Mark Webber: Mæti til að sigra 23. september 2010 14:38 Mark Webber á fundi með fréttamönnum í Singapúr í dag. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber er með markmið sitt á hreinu fyrir Formúlu 1 mótið í Singapúr um helgina. Hann er með fimm stiga forskot á Lewis Hamilton í stigakeppni ökumanna. Webber hefur ekki lokið keppni í Singapúr til þessa, en tvö mót hafa farið fram og Hamilton vann í fyrra, en Fernando Alonso árið á undan. Báðir eru í titilslagnum, auk Sebastian Vettel og Jenson Button. Þeir geta allir orðið meistarar þegar fimm mótum er ólokið. "Ég er í forystu og það eru nokkrir gæjar,sem hafa færri stig og þetta verður áhugavert. Þetta getur breyst hratt á jákvæðan eða neikvæðan hátt á skömmum tíma. Ég er í þægilegri stöðu með flest stigin", sagði Webber á fundi með fréttamönnum í Singapúr í dag. "Það skiptir ekki máli hvort það eru tveir, fimm eða átta gæjar að keppa um það sama. Ég vinn mitt verk á sama hátt. Ég mæti til að sigra og það er markmið okkar." Samkeppnin verður hörð í næstu mótum milli fimmenninganna, en telur Webber að einhver missi af lestinni á næstunni? "Það mun gerast. Munum allir fimm verða í slagnum til loka í Abu Dhabi? Það gæti gerst, en það er ólíklegt. Það gæti orðið fjórir, eða þrír, eða einn. Hver veit. Ekki við. Það eina sem ég veit er að við verðum að ljúka mótunum. Við verðum að vera í slagnum í Abu Dhabi. Það er mikilvægast. Ekki hver er í forystu í stigamótinu í Singapúr, heldur þegar öllum mótum er lokið", sagði Webber.Mótshelgin öll er í útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti þáttur er kl. 23.00 á föstudagskvöld. Síðan er lokaæfing keppnisliða kl. 10.55 á Stöð 2 Sport í beinni útsendingu, en tímatakan verður að þessi sinni á Stöð 2 Sport 3 í beinni og endursýnd á Stöð 2 Sport kl. 17.30 í endursýningu. Kappaksturinn er á Stöð 2 Sport kl. 11.30 og þátturinn Endamarkið strax á eftir. Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber er með markmið sitt á hreinu fyrir Formúlu 1 mótið í Singapúr um helgina. Hann er með fimm stiga forskot á Lewis Hamilton í stigakeppni ökumanna. Webber hefur ekki lokið keppni í Singapúr til þessa, en tvö mót hafa farið fram og Hamilton vann í fyrra, en Fernando Alonso árið á undan. Báðir eru í titilslagnum, auk Sebastian Vettel og Jenson Button. Þeir geta allir orðið meistarar þegar fimm mótum er ólokið. "Ég er í forystu og það eru nokkrir gæjar,sem hafa færri stig og þetta verður áhugavert. Þetta getur breyst hratt á jákvæðan eða neikvæðan hátt á skömmum tíma. Ég er í þægilegri stöðu með flest stigin", sagði Webber á fundi með fréttamönnum í Singapúr í dag. "Það skiptir ekki máli hvort það eru tveir, fimm eða átta gæjar að keppa um það sama. Ég vinn mitt verk á sama hátt. Ég mæti til að sigra og það er markmið okkar." Samkeppnin verður hörð í næstu mótum milli fimmenninganna, en telur Webber að einhver missi af lestinni á næstunni? "Það mun gerast. Munum allir fimm verða í slagnum til loka í Abu Dhabi? Það gæti gerst, en það er ólíklegt. Það gæti orðið fjórir, eða þrír, eða einn. Hver veit. Ekki við. Það eina sem ég veit er að við verðum að ljúka mótunum. Við verðum að vera í slagnum í Abu Dhabi. Það er mikilvægast. Ekki hver er í forystu í stigamótinu í Singapúr, heldur þegar öllum mótum er lokið", sagði Webber.Mótshelgin öll er í útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti þáttur er kl. 23.00 á föstudagskvöld. Síðan er lokaæfing keppnisliða kl. 10.55 á Stöð 2 Sport í beinni útsendingu, en tímatakan verður að þessi sinni á Stöð 2 Sport 3 í beinni og endursýnd á Stöð 2 Sport kl. 17.30 í endursýningu. Kappaksturinn er á Stöð 2 Sport kl. 11.30 og þátturinn Endamarkið strax á eftir.
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira