NBA: Lakers vann fjórða leikinn í röð án Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2010 09:00 Shannon Brown lék vel í forföllum Kobe Bryant. Mynd/AFP Það fór ekki svo að Kobe Bryant snéri aftur í lið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það kom ekki að sök því liðið vann sinn fjórða leik í röð án stórstjörnunnar sinnar. Los Angeles Lakers vann 104-94 sigur á Golden State Warriors þar sem varamaður Kobe Bryant, Shannon Brown, setti nýtt persónulegt met með 27 stigum og 10 fráköstum. Andrew Bynum var með 21 stig og 7 fráköst fyrir lakers í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Anthony Morrow skoraði 23 stig fyrir Golden State.New Jersey Nets vann sjaldséðan sigur þegar liðið vann Charlotte Bobcats 103-94 en þetta var aðeins fimmti sigur liðsins á tímabilinu. Courtney Lee skoraði 21 stig fyrir Nets og Devin Harris bætti við 17 stigum. Gerald Wallace var með 21 stig og 10 fráköst hjá Charlotte.Dallas Mavericks tefldi fram nýjum mönnum á móti Oklahoma City Thunder en það dugði þó skammt. Kevin Durant var með 25 stig og 14 fráköst í 99-86 sigri Oklahoma City. Caron Butler skoraði 13 stig í sínum fyrsta leik með Dallas en Dirk Nowitzki var stigahæstur með 24 stig. Þetta var sjöundi sigur Oklahoma City í röð og 26. leikurinn í röð sem Kevin Durant skorar 25 stig eða meira.Dwyane Wade var með 24 stig í 105-78 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers. Jermaine O'Neal bætti við 20 stigum í þriðja sigri Miami-liðsins í röð.Derrick Rose hitti úr fyrstu 9 skotunum sínum og var með 29 stig í 118-85 stórsigri Chicago Bulls á New York Knicks. Þetta var fjórða tap New York og jafnframt það 13. í 17 leikjum. David Lee var með 24 stig og 12 fráköst fyrir Knicks.Jason Richardson skoraði 27 stig og Amare Stoudemire bætti við 21stigi og 10 fráköstum í 109-95 sigri Phoenix Suns á Memphis Grizzlies en þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum. Steve Nash gaf 16 stoðsendingar í leiknum.Deron Williams var með 17 stig og 15 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 104-95 sigur á Houston Rockets. Mehmet Okur var með 21 stig og Paul Millsap bætti við 20 stigum og 12 fráköstum í 14. sigri Utah í 16 leikjum.Rasheed Wallace og Paul Pierce voru báðir með 17 stig í 95-92 sigri Boston Celtics á Sacramento Kings. Boston var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð og fimm af síðustu átta leikjum sínum.Martell Webster var með 28 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig þegar Portland Trail Blazers vann þægilegan 108-87 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var fimmta tap Los Angeles Clippers í röð og það 9. í síðustu 10 leikjum.Svíinn Jonas Jerebko skoraði 21 stig í 108-85 sigri Detroit Pistons á Minnesota Timberwolves en þetta var þriðji sigur liðsins í fjórum leikjum. Kevin Love var með 22 stig og 15 fráköst hjá Minnesota.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-New Jersey Nets 94-103 Philadelphia 76Ers-Miami Heat 78-105 Detroit Pistons-Minnesota Timberwolves 108-85 Chicago Bulls-New York Knicks 118-85 Memphis Grizzlies-Phoenix Suns 95-109 Oklahoma City Thunder-Dallas Mavericks 99-86 Houston Rockets-Utah Jazz 95-104 Portland Trail Blazers-Los Angeles Clippers 109-87 Sacramento Kings-Boston Celtics 92-95 Los Angeles Lakers-Golden State Warriors 104-94 NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira
Það fór ekki svo að Kobe Bryant snéri aftur í lið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það kom ekki að sök því liðið vann sinn fjórða leik í röð án stórstjörnunnar sinnar. Los Angeles Lakers vann 104-94 sigur á Golden State Warriors þar sem varamaður Kobe Bryant, Shannon Brown, setti nýtt persónulegt met með 27 stigum og 10 fráköstum. Andrew Bynum var með 21 stig og 7 fráköst fyrir lakers í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Anthony Morrow skoraði 23 stig fyrir Golden State.New Jersey Nets vann sjaldséðan sigur þegar liðið vann Charlotte Bobcats 103-94 en þetta var aðeins fimmti sigur liðsins á tímabilinu. Courtney Lee skoraði 21 stig fyrir Nets og Devin Harris bætti við 17 stigum. Gerald Wallace var með 21 stig og 10 fráköst hjá Charlotte.Dallas Mavericks tefldi fram nýjum mönnum á móti Oklahoma City Thunder en það dugði þó skammt. Kevin Durant var með 25 stig og 14 fráköst í 99-86 sigri Oklahoma City. Caron Butler skoraði 13 stig í sínum fyrsta leik með Dallas en Dirk Nowitzki var stigahæstur með 24 stig. Þetta var sjöundi sigur Oklahoma City í röð og 26. leikurinn í röð sem Kevin Durant skorar 25 stig eða meira.Dwyane Wade var með 24 stig í 105-78 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers. Jermaine O'Neal bætti við 20 stigum í þriðja sigri Miami-liðsins í röð.Derrick Rose hitti úr fyrstu 9 skotunum sínum og var með 29 stig í 118-85 stórsigri Chicago Bulls á New York Knicks. Þetta var fjórða tap New York og jafnframt það 13. í 17 leikjum. David Lee var með 24 stig og 12 fráköst fyrir Knicks.Jason Richardson skoraði 27 stig og Amare Stoudemire bætti við 21stigi og 10 fráköstum í 109-95 sigri Phoenix Suns á Memphis Grizzlies en þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum. Steve Nash gaf 16 stoðsendingar í leiknum.Deron Williams var með 17 stig og 15 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 104-95 sigur á Houston Rockets. Mehmet Okur var með 21 stig og Paul Millsap bætti við 20 stigum og 12 fráköstum í 14. sigri Utah í 16 leikjum.Rasheed Wallace og Paul Pierce voru báðir með 17 stig í 95-92 sigri Boston Celtics á Sacramento Kings. Boston var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð og fimm af síðustu átta leikjum sínum.Martell Webster var með 28 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig þegar Portland Trail Blazers vann þægilegan 108-87 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var fimmta tap Los Angeles Clippers í röð og það 9. í síðustu 10 leikjum.Svíinn Jonas Jerebko skoraði 21 stig í 108-85 sigri Detroit Pistons á Minnesota Timberwolves en þetta var þriðji sigur liðsins í fjórum leikjum. Kevin Love var með 22 stig og 15 fráköst hjá Minnesota.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-New Jersey Nets 94-103 Philadelphia 76Ers-Miami Heat 78-105 Detroit Pistons-Minnesota Timberwolves 108-85 Chicago Bulls-New York Knicks 118-85 Memphis Grizzlies-Phoenix Suns 95-109 Oklahoma City Thunder-Dallas Mavericks 99-86 Houston Rockets-Utah Jazz 95-104 Portland Trail Blazers-Los Angeles Clippers 109-87 Sacramento Kings-Boston Celtics 92-95 Los Angeles Lakers-Golden State Warriors 104-94
NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira