Sigurður Ragnar: Erfiðara og erfiðara að velja Elvar Geir Magnússon skrifar 16. mars 2010 18:15 Berglind Þorvaldsdóttir tekur þátt í verkefni með U19 landsliðinu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. „Við eigum síðan leikmenn inni sem hafa verið í meiðslum. Það eru leikmenn sem gætu komið inn seinna á árinu eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Svo geta leikmenn nýst okkur sem eru nálægt hóp í dag. Til dæmis Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir," segir Sigurður. Berglind Þorvaldsdóttir er ekki með A-landsliðinu þar sem Sigurður taldi betra fyrir hana að leika með U19-landsliðinu sem er að fara að keppa í milliriðli fyrir EM en riðillinn verður leikinn í Rússlandi. „Ég skildi Berglindi Þorvaldsdóttur eftir hjá U19-landsliðinu en ég hefði valið hana ef það hefði ekki verið þessi árekstur við verkefni hjá U19. Ég tel mikilvægara að hún spili þrjá heila leiki þar frekar en að hún sé ef til vill að koma inn í einhverjar mínútur hjá A-landsliðinu." „Hún stóð sig mjög vel á Algarve og er framtíðarsóknarmaður hjá okkur. U19-landsliðið okkar núna er geysilega efnilegt. Það eru margir leikmenn þar sem banka á dyrnar á næstu mánuðum og árum. Það er erfiðara og erfiðara að velja landsliðið." Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir koma inn í hópinn hjá A-landsliðinu frá síðasta leik í undankeppni HM. Þessar ungu stelpur leika með Val og segir Sigurður þá spennandi framtíðarleikmenn. „Dagný var að spila um helgina gegn Þór/KA og ég sá þann leik. Mér fannst hún besti maðurinn á vellinum. Hún var í byrjunarliðinu gegn Portúgal og Bandaríkjunum á Algarve og stóð sig mjög. Hún er gríðarlegt efni, er í mjög góðu formi og hleypur mjög mikið. Hún er stór og sterk og hefur margt að bera. Ég lít á hana sem sóknar-tengilið þó hún geti leyst fleiri stöður," segir Sigurður. „Thelma er vinstri bakvörður sem nýtist mjög vel fram á við en á eftir að taka út meiri líkamlegan styrk og þroska. Hún er með mjög góðan vinstri fót og góðar sendingar. Hún fylgir vel með fram og spilar vel úr vörninni. Hún mætti reyndar bæta varnarleik sinn að einhverju leyti en er efnileg og spennandi leikmaður fyrir okkur að hafa." Sigurður Ragnar tjáir sig meira um komandi leiki í Fréttablaðinu á morgun. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. „Við eigum síðan leikmenn inni sem hafa verið í meiðslum. Það eru leikmenn sem gætu komið inn seinna á árinu eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Svo geta leikmenn nýst okkur sem eru nálægt hóp í dag. Til dæmis Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir," segir Sigurður. Berglind Þorvaldsdóttir er ekki með A-landsliðinu þar sem Sigurður taldi betra fyrir hana að leika með U19-landsliðinu sem er að fara að keppa í milliriðli fyrir EM en riðillinn verður leikinn í Rússlandi. „Ég skildi Berglindi Þorvaldsdóttur eftir hjá U19-landsliðinu en ég hefði valið hana ef það hefði ekki verið þessi árekstur við verkefni hjá U19. Ég tel mikilvægara að hún spili þrjá heila leiki þar frekar en að hún sé ef til vill að koma inn í einhverjar mínútur hjá A-landsliðinu." „Hún stóð sig mjög vel á Algarve og er framtíðarsóknarmaður hjá okkur. U19-landsliðið okkar núna er geysilega efnilegt. Það eru margir leikmenn þar sem banka á dyrnar á næstu mánuðum og árum. Það er erfiðara og erfiðara að velja landsliðið." Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir koma inn í hópinn hjá A-landsliðinu frá síðasta leik í undankeppni HM. Þessar ungu stelpur leika með Val og segir Sigurður þá spennandi framtíðarleikmenn. „Dagný var að spila um helgina gegn Þór/KA og ég sá þann leik. Mér fannst hún besti maðurinn á vellinum. Hún var í byrjunarliðinu gegn Portúgal og Bandaríkjunum á Algarve og stóð sig mjög. Hún er gríðarlegt efni, er í mjög góðu formi og hleypur mjög mikið. Hún er stór og sterk og hefur margt að bera. Ég lít á hana sem sóknar-tengilið þó hún geti leyst fleiri stöður," segir Sigurður. „Thelma er vinstri bakvörður sem nýtist mjög vel fram á við en á eftir að taka út meiri líkamlegan styrk og þroska. Hún er með mjög góðan vinstri fót og góðar sendingar. Hún fylgir vel með fram og spilar vel úr vörninni. Hún mætti reyndar bæta varnarleik sinn að einhverju leyti en er efnileg og spennandi leikmaður fyrir okkur að hafa." Sigurður Ragnar tjáir sig meira um komandi leiki í Fréttablaðinu á morgun.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki