GM lýkur stærsta hlutafjárútboði sögunnar 18. nóvember 2010 09:11 Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) hefur lokið stærsta hlutafjárútboði sögunnar og er mættur aftur til leiks í kauphöllinni á Wall Street. Alls seldust hlutir fyrir 23,1 milljarða dollara eða um 2.600 milljarða kr. Þar með er þetta útboð um milljarði dollara stærra en útboð Agricultural Bank of China á markaðinum í Hong Kong fyrr í ár en það nam 22,1 milljarði dollara. Í júní í fyrra lá ljóst fyrir að GM myndi lýsa sig gjaldþrota og verða þar með stærsta iðnaðarfyrirtæki í sögu Bandaríkjanna sem slíkt hefur gert. Þá gripu bandarísk stjórnvöld inn í og lögðu GM til 50 milljarða dollara í neyðaraðstoð. Á móti eignaðist hið opinbera 61% hlut í GM. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi fengið 13,6 milljarða dollara í útboðinu nú en talið er að stjórnvöld hafi selt minna en helming af hlut sínum í GM. Verð á hlut í útboðinu nam 33 dollurum. Bloomberg-fréttaveitan hefur reiknað það út að ef stjórnvöld vestan hafs eigi ekki að tapa á neyðaraðstoð sinni þurfi að fást 53 dollara á hlutinn af þeim sem enn eru í eigu hins opinbera. Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) hefur lokið stærsta hlutafjárútboði sögunnar og er mættur aftur til leiks í kauphöllinni á Wall Street. Alls seldust hlutir fyrir 23,1 milljarða dollara eða um 2.600 milljarða kr. Þar með er þetta útboð um milljarði dollara stærra en útboð Agricultural Bank of China á markaðinum í Hong Kong fyrr í ár en það nam 22,1 milljarði dollara. Í júní í fyrra lá ljóst fyrir að GM myndi lýsa sig gjaldþrota og verða þar með stærsta iðnaðarfyrirtæki í sögu Bandaríkjanna sem slíkt hefur gert. Þá gripu bandarísk stjórnvöld inn í og lögðu GM til 50 milljarða dollara í neyðaraðstoð. Á móti eignaðist hið opinbera 61% hlut í GM. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi fengið 13,6 milljarða dollara í útboðinu nú en talið er að stjórnvöld hafi selt minna en helming af hlut sínum í GM. Verð á hlut í útboðinu nam 33 dollurum. Bloomberg-fréttaveitan hefur reiknað það út að ef stjórnvöld vestan hafs eigi ekki að tapa á neyðaraðstoð sinni þurfi að fást 53 dollara á hlutinn af þeim sem enn eru í eigu hins opinbera.
Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira