Sigurður Ragnar: Erfiðara og erfiðara að velja Elvar Geir Magnússon skrifar 16. mars 2010 18:15 Berglind Þorvaldsdóttir tekur þátt í verkefni með U19 landsliðinu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. „Við eigum síðan leikmenn inni sem hafa verið í meiðslum. Það eru leikmenn sem gætu komið inn seinna á árinu eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Svo geta leikmenn nýst okkur sem eru nálægt hóp í dag. Til dæmis Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir," segir Sigurður. Berglind Þorvaldsdóttir er ekki með A-landsliðinu þar sem Sigurður taldi betra fyrir hana að leika með U19-landsliðinu sem er að fara að keppa í milliriðli fyrir EM en riðillinn verður leikinn í Rússlandi. „Ég skildi Berglindi Þorvaldsdóttur eftir hjá U19-landsliðinu en ég hefði valið hana ef það hefði ekki verið þessi árekstur við verkefni hjá U19. Ég tel mikilvægara að hún spili þrjá heila leiki þar frekar en að hún sé ef til vill að koma inn í einhverjar mínútur hjá A-landsliðinu." „Hún stóð sig mjög vel á Algarve og er framtíðarsóknarmaður hjá okkur. U19-landsliðið okkar núna er geysilega efnilegt. Það eru margir leikmenn þar sem banka á dyrnar á næstu mánuðum og árum. Það er erfiðara og erfiðara að velja landsliðið." Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir koma inn í hópinn hjá A-landsliðinu frá síðasta leik í undankeppni HM. Þessar ungu stelpur leika með Val og segir Sigurður þá spennandi framtíðarleikmenn. „Dagný var að spila um helgina gegn Þór/KA og ég sá þann leik. Mér fannst hún besti maðurinn á vellinum. Hún var í byrjunarliðinu gegn Portúgal og Bandaríkjunum á Algarve og stóð sig mjög. Hún er gríðarlegt efni, er í mjög góðu formi og hleypur mjög mikið. Hún er stór og sterk og hefur margt að bera. Ég lít á hana sem sóknar-tengilið þó hún geti leyst fleiri stöður," segir Sigurður. „Thelma er vinstri bakvörður sem nýtist mjög vel fram á við en á eftir að taka út meiri líkamlegan styrk og þroska. Hún er með mjög góðan vinstri fót og góðar sendingar. Hún fylgir vel með fram og spilar vel úr vörninni. Hún mætti reyndar bæta varnarleik sinn að einhverju leyti en er efnileg og spennandi leikmaður fyrir okkur að hafa." Sigurður Ragnar tjáir sig meira um komandi leiki í Fréttablaðinu á morgun. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. „Við eigum síðan leikmenn inni sem hafa verið í meiðslum. Það eru leikmenn sem gætu komið inn seinna á árinu eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Svo geta leikmenn nýst okkur sem eru nálægt hóp í dag. Til dæmis Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir," segir Sigurður. Berglind Þorvaldsdóttir er ekki með A-landsliðinu þar sem Sigurður taldi betra fyrir hana að leika með U19-landsliðinu sem er að fara að keppa í milliriðli fyrir EM en riðillinn verður leikinn í Rússlandi. „Ég skildi Berglindi Þorvaldsdóttur eftir hjá U19-landsliðinu en ég hefði valið hana ef það hefði ekki verið þessi árekstur við verkefni hjá U19. Ég tel mikilvægara að hún spili þrjá heila leiki þar frekar en að hún sé ef til vill að koma inn í einhverjar mínútur hjá A-landsliðinu." „Hún stóð sig mjög vel á Algarve og er framtíðarsóknarmaður hjá okkur. U19-landsliðið okkar núna er geysilega efnilegt. Það eru margir leikmenn þar sem banka á dyrnar á næstu mánuðum og árum. Það er erfiðara og erfiðara að velja landsliðið." Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir koma inn í hópinn hjá A-landsliðinu frá síðasta leik í undankeppni HM. Þessar ungu stelpur leika með Val og segir Sigurður þá spennandi framtíðarleikmenn. „Dagný var að spila um helgina gegn Þór/KA og ég sá þann leik. Mér fannst hún besti maðurinn á vellinum. Hún var í byrjunarliðinu gegn Portúgal og Bandaríkjunum á Algarve og stóð sig mjög. Hún er gríðarlegt efni, er í mjög góðu formi og hleypur mjög mikið. Hún er stór og sterk og hefur margt að bera. Ég lít á hana sem sóknar-tengilið þó hún geti leyst fleiri stöður," segir Sigurður. „Thelma er vinstri bakvörður sem nýtist mjög vel fram á við en á eftir að taka út meiri líkamlegan styrk og þroska. Hún er með mjög góðan vinstri fót og góðar sendingar. Hún fylgir vel með fram og spilar vel úr vörninni. Hún mætti reyndar bæta varnarleik sinn að einhverju leyti en er efnileg og spennandi leikmaður fyrir okkur að hafa." Sigurður Ragnar tjáir sig meira um komandi leiki í Fréttablaðinu á morgun.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira