Óttast að danskir bankar tapi miklu á þessu ári 11. janúar 2010 08:20 Matsfyrirtækið Standard & Poors óttast að danskir bankar tapi miklu á útlánum sínum í fasteignageiranum á þessu ári. Er jafnvel talið að útlánatapið gæti orðið svipað og það varð í fyrra. Fjallað er um málið í Ökonomisk Ugebrev. Þar segir að matsfyrirtækið telji að fasteignabólan í Danmörku hafi blásið það mikið út í landinu að áhætta danskra banka sé mun meiri en þeirra sænsku og finnsku. Standard & Poors eru áfram með dönsku bankanna í áhættuhópi 2, en þangað féll landið á árinu 2008. Sænskir og finnskir bankar eru í áhættuhópi 1. Matsfyrirtækið telur að dönsku bankarnir hafi verið mun áhætusæknari en þeir sænsku og finnsku og því horfa þeir fram á að tapa meiru vegna fasteignabólunnar. „Við teljum að dönsku bankarnir í sameiningu hafi tapað sem svarar til um eins prósents af heildarlánum sínum árið 2009," segir Louise Lundberg hjá Standard & Poors í Stokkhólmi. „Við gerum ráð fyrir að heildartapið verði á þessum nótum í ár. Kannski verður það aðeins lægra." Þá telur matsfyrirtækið að meiri áhætta sé í kringum fyrirtækjalán dönsku bankanna en þeirra sænsku og finnsku. Hér má geta þess að FIH bankinn sem er í íslenskri eigu sérhæfir sig í lánum til fyrirtækja. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poors óttast að danskir bankar tapi miklu á útlánum sínum í fasteignageiranum á þessu ári. Er jafnvel talið að útlánatapið gæti orðið svipað og það varð í fyrra. Fjallað er um málið í Ökonomisk Ugebrev. Þar segir að matsfyrirtækið telji að fasteignabólan í Danmörku hafi blásið það mikið út í landinu að áhætta danskra banka sé mun meiri en þeirra sænsku og finnsku. Standard & Poors eru áfram með dönsku bankanna í áhættuhópi 2, en þangað féll landið á árinu 2008. Sænskir og finnskir bankar eru í áhættuhópi 1. Matsfyrirtækið telur að dönsku bankarnir hafi verið mun áhætusæknari en þeir sænsku og finnsku og því horfa þeir fram á að tapa meiru vegna fasteignabólunnar. „Við teljum að dönsku bankarnir í sameiningu hafi tapað sem svarar til um eins prósents af heildarlánum sínum árið 2009," segir Louise Lundberg hjá Standard & Poors í Stokkhólmi. „Við gerum ráð fyrir að heildartapið verði á þessum nótum í ár. Kannski verður það aðeins lægra." Þá telur matsfyrirtækið að meiri áhætta sé í kringum fyrirtækjalán dönsku bankanna en þeirra sænsku og finnsku. Hér má geta þess að FIH bankinn sem er í íslenskri eigu sérhæfir sig í lánum til fyrirtækja.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira