NBA í nótt: Enn tapar Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2010 09:00 Dwyane Wade og félagar hans í Miami urðu undir í baráttunni gegn Orlando í nótt. Mynd/AP Miami Heat tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, í þetta sinn fyrir grönnum sínum í Orlando Magic, 104-95. Dwight Howard átti frábæran leik með Orlando og skoraði 24 stig og tók þar að auki átján fráköst. JJ Redick bætti við 20 stigum. Ekkert virðist ganga hjá Miami. Meira að segja forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hafði orð á því í sjónvarpsviðtali fyrir leikinn að það tæki alltaf sinn tíma fyrir lið að pússast til. Miami hefur nú tapað sjö af fimmtán leikjum sínum í deildinni. LeBron James, sem kom til liðsins í sumar frá Cleveland eins og frægt er, var stigahæstur með 25 stig. Chris Bosh var með 21 stig og Dwyane Wade átján. Þegar þessi lið mættust fyrr á tímabilinu vann Miami 26 stiga sigur en Orlando náði að hefna fyrir það tap nú. Toronto vann Philadelphia, 106-90, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Reggie Evans átti stórleik en hann skoraði tólf stig og tók alls 22 fráköst í leiknum. Andrea Bargnani var stigahæstur með 24 stig. Boston vann New Jersey, 89-83. Shaquille O'Neal var með 25 stig í liði Boston. New York vann Charlotte, 99-95. Raymond Felton var með 23 stig og þrettán stoðsendingar gegn sínu gömlu félögum. Amare Stoudemire bætti við 20 stigum fyrir New York sem vann sinn fimmta sigur í röð. Dallas vann Oklahoma City, 111-103. Dirk Nowitzky skoraði 34 stig fyrir Dallas og Tyson Chandler var með sautján stig og átján fráköst. Cleveland vann Milwaukee, 83-81. Mo Williams tryggði Cleveland sigur með flautukörfu í erfiðri stöðu rétt innan þriggja stiga línunnar. Memphis vann Detroit, 105-84. Zach Randolph var með 21 stig og fjórtán fráköst. Rudy Gay bætti við sautján stigum fyrir Memphis. Chicaco vann Phoenix, 123-115, í tvíframlengdum leik. Derrick Rose var með 34 stig fyrir Chicago sem lenti þó 23 stigum undir í öðrum leikhluta. San Antonio vann Minnesota, 113-109, í framlengdum leik. Manu Ginobili var með 26 stig fyrir San Antonio sem vann sinn tólfta leik í röð í nótt. Utah vann New Orleans, 105-87. Deron Williams var með 26 stig og ellefu stoðsendingar fyrir Utah. Houston vann Golden State, 111-101. Kevin Martin var með 25 stig fyrir Houston. NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Miami Heat tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, í þetta sinn fyrir grönnum sínum í Orlando Magic, 104-95. Dwight Howard átti frábæran leik með Orlando og skoraði 24 stig og tók þar að auki átján fráköst. JJ Redick bætti við 20 stigum. Ekkert virðist ganga hjá Miami. Meira að segja forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hafði orð á því í sjónvarpsviðtali fyrir leikinn að það tæki alltaf sinn tíma fyrir lið að pússast til. Miami hefur nú tapað sjö af fimmtán leikjum sínum í deildinni. LeBron James, sem kom til liðsins í sumar frá Cleveland eins og frægt er, var stigahæstur með 25 stig. Chris Bosh var með 21 stig og Dwyane Wade átján. Þegar þessi lið mættust fyrr á tímabilinu vann Miami 26 stiga sigur en Orlando náði að hefna fyrir það tap nú. Toronto vann Philadelphia, 106-90, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Reggie Evans átti stórleik en hann skoraði tólf stig og tók alls 22 fráköst í leiknum. Andrea Bargnani var stigahæstur með 24 stig. Boston vann New Jersey, 89-83. Shaquille O'Neal var með 25 stig í liði Boston. New York vann Charlotte, 99-95. Raymond Felton var með 23 stig og þrettán stoðsendingar gegn sínu gömlu félögum. Amare Stoudemire bætti við 20 stigum fyrir New York sem vann sinn fimmta sigur í röð. Dallas vann Oklahoma City, 111-103. Dirk Nowitzky skoraði 34 stig fyrir Dallas og Tyson Chandler var með sautján stig og átján fráköst. Cleveland vann Milwaukee, 83-81. Mo Williams tryggði Cleveland sigur með flautukörfu í erfiðri stöðu rétt innan þriggja stiga línunnar. Memphis vann Detroit, 105-84. Zach Randolph var með 21 stig og fjórtán fráköst. Rudy Gay bætti við sautján stigum fyrir Memphis. Chicaco vann Phoenix, 123-115, í tvíframlengdum leik. Derrick Rose var með 34 stig fyrir Chicago sem lenti þó 23 stigum undir í öðrum leikhluta. San Antonio vann Minnesota, 113-109, í framlengdum leik. Manu Ginobili var með 26 stig fyrir San Antonio sem vann sinn tólfta leik í röð í nótt. Utah vann New Orleans, 105-87. Deron Williams var með 26 stig og ellefu stoðsendingar fyrir Utah. Houston vann Golden State, 111-101. Kevin Martin var með 25 stig fyrir Houston.
NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira