökuna og gekk dálítið á afturfótunum, þar til koma að tímatökunni", sagði Webber á fréttamannafundi í dag. "Ég vissi að ég þyrfti að taka á öllu mínu, ekki gefast upp til að ná einhverju fram. Að lokum gekk allt upp, en mér líður ágætlega með stöðuna á ráslínu, en hraði bílsins mætti vera meiri, satt að segja. Ég er í það minnsta á réttum stað á ráslínu. Það var harður slagur um besta tíma og lítill munur á milli, en Seb (astian) var í vandræðum með sinn bíl", sagði Webber. Vettel var mjög ósáttur, þar sem Red Bull bíll hans vinstra framhjóli nokkuð oft þegar hann var að hemla og það hrekkti hann. Mátti berlega sjá á svipbrigðum hans eftir tímatökuna að hann var ekki ánægður. Vettel hefur lent í vandræðum með bíl sinn oftar en einu sinni á árinu. Hamilton var sáttur við stöðuna og hefur trú á að McLaren geti sótt á Red Bull í komandi mótum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Istanbúl kappakstrinum kl. 11:30 á morgun.Sjá brautarlýsingu. Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber náði besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu í röð og hefur unnið tvö síðustu mót á sannfærandi hátt. Hann er með forystu í stigamótinu ásamt Sebastian Vettel, liðsfélaga sínum sem ræsir þriðji af stað í Istanbúl kappakstrinum í Tyrklandi á morgun. Lewis Hamilton á McLaren er á mili þeirra á ráslínu ásamst Jenson Button á samskonar bíl, en Button vann mótið í fyrra. Webber er ánægður með stöðu mála. "Helgin hefur ekki verið sú auðveldasta hvað undirbúning varðar. Það bilaði vél hjá mér og það gat í raun ekki gerst á betri tíma. Á lokaæfingunni í morgun gekk skrykkjótt að undirbúa sig fyrir tímatökuna og gekk dálítið á afturfótunum, þar til koma að tímatökunni", sagði Webber á fréttamannafundi í dag. "Ég vissi að ég þyrfti að taka á öllu mínu, ekki gefast upp til að ná einhverju fram. Að lokum gekk allt upp, en mér líður ágætlega með stöðuna á ráslínu, en hraði bílsins mætti vera meiri, satt að segja. Ég er í það minnsta á réttum stað á ráslínu. Það var harður slagur um besta tíma og lítill munur á milli, en Seb (astian) var í vandræðum með sinn bíl", sagði Webber. Vettel var mjög ósáttur, þar sem Red Bull bíll hans vinstra framhjóli nokkuð oft þegar hann var að hemla og það hrekkti hann. Mátti berlega sjá á svipbrigðum hans eftir tímatökuna að hann var ekki ánægður. Vettel hefur lent í vandræðum með bíl sinn oftar en einu sinni á árinu. Hamilton var sáttur við stöðuna og hefur trú á að McLaren geti sótt á Red Bull í komandi mótum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Istanbúl kappakstrinum kl. 11:30 á morgun.Sjá brautarlýsingu.
Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira