Webber og Vettel spenntir fyrir Spa 24. ágúst 2010 11:44 Mark Webber á Red Bull er í forystu í stigamótinu. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins, Mark Webber hjá Red Bull segir að ökumönnum hlakki til að takast á við Spa brautina í Belgíu um næstu helgi, sem er uppáhaldsbraut margra keppenda og áhorfenda. "Ég held að það sé ekki neinn ökumaður sem ekki hlakkar til Spa. Þetta er ótrúleg braut að keyra og ég geri ráð fyrir að okkur gangi vel á brautinni. Ég veit ekki hvort það gengur eins vel og í Ungverjalandi, en lið okkar er tilbúið", sagði Webber í frétt á autosport.com. Webber er með 161 stig í stigamóti ökumanna, Lewis Hamilton er með 158, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Fernando Alonso 141. Þessi ökumenn eiga langmestu möguleikanna á meistaratitlinum þegar sjö mót eru eftir. Félagi Webbers, Vettel hjá Red Bull leiddi síðustu keppni, þar til hann gerði mistök fyrir aftan öryggsibílinn og Webber nýtti sér það til fullnustu. "Ég elska Spa og þarna eru margar af bestu beygjunum í Formúlu 1. Við vorum samkeppnisfærir í fyrra, en töpuðum í tímatökunni. Veikleiki okkar er á beinu köflunum og í brekkunum, en ég er samt sem áður bjartsýnn á gott gengi", sagði Vettel. Kimi Raikkönen á Ferrari vann mótið á Spa brautinni í fyrra, en Giancarlo Fisichella á Force India náði óvænt öðru sæti, eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum. Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Forystumaður stigamótsins, Mark Webber hjá Red Bull segir að ökumönnum hlakki til að takast á við Spa brautina í Belgíu um næstu helgi, sem er uppáhaldsbraut margra keppenda og áhorfenda. "Ég held að það sé ekki neinn ökumaður sem ekki hlakkar til Spa. Þetta er ótrúleg braut að keyra og ég geri ráð fyrir að okkur gangi vel á brautinni. Ég veit ekki hvort það gengur eins vel og í Ungverjalandi, en lið okkar er tilbúið", sagði Webber í frétt á autosport.com. Webber er með 161 stig í stigamóti ökumanna, Lewis Hamilton er með 158, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Fernando Alonso 141. Þessi ökumenn eiga langmestu möguleikanna á meistaratitlinum þegar sjö mót eru eftir. Félagi Webbers, Vettel hjá Red Bull leiddi síðustu keppni, þar til hann gerði mistök fyrir aftan öryggsibílinn og Webber nýtti sér það til fullnustu. "Ég elska Spa og þarna eru margar af bestu beygjunum í Formúlu 1. Við vorum samkeppnisfærir í fyrra, en töpuðum í tímatökunni. Veikleiki okkar er á beinu köflunum og í brekkunum, en ég er samt sem áður bjartsýnn á gott gengi", sagði Vettel. Kimi Raikkönen á Ferrari vann mótið á Spa brautinni í fyrra, en Giancarlo Fisichella á Force India náði óvænt öðru sæti, eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum.
Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira