Djörf hótelauglýsing veldur deilum í Noregi 13. október 2010 08:39 Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna. Auglýsingaherferðin gengur undir slagorðinu „Sleep with us" eða Sofðu hjá okkur og þar má meðal annars finna mynd af tilkippilegri þjónustustúlku í djörfum búningi sitjandi á rúmstokk. Vidar Grönli fjölmiðlafulltrúi Fellesforbundet segir í samtali við vefsíðuna e24.no að menn þar á bæ hafi talið að þau viðhorf sem fram koma í auglýsingunni væru gleymd og grafin. „Ég vona að hótelkeðjan skilji okkar sjónarmið og breyti auglýsingum sínum án þess að nauðsynlegt verði að grípa til aðgerða gegn þeim," segir Grönli. Rekstrarstjóri First Hotels undrar sig á viðbrögðum Fellesforbundet. „Mér finnst þetta spaugsöm auglýsing og það er greinilegt að þarna er fyrirsæta á myndinni en ekki ein af starfsstúlkum okkar," segir rekstrarstjórinn Michael Telling. Norskir sérfræðingar í almannatengslum eiga erfitt með að sjá hið spaugsama við þessa auglýsingu, að sögn e24.no. Fjölmiðlaráðgjafinn Elizabeth Hartmann segir að myndnotkunin sé ekki sérstök. „Þetta snýst um uppsetninguna og augnatillit stúlkunnar. Það lítur ekki út fyrir að hún sé þarna til að taka til á herberginu og búa um rúmið," segir Hartmann. Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna. Auglýsingaherferðin gengur undir slagorðinu „Sleep with us" eða Sofðu hjá okkur og þar má meðal annars finna mynd af tilkippilegri þjónustustúlku í djörfum búningi sitjandi á rúmstokk. Vidar Grönli fjölmiðlafulltrúi Fellesforbundet segir í samtali við vefsíðuna e24.no að menn þar á bæ hafi talið að þau viðhorf sem fram koma í auglýsingunni væru gleymd og grafin. „Ég vona að hótelkeðjan skilji okkar sjónarmið og breyti auglýsingum sínum án þess að nauðsynlegt verði að grípa til aðgerða gegn þeim," segir Grönli. Rekstrarstjóri First Hotels undrar sig á viðbrögðum Fellesforbundet. „Mér finnst þetta spaugsöm auglýsing og það er greinilegt að þarna er fyrirsæta á myndinni en ekki ein af starfsstúlkum okkar," segir rekstrarstjórinn Michael Telling. Norskir sérfræðingar í almannatengslum eiga erfitt með að sjá hið spaugsama við þessa auglýsingu, að sögn e24.no. Fjölmiðlaráðgjafinn Elizabeth Hartmann segir að myndnotkunin sé ekki sérstök. „Þetta snýst um uppsetninguna og augnatillit stúlkunnar. Það lítur ekki út fyrir að hún sé þarna til að taka til á herberginu og búa um rúmið," segir Hartmann.
Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent