Umfjöllun: Njarðvík númeri of stórt fyrir Stjörnuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2010 20:49 Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Mikill hraði í leik beggja liða og menn ófeimnir við að fara upp í þriggja stiga skotin. Jóhann Árni í aðalhlutverki hjá Njarðvík framan af og Jovan hinum megin. Báðir komnir með tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Jovan spilaði reyndar eins og hann væri andsetinn en honum héldu engin bönd. Hann skoraði 17 af 23 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta en heimamenn leiddu eftir hann 23-21. Stjörnumenn héldu Njarðvík í hæfilegri fjarlægð nær allan annan leikhluta. Þá datt Nick Bradford loks í gírinn, sullaði niður tveim þriggja stiga körfum og leikurinn jafnaðist. Eins stigs munur í leikhléi, 45-44, og allt opið. Stjörnumenn voru með 75 prósent skotnýtingu í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Þann hita komu þeir ekki með á völlinn í síðari hálfleik þar sem þeir voru algjörlega meðvitundarlausir í upphafi hálfleiksins. Skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum, voru hikandi í sóknarleik sínum og að taka slæm skot. Njarðvík gekk á lagið og náði fínni forystu, 47-56, en þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur liðsins skánaði nokkuð eftir leikhléið en ekki nóg. Njarðvík með fína forystu fyrir lokaleikhlutann, 58-67. Njarðvíkingar komu funheitir út í lokaleikhlutann, röðuðu niður þriggja stiga körfum í bunkum og í raun kláruðu leikinn. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu en þeir voru einfaldlega slakari en Njarðvíkingar sem eru verðskuldað komnir áfram. Jovan hélt Stjörnunni á floti lengi vel en þegar hann kólnaði steig enginn leikmaður upp hjá Stjörnunni. Shouse átti sína spretti en aðrir leikmenn einfaldlega slakir. Það gengur aldrei upp gegn liði eins og Njarðvík. Það voru aftur á móti margir menn að spila vel hjá Njarðvík. Jóhann Árni sterkur allan leikinn sem og gamli maðurinn Friðrik Stefánsson sem var magnaður. Skoraði meira að segja þriggja stiga körfu. Magnús kom upp í síðari hálfleik og Bradford var drjúgur. Stjarnan-Njarðvík 72-88 Stjarnan: Jovan Zdravevski 23/4 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/10 stoðsendingar, Djorde Pantelic 9/10 fráköst/4 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8, Magnús Helgason 6/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Guðjón Lárusson 2. Njarðvík: Magnús Þór Gunnarsson 20/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 20/6 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 20/9 fráköst, Nick Bradford 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Mikill hraði í leik beggja liða og menn ófeimnir við að fara upp í þriggja stiga skotin. Jóhann Árni í aðalhlutverki hjá Njarðvík framan af og Jovan hinum megin. Báðir komnir með tíu stig áður en leikhlutinn var allur. Jovan spilaði reyndar eins og hann væri andsetinn en honum héldu engin bönd. Hann skoraði 17 af 23 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta en heimamenn leiddu eftir hann 23-21. Stjörnumenn héldu Njarðvík í hæfilegri fjarlægð nær allan annan leikhluta. Þá datt Nick Bradford loks í gírinn, sullaði niður tveim þriggja stiga körfum og leikurinn jafnaðist. Eins stigs munur í leikhléi, 45-44, og allt opið. Stjörnumenn voru með 75 prósent skotnýtingu í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Þann hita komu þeir ekki með á völlinn í síðari hálfleik þar sem þeir voru algjörlega meðvitundarlausir í upphafi hálfleiksins. Skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum, voru hikandi í sóknarleik sínum og að taka slæm skot. Njarðvík gekk á lagið og náði fínni forystu, 47-56, en þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur liðsins skánaði nokkuð eftir leikhléið en ekki nóg. Njarðvík með fína forystu fyrir lokaleikhlutann, 58-67. Njarðvíkingar komu funheitir út í lokaleikhlutann, röðuðu niður þriggja stiga körfum í bunkum og í raun kláruðu leikinn. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu en þeir voru einfaldlega slakari en Njarðvíkingar sem eru verðskuldað komnir áfram. Jovan hélt Stjörnunni á floti lengi vel en þegar hann kólnaði steig enginn leikmaður upp hjá Stjörnunni. Shouse átti sína spretti en aðrir leikmenn einfaldlega slakir. Það gengur aldrei upp gegn liði eins og Njarðvík. Það voru aftur á móti margir menn að spila vel hjá Njarðvík. Jóhann Árni sterkur allan leikinn sem og gamli maðurinn Friðrik Stefánsson sem var magnaður. Skoraði meira að segja þriggja stiga körfu. Magnús kom upp í síðari hálfleik og Bradford var drjúgur. Stjarnan-Njarðvík 72-88 Stjarnan: Jovan Zdravevski 23/4 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/10 stoðsendingar, Djorde Pantelic 9/10 fráköst/4 varin skot, Fannar Freyr Helgason 8, Magnús Helgason 6/6 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Guðjón Lárusson 2. Njarðvík: Magnús Þór Gunnarsson 20/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 20/6 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 20/9 fráköst, Nick Bradford 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira