Raikkönen vill keppa aftur í Formúlu 1 með Renault 14. september 2010 13:10 Kimi Raikkönen hefur ekið með Citroen í rallakstri á þessu ári. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen sem keppir í rallakstri með Citroen þessa dagana hefur áhuga á því að keyra fyrir lið Renault í Formúlu 1 árið 2011. Raikkönen var hjá Ferrari i tvö ár, en var leystur undan samningi fyrir árið í ár svo Fernando Alonso gæti tekið sæti hans. Ferrari greiddi Raikkönen laun út árið. Autosport.com greindi frá því í dag að Raikkönen hafi nálgast Renault og sýnt því áhuga að keyra með liðinu ásamt Robert Kubica á næsta ári, en Renault er enn að meta hvort liðið heldur í Rússann Vitaly Petrov á næsta ári. Hann þarf að standa sig vel í næstu mótum ef það á að ganga eftir. "Hann er á radarnum og hafði samband við okkur", sagði Eric Boullier í frétt á autosport.com í dag. Hann segir að Petrov sé inn í myndinni, ef hann geti sýnt meiri stöðugleika í mótum. Aðspurður um hvort liðið þyrfti að haga málum öðruvísi ef Raikkönen keyrði fyrir liðið sagði Boullier. "Það yrði annars konar keppnisplan í gagni og það er ekki spurning um persónuleikanna. Það kostar meira að fá mann sem er meistari en ekki. Það eru önnur vinnubrögð í kringum nýliða, heldur en þegar þú ert með tvo reynda ökumenn", sagði Boullier. Hann sagði Petrov í forgangi eins og er, en Raikkönen er meðal annarra möguleika sem liðið hefur upp á að hlaupa, gangi málin ekki eftir með Petrov. Ákvörðun um málið verður tekin fyrir lok tímabilsins. Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen sem keppir í rallakstri með Citroen þessa dagana hefur áhuga á því að keyra fyrir lið Renault í Formúlu 1 árið 2011. Raikkönen var hjá Ferrari i tvö ár, en var leystur undan samningi fyrir árið í ár svo Fernando Alonso gæti tekið sæti hans. Ferrari greiddi Raikkönen laun út árið. Autosport.com greindi frá því í dag að Raikkönen hafi nálgast Renault og sýnt því áhuga að keyra með liðinu ásamt Robert Kubica á næsta ári, en Renault er enn að meta hvort liðið heldur í Rússann Vitaly Petrov á næsta ári. Hann þarf að standa sig vel í næstu mótum ef það á að ganga eftir. "Hann er á radarnum og hafði samband við okkur", sagði Eric Boullier í frétt á autosport.com í dag. Hann segir að Petrov sé inn í myndinni, ef hann geti sýnt meiri stöðugleika í mótum. Aðspurður um hvort liðið þyrfti að haga málum öðruvísi ef Raikkönen keyrði fyrir liðið sagði Boullier. "Það yrði annars konar keppnisplan í gagni og það er ekki spurning um persónuleikanna. Það kostar meira að fá mann sem er meistari en ekki. Það eru önnur vinnubrögð í kringum nýliða, heldur en þegar þú ert með tvo reynda ökumenn", sagði Boullier. Hann sagði Petrov í forgangi eins og er, en Raikkönen er meðal annarra möguleika sem liðið hefur upp á að hlaupa, gangi málin ekki eftir með Petrov. Ákvörðun um málið verður tekin fyrir lok tímabilsins.
Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira