Gamalt Superman blað selt á milljón dollara 24. febrúar 2010 08:37 Í fyrsta sinn í sögunni hefur gamalt hasarmyndablað verið selt á eina milljón dollara eða tæplega 129 milljónir kr. Um er að ræða fyrsta tölublaðið um ofurhetjuna Superman undir nafninu Action Comics frá árinu 1938.Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að fyrra metverð hafi einnig verið gefið fyrir annað eintak af fyrsta tölublaði af Action Comics eða 317.000 dollarar en það blað var í verra ásigkomulagi en það sem selt var núna. Á sínum tíma, árið 1938, kostuðu blöðin 10 sent.Ekki er vitað um nema 100 eintök í heiminum af Action Comics No. 1 en það sem selt var á milljón dollara er eitt af örfáum sem eru í nær fullkomnu ásigkomulagi.Blaðið var selt í gegnum upboðsvefinn Comic Connect og segir Stephen Fisher, annar eigandi vefsins, að Action Comics No. 1 sé...."hinn heilagi kaleikur hasarmyndablaðanna". Það gerist aðeins einu sinni á tuttugu ára fresti að slíkt blað komi á markaðinn. Kaupandinn vill hinsvegar ekki láta nafns síns getið en hann er þekktur hjá Comic Connect og hefur áður fest kaup á Action Comics No. 1.Það fylgir sögunni að síðar á þessu ári mun fyrsta hasarmyndablaðið með hetjunni Batman verða boðið upp. Það blað er árinu yngra eða frá 1939. Hugsanlega mun það slá verðmet Superman. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni hefur gamalt hasarmyndablað verið selt á eina milljón dollara eða tæplega 129 milljónir kr. Um er að ræða fyrsta tölublaðið um ofurhetjuna Superman undir nafninu Action Comics frá árinu 1938.Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að fyrra metverð hafi einnig verið gefið fyrir annað eintak af fyrsta tölublaði af Action Comics eða 317.000 dollarar en það blað var í verra ásigkomulagi en það sem selt var núna. Á sínum tíma, árið 1938, kostuðu blöðin 10 sent.Ekki er vitað um nema 100 eintök í heiminum af Action Comics No. 1 en það sem selt var á milljón dollara er eitt af örfáum sem eru í nær fullkomnu ásigkomulagi.Blaðið var selt í gegnum upboðsvefinn Comic Connect og segir Stephen Fisher, annar eigandi vefsins, að Action Comics No. 1 sé...."hinn heilagi kaleikur hasarmyndablaðanna". Það gerist aðeins einu sinni á tuttugu ára fresti að slíkt blað komi á markaðinn. Kaupandinn vill hinsvegar ekki láta nafns síns getið en hann er þekktur hjá Comic Connect og hefur áður fest kaup á Action Comics No. 1.Það fylgir sögunni að síðar á þessu ári mun fyrsta hasarmyndablaðið með hetjunni Batman verða boðið upp. Það blað er árinu yngra eða frá 1939. Hugsanlega mun það slá verðmet Superman.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira