Ólafur Þ. Stephensen: Nú þarf aftur Landsyfirrétt 5. maí 2010 06:45 Í tæplega tvö ár hefur tillaga um stofnun millidómstóls verið til umræðu. Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, núverandi dómsmálaráðherra, lagði þetta til við þáverandi ráðherra í júní 2008. Nefndin lagði til að stofnaður yrði í Reykjavík dómstóll með að minnsta kosti sex dómurum, sem fengi það gamla heiti Landsyfirréttur, en það var millidómstóll Íslendinga í rúma öld, frá 1800 til 1919. Hæstiréttur var þá í Danmörku. Rökin fyrir því að koma á millidómstigi hafa verið tvenns konar. Annars vegar hefur verið vísað til þess mikla álags, sem er á Hæstarétti. Hins vegar, og það var meginröksemdin fyrir hrun, er nauðsynlegt að koma á millidómstigi til að uppfylla kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um beina sönnunarfærslu fyrir dómi, þ.e. að hlustað sé á vitni og sönnunargögn skoðuð í réttarhaldinu. Hæstiréttur hefur til þessa ekki lagt sjálfstætt mat á vitnisburð og málsgögn, heldur látið sönnunarfærsluna fyrir héraðsdómi duga. Það hefur meðal annars orðið til þess að málum er að hluta eða í heild vísað heim í hérað á ný, eins og gerðist til dæmis í Baugsmálinu. Verði komið á millidómstigi verður beina sönnunarfærslan tryggð. Hægt verður að áfrýja dómum héraðsdómstólanna til Landsyfirréttar, en Hæstiréttur mun fjalla um tiltölulega fá mál, sem hafa mikla þýðingu og fordæmisgildi. Báðar röksemdirnar með millidómstigi eiga við, en sú sem snýr að álagi á dómstólana hefur fengið aukið vægi eftir bankahrunið. Gríðarlegur fjöldi mála vegna hrunsins mun koma til kasta dómstólanna á næstu misserum og árum. Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis, líkti þessu við „risaflóðbylgju dómsmála" í Fréttablaðinu í gær. Eini viðlagaundirbúningur hins opinbera til að mæta þeirri bylgju væri að fjölga héraðsdómurum um fimm. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra upplýsti hér í blaðinu að hún biði svara frá Hæstarétti og dómstólaráði við fyrirspurn um hvort þörf væri talin á að huga að álagi á dómsvaldið. Varla fer á milli mála á hvaða lund þau svör verða. Ráðherrann segir að nú þurfi að huga að því hvort hægt sé að koma millidómstiginu á. Jafnvel fyrir bankahrun, þegar meira svigrúm var í fjármálum ríkisins, var talað um að millidómstóll væri of dýr, en talið er að hann kosti um 160 milljónir króna á ári. Það eru ekki miklir peningar í samhengi við önnur útgjöld ríkisins vegna bankahrunsins. Flest rök hníga að því að í þessu efni eigi ekki að spara. Framkvæmdarvaldið og Alþingi verða að sjá til þess að dómskerfið ráði við holskefluna vegna hrunsins. Greið afgreiðsla dómsmála stuðlar að því að flýta uppgjörinu og að þjóðin geti aftur farið að horfa fram á veg. Skjót málsmeðferð er líka í sjálfri sér mannréttindamál og tryggir að þeir, sem ákærðir eru, þurfi ekki að bíða dóms óeðlilega lengi. Síðast en ekki sízt verður að tryggja beina og milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Til að tryggja mannréttindi verður að kosta því til sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Í tæplega tvö ár hefur tillaga um stofnun millidómstóls verið til umræðu. Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, núverandi dómsmálaráðherra, lagði þetta til við þáverandi ráðherra í júní 2008. Nefndin lagði til að stofnaður yrði í Reykjavík dómstóll með að minnsta kosti sex dómurum, sem fengi það gamla heiti Landsyfirréttur, en það var millidómstóll Íslendinga í rúma öld, frá 1800 til 1919. Hæstiréttur var þá í Danmörku. Rökin fyrir því að koma á millidómstigi hafa verið tvenns konar. Annars vegar hefur verið vísað til þess mikla álags, sem er á Hæstarétti. Hins vegar, og það var meginröksemdin fyrir hrun, er nauðsynlegt að koma á millidómstigi til að uppfylla kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um beina sönnunarfærslu fyrir dómi, þ.e. að hlustað sé á vitni og sönnunargögn skoðuð í réttarhaldinu. Hæstiréttur hefur til þessa ekki lagt sjálfstætt mat á vitnisburð og málsgögn, heldur látið sönnunarfærsluna fyrir héraðsdómi duga. Það hefur meðal annars orðið til þess að málum er að hluta eða í heild vísað heim í hérað á ný, eins og gerðist til dæmis í Baugsmálinu. Verði komið á millidómstigi verður beina sönnunarfærslan tryggð. Hægt verður að áfrýja dómum héraðsdómstólanna til Landsyfirréttar, en Hæstiréttur mun fjalla um tiltölulega fá mál, sem hafa mikla þýðingu og fordæmisgildi. Báðar röksemdirnar með millidómstigi eiga við, en sú sem snýr að álagi á dómstólana hefur fengið aukið vægi eftir bankahrunið. Gríðarlegur fjöldi mála vegna hrunsins mun koma til kasta dómstólanna á næstu misserum og árum. Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis, líkti þessu við „risaflóðbylgju dómsmála" í Fréttablaðinu í gær. Eini viðlagaundirbúningur hins opinbera til að mæta þeirri bylgju væri að fjölga héraðsdómurum um fimm. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra upplýsti hér í blaðinu að hún biði svara frá Hæstarétti og dómstólaráði við fyrirspurn um hvort þörf væri talin á að huga að álagi á dómsvaldið. Varla fer á milli mála á hvaða lund þau svör verða. Ráðherrann segir að nú þurfi að huga að því hvort hægt sé að koma millidómstiginu á. Jafnvel fyrir bankahrun, þegar meira svigrúm var í fjármálum ríkisins, var talað um að millidómstóll væri of dýr, en talið er að hann kosti um 160 milljónir króna á ári. Það eru ekki miklir peningar í samhengi við önnur útgjöld ríkisins vegna bankahrunsins. Flest rök hníga að því að í þessu efni eigi ekki að spara. Framkvæmdarvaldið og Alþingi verða að sjá til þess að dómskerfið ráði við holskefluna vegna hrunsins. Greið afgreiðsla dómsmála stuðlar að því að flýta uppgjörinu og að þjóðin geti aftur farið að horfa fram á veg. Skjót málsmeðferð er líka í sjálfri sér mannréttindamál og tryggir að þeir, sem ákærðir eru, þurfi ekki að bíða dóms óeðlilega lengi. Síðast en ekki sízt verður að tryggja beina og milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Til að tryggja mannréttindi verður að kosta því til sem þarf.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun