Gengi dollarans heldur áfram að veikjast 1. október 2010 12:00 Gengi Bandaríkjadollars lækkaði í gær gagnvart öllum helstu myntum og í kjölfarið fór dollarinn niður fyrir 113 krónur. Dollarinn kostar nú þegar þetta er ritað 112,51 kr. og hefur ekki kostað svo lítið síðan í febrúar á síðasta ári. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar hefur nú styrkst um 4% frá því í septemberbyrjun og um 12% frá júníbyrjun. Til upprifjunar kostaði dollarinn fyrir hrun 82 krónur en dýrastur var hann fyrir Íslendinga í árslok 2008 þegar reiða þurfti fram 147 kr. til að eignast einn dollara. Dollarinn hefur verið að veikjast gagnvart evru undanfarið og kostar evran nú þegar þetta er ritað 1,372 dollara sem er hæsta gildi sem evru/dollar krossinn hefur tekið síðan í mars síðastliðnum. Verulega hefur þó hægt á hækkunarferli evru/dollars krossins undanfarið en ekki er talið ólíklegt að evran muni innan skamms kosta 1,4 dollara. Það sem veikir dollarinn er sem fyrr áhyggjur af stöðu efnahagsmála vestanhafs og hægur bati bandaríska hagkerfisins. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi Bandaríkjadollars lækkaði í gær gagnvart öllum helstu myntum og í kjölfarið fór dollarinn niður fyrir 113 krónur. Dollarinn kostar nú þegar þetta er ritað 112,51 kr. og hefur ekki kostað svo lítið síðan í febrúar á síðasta ári. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar hefur nú styrkst um 4% frá því í septemberbyrjun og um 12% frá júníbyrjun. Til upprifjunar kostaði dollarinn fyrir hrun 82 krónur en dýrastur var hann fyrir Íslendinga í árslok 2008 þegar reiða þurfti fram 147 kr. til að eignast einn dollara. Dollarinn hefur verið að veikjast gagnvart evru undanfarið og kostar evran nú þegar þetta er ritað 1,372 dollara sem er hæsta gildi sem evru/dollar krossinn hefur tekið síðan í mars síðastliðnum. Verulega hefur þó hægt á hækkunarferli evru/dollars krossins undanfarið en ekki er talið ólíklegt að evran muni innan skamms kosta 1,4 dollara. Það sem veikir dollarinn er sem fyrr áhyggjur af stöðu efnahagsmála vestanhafs og hægur bati bandaríska hagkerfisins.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent