Tottenham og Manchester United unnu bæði í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2010 20:35 Raphael van der Vaart fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum í kvöld. Mynd/AP Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið. Franska liðið Lyon og danska liðið FC Kaupmannahöfn eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra í kvöld. Varamennirnir Javier Hernández og Federico Macheda sá um sigurmark Manchester United í Valencia. Federico Macheda hafði aðeins komið inn á völlinn andatökum fyrr en lagði upp markið fyrir Mexíkanann sem afgreiddi færið frábærlega í stöngina og inn á 85. mínútu leiksins. Manchester United og Rangers sem gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik eru efstu og jöfn í C-riðli með fjögur stig efir 1-0 sigur skosku meistarana á Bursaspor í kvöld. Tottenham og Internazionale Milan eru efst og jöfn í A-riðli eftir sigra í kvöld en bæði lið gerðu líka jafntefli í fyrsta leik. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarríkum leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pavlyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja lærisveinum Harry Redknapp sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. Nikolay Mihaylov varði víti frá Raphael van der Vaart á frábæran hátt á 41. mínútu en Peter Crouch hafði fiskað vítið. Mihaylov fékk gult spjald fyrir að tefja leikinn en tók van der Vaart greinilega á taugum í leiðinni. Rafael van der Vaart var fljótur að bæta fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði frábært mark eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og þremur mínútum síðar skoraði Rússinn Roman Pavlyuchenko úr víti. Tottenham var því komið með 2-0 forustu en Twente-menn voru ekki á því að gefast upp og Nacer Chadli minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu. Þetta átti samt ekki að vera dagurinn hans Raphael van der Vaart sem fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk Tottenham víti, sitt þriðja í leiknum, þar sem Roman Pavlyuchenko kom Spurs-liðinu í 3-1. Það var síðan Gareth Bale sem innsiglaði sigurinn í lokin. Lærisveinar Rafael Benitez unnu sannfærandi 4-0 sigur á þýska liðinu Werder Bremen á heimavelli þar sem liðið var komið í 3-0 í hálfleik. Samuel Eto'o skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir með fimm mínútna millibli og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Wesley Sneijder á 34. mínútu leiksins. launaði honum greiðann þegar Samuel Eto'o kom Inter í 4-0 á 81. mínútu og innsiglaði þrennu sína. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti H-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Sölvi Geir Ottesen gat ekki spilað vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alexandros Tzorvas færði FC Kaupmannahöfn fyrsta markið á silfurfati og níu mínútum síðar mátti hann sækja boltann aftur í markið sitt efrir aukaspyrnu Martin Vingaard af 28 metra færi. Danirnir voru einum fleiri frá 49. mínútu þegar Gilberto Silva fékk sitt annað gula spjald. Lyon er með fullt hús í B-riðli eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en tvö mörk frá Michel Bastos komu liðinu í 2-0. Schalke 04 vann 2-0 sigur á Benfica og tók annað sætið af portúgalska liðinu. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld: A-riðill Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Roman Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) Inter-Werder Bremen 4-01-0 Samuel Eto'o (22.), 2-0 Samuel Eto'o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Samuel Eto'o (81.) B-riðill Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 0-1 Michel Bastos (8.), 0-2 Michel Bastos (36.), 1-2 Vincent Enyeama (79.), Miralem Pjanic (90.) Schalke 04-Benfica 2-0 1-0 Jefferson Farfan (73.), 2-0 Klaas-Jan Huntelaar (85.) C-riðill Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) D-riðill Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N'Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Christian Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Sjá meira
Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið. Franska liðið Lyon og danska liðið FC Kaupmannahöfn eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra í kvöld. Varamennirnir Javier Hernández og Federico Macheda sá um sigurmark Manchester United í Valencia. Federico Macheda hafði aðeins komið inn á völlinn andatökum fyrr en lagði upp markið fyrir Mexíkanann sem afgreiddi færið frábærlega í stöngina og inn á 85. mínútu leiksins. Manchester United og Rangers sem gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik eru efstu og jöfn í C-riðli með fjögur stig efir 1-0 sigur skosku meistarana á Bursaspor í kvöld. Tottenham og Internazionale Milan eru efst og jöfn í A-riðli eftir sigra í kvöld en bæði lið gerðu líka jafntefli í fyrsta leik. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarríkum leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pavlyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja lærisveinum Harry Redknapp sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. Nikolay Mihaylov varði víti frá Raphael van der Vaart á frábæran hátt á 41. mínútu en Peter Crouch hafði fiskað vítið. Mihaylov fékk gult spjald fyrir að tefja leikinn en tók van der Vaart greinilega á taugum í leiðinni. Rafael van der Vaart var fljótur að bæta fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði frábært mark eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og þremur mínútum síðar skoraði Rússinn Roman Pavlyuchenko úr víti. Tottenham var því komið með 2-0 forustu en Twente-menn voru ekki á því að gefast upp og Nacer Chadli minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu. Þetta átti samt ekki að vera dagurinn hans Raphael van der Vaart sem fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk Tottenham víti, sitt þriðja í leiknum, þar sem Roman Pavlyuchenko kom Spurs-liðinu í 3-1. Það var síðan Gareth Bale sem innsiglaði sigurinn í lokin. Lærisveinar Rafael Benitez unnu sannfærandi 4-0 sigur á þýska liðinu Werder Bremen á heimavelli þar sem liðið var komið í 3-0 í hálfleik. Samuel Eto'o skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir með fimm mínútna millibli og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Wesley Sneijder á 34. mínútu leiksins. launaði honum greiðann þegar Samuel Eto'o kom Inter í 4-0 á 81. mínútu og innsiglaði þrennu sína. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti H-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Sölvi Geir Ottesen gat ekki spilað vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alexandros Tzorvas færði FC Kaupmannahöfn fyrsta markið á silfurfati og níu mínútum síðar mátti hann sækja boltann aftur í markið sitt efrir aukaspyrnu Martin Vingaard af 28 metra færi. Danirnir voru einum fleiri frá 49. mínútu þegar Gilberto Silva fékk sitt annað gula spjald. Lyon er með fullt hús í B-riðli eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en tvö mörk frá Michel Bastos komu liðinu í 2-0. Schalke 04 vann 2-0 sigur á Benfica og tók annað sætið af portúgalska liðinu. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld: A-riðill Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Roman Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) Inter-Werder Bremen 4-01-0 Samuel Eto'o (22.), 2-0 Samuel Eto'o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Samuel Eto'o (81.) B-riðill Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 0-1 Michel Bastos (8.), 0-2 Michel Bastos (36.), 1-2 Vincent Enyeama (79.), Miralem Pjanic (90.) Schalke 04-Benfica 2-0 1-0 Jefferson Farfan (73.), 2-0 Klaas-Jan Huntelaar (85.) C-riðill Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) D-riðill Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N'Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Christian Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Sjá meira