Tottenham og Manchester United unnu bæði í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2010 20:35 Raphael van der Vaart fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum í kvöld. Mynd/AP Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið. Franska liðið Lyon og danska liðið FC Kaupmannahöfn eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra í kvöld. Varamennirnir Javier Hernández og Federico Macheda sá um sigurmark Manchester United í Valencia. Federico Macheda hafði aðeins komið inn á völlinn andatökum fyrr en lagði upp markið fyrir Mexíkanann sem afgreiddi færið frábærlega í stöngina og inn á 85. mínútu leiksins. Manchester United og Rangers sem gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik eru efstu og jöfn í C-riðli með fjögur stig efir 1-0 sigur skosku meistarana á Bursaspor í kvöld. Tottenham og Internazionale Milan eru efst og jöfn í A-riðli eftir sigra í kvöld en bæði lið gerðu líka jafntefli í fyrsta leik. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarríkum leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pavlyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja lærisveinum Harry Redknapp sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. Nikolay Mihaylov varði víti frá Raphael van der Vaart á frábæran hátt á 41. mínútu en Peter Crouch hafði fiskað vítið. Mihaylov fékk gult spjald fyrir að tefja leikinn en tók van der Vaart greinilega á taugum í leiðinni. Rafael van der Vaart var fljótur að bæta fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði frábært mark eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og þremur mínútum síðar skoraði Rússinn Roman Pavlyuchenko úr víti. Tottenham var því komið með 2-0 forustu en Twente-menn voru ekki á því að gefast upp og Nacer Chadli minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu. Þetta átti samt ekki að vera dagurinn hans Raphael van der Vaart sem fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk Tottenham víti, sitt þriðja í leiknum, þar sem Roman Pavlyuchenko kom Spurs-liðinu í 3-1. Það var síðan Gareth Bale sem innsiglaði sigurinn í lokin. Lærisveinar Rafael Benitez unnu sannfærandi 4-0 sigur á þýska liðinu Werder Bremen á heimavelli þar sem liðið var komið í 3-0 í hálfleik. Samuel Eto'o skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir með fimm mínútna millibli og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Wesley Sneijder á 34. mínútu leiksins. launaði honum greiðann þegar Samuel Eto'o kom Inter í 4-0 á 81. mínútu og innsiglaði þrennu sína. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti H-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Sölvi Geir Ottesen gat ekki spilað vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alexandros Tzorvas færði FC Kaupmannahöfn fyrsta markið á silfurfati og níu mínútum síðar mátti hann sækja boltann aftur í markið sitt efrir aukaspyrnu Martin Vingaard af 28 metra færi. Danirnir voru einum fleiri frá 49. mínútu þegar Gilberto Silva fékk sitt annað gula spjald. Lyon er með fullt hús í B-riðli eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en tvö mörk frá Michel Bastos komu liðinu í 2-0. Schalke 04 vann 2-0 sigur á Benfica og tók annað sætið af portúgalska liðinu. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld: A-riðill Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Roman Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) Inter-Werder Bremen 4-01-0 Samuel Eto'o (22.), 2-0 Samuel Eto'o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Samuel Eto'o (81.) B-riðill Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 0-1 Michel Bastos (8.), 0-2 Michel Bastos (36.), 1-2 Vincent Enyeama (79.), Miralem Pjanic (90.) Schalke 04-Benfica 2-0 1-0 Jefferson Farfan (73.), 2-0 Klaas-Jan Huntelaar (85.) C-riðill Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) D-riðill Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N'Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Christian Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið. Franska liðið Lyon og danska liðið FC Kaupmannahöfn eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra í kvöld. Varamennirnir Javier Hernández og Federico Macheda sá um sigurmark Manchester United í Valencia. Federico Macheda hafði aðeins komið inn á völlinn andatökum fyrr en lagði upp markið fyrir Mexíkanann sem afgreiddi færið frábærlega í stöngina og inn á 85. mínútu leiksins. Manchester United og Rangers sem gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik eru efstu og jöfn í C-riðli með fjögur stig efir 1-0 sigur skosku meistarana á Bursaspor í kvöld. Tottenham og Internazionale Milan eru efst og jöfn í A-riðli eftir sigra í kvöld en bæði lið gerðu líka jafntefli í fyrsta leik. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarríkum leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pavlyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja lærisveinum Harry Redknapp sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. Nikolay Mihaylov varði víti frá Raphael van der Vaart á frábæran hátt á 41. mínútu en Peter Crouch hafði fiskað vítið. Mihaylov fékk gult spjald fyrir að tefja leikinn en tók van der Vaart greinilega á taugum í leiðinni. Rafael van der Vaart var fljótur að bæta fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði frábært mark eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og þremur mínútum síðar skoraði Rússinn Roman Pavlyuchenko úr víti. Tottenham var því komið með 2-0 forustu en Twente-menn voru ekki á því að gefast upp og Nacer Chadli minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu. Þetta átti samt ekki að vera dagurinn hans Raphael van der Vaart sem fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk Tottenham víti, sitt þriðja í leiknum, þar sem Roman Pavlyuchenko kom Spurs-liðinu í 3-1. Það var síðan Gareth Bale sem innsiglaði sigurinn í lokin. Lærisveinar Rafael Benitez unnu sannfærandi 4-0 sigur á þýska liðinu Werder Bremen á heimavelli þar sem liðið var komið í 3-0 í hálfleik. Samuel Eto'o skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir með fimm mínútna millibli og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Wesley Sneijder á 34. mínútu leiksins. launaði honum greiðann þegar Samuel Eto'o kom Inter í 4-0 á 81. mínútu og innsiglaði þrennu sína. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti H-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Sölvi Geir Ottesen gat ekki spilað vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alexandros Tzorvas færði FC Kaupmannahöfn fyrsta markið á silfurfati og níu mínútum síðar mátti hann sækja boltann aftur í markið sitt efrir aukaspyrnu Martin Vingaard af 28 metra færi. Danirnir voru einum fleiri frá 49. mínútu þegar Gilberto Silva fékk sitt annað gula spjald. Lyon er með fullt hús í B-riðli eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en tvö mörk frá Michel Bastos komu liðinu í 2-0. Schalke 04 vann 2-0 sigur á Benfica og tók annað sætið af portúgalska liðinu. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld: A-riðill Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Roman Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) Inter-Werder Bremen 4-01-0 Samuel Eto'o (22.), 2-0 Samuel Eto'o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Samuel Eto'o (81.) B-riðill Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 0-1 Michel Bastos (8.), 0-2 Michel Bastos (36.), 1-2 Vincent Enyeama (79.), Miralem Pjanic (90.) Schalke 04-Benfica 2-0 1-0 Jefferson Farfan (73.), 2-0 Klaas-Jan Huntelaar (85.) C-riðill Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) D-riðill Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N'Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Christian Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira