Spænsku blöðin fara hamförum í umfjöllun sinni um klúður Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2010 13:30 Cristiano Ronaldo gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Mynd/AFP Leikmenn Real Madrid hafa væntanlega sleppt því að líta í spænsku blöðin í morgun enda fór svo að spænsku blaðamennirnir fóru hamförum í harðorðri umfjöllun sinni það að dýrasta lið heims skyldi enn einu sinni detta út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Úr leik, bless meistarar, bless Pellegrini," sagði í fyrirsögn Marca sem er söluhæsta íþróttablaðið á Spáni. „Þetta er það sama ár eftir ár. Þeir hvítu féllu úr leik eftir að hafa mistekist að nýta frábær færi í fyrri hálfleik. Skiptingar Lyon í hálfleik breyttu leiknum, Higuain var enn óheppinn í Evrópu og Kaka komst aldrei í gang," sagði ennfremur í Marca. „Stórslys. Real Madrid gat ekki einu sinni unnið Lyon á Bernabeu," stóð á forsíðu AS sem er annað stórt íþróttablað í Madrid. Blaðamenn AS skrifuðu líka um martröð Real og að Lyon hefði átti skilið að fara áfram. „Fótbolti hefur engan verðmiða," var fyrirsögnin í El Pais og þar var farið ofan í það að Real Madrid eyddi 250 milljónum evra í leikmenn fyrir tímabilið til þess að gulltryggja það að liðið yrði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Bernabeu. El Pais endar grein sína á þessum orðum: „Fótboltatitlar eru ekki keyptir þeir eru unnir." Barcelona-blöðin El Mundo Deportivo og Sport voru bæði með sömu fyrirsögn. „KO" eða „Rotaðir" sem er vísun í hugtakið í hnefaleikum. „Madrid verður ekki í úrslitaleiknum á Bernabeu, verkefni Florentino klikkaði og liðið datt út úr 16 liða úrslitum sjötta árið í röð," sagði í El Mundo Deportivo. „Stóru mistökin" sagði á forsíðu Sport og undir voru myndir af þeim Perez, Pellegrini, Ronaldo og Kaka og hver og einn fékk stutta en grimma umsögn. „Florentino, niðurbrotinn. Búinn að kasta 300 milljónum fyrir borð." „Pellegrini, dauðadæmdur. Bernabeu vill að hann verði rekinn." „Cristiano, niðurlægður. Hann lofaði öllum titlum en hefur þegar tapað tveimur." „Kaka, næsta vandamál. Hann yfirgaf völlinn hraunandi yfir þjálfarann." Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira
Leikmenn Real Madrid hafa væntanlega sleppt því að líta í spænsku blöðin í morgun enda fór svo að spænsku blaðamennirnir fóru hamförum í harðorðri umfjöllun sinni það að dýrasta lið heims skyldi enn einu sinni detta út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Úr leik, bless meistarar, bless Pellegrini," sagði í fyrirsögn Marca sem er söluhæsta íþróttablaðið á Spáni. „Þetta er það sama ár eftir ár. Þeir hvítu féllu úr leik eftir að hafa mistekist að nýta frábær færi í fyrri hálfleik. Skiptingar Lyon í hálfleik breyttu leiknum, Higuain var enn óheppinn í Evrópu og Kaka komst aldrei í gang," sagði ennfremur í Marca. „Stórslys. Real Madrid gat ekki einu sinni unnið Lyon á Bernabeu," stóð á forsíðu AS sem er annað stórt íþróttablað í Madrid. Blaðamenn AS skrifuðu líka um martröð Real og að Lyon hefði átti skilið að fara áfram. „Fótbolti hefur engan verðmiða," var fyrirsögnin í El Pais og þar var farið ofan í það að Real Madrid eyddi 250 milljónum evra í leikmenn fyrir tímabilið til þess að gulltryggja það að liðið yrði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Bernabeu. El Pais endar grein sína á þessum orðum: „Fótboltatitlar eru ekki keyptir þeir eru unnir." Barcelona-blöðin El Mundo Deportivo og Sport voru bæði með sömu fyrirsögn. „KO" eða „Rotaðir" sem er vísun í hugtakið í hnefaleikum. „Madrid verður ekki í úrslitaleiknum á Bernabeu, verkefni Florentino klikkaði og liðið datt út úr 16 liða úrslitum sjötta árið í röð," sagði í El Mundo Deportivo. „Stóru mistökin" sagði á forsíðu Sport og undir voru myndir af þeim Perez, Pellegrini, Ronaldo og Kaka og hver og einn fékk stutta en grimma umsögn. „Florentino, niðurbrotinn. Búinn að kasta 300 milljónum fyrir borð." „Pellegrini, dauðadæmdur. Bernabeu vill að hann verði rekinn." „Cristiano, niðurlægður. Hann lofaði öllum titlum en hefur þegar tapað tveimur." „Kaka, næsta vandamál. Hann yfirgaf völlinn hraunandi yfir þjálfarann."
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira