Formúlu 1 Indverjinn Chandook hvergi banginn 25. maí 2010 15:53 Karun Chandook er eini Indverjinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Eini Indverski Formúlu 1 ökumaðurinn, Karun Chandook hræðist ekkert keppinauta um sæti hans hjá Hispania liðinu spænska, sem hóf að keppa á þessu ári. Liðinu hefur ekki gengið vel og rekið lestina á meðan liðsmenn ná tökum á annasömum mótshelgum. Hispania liðið rétt komst í Formúlu 1 í upphafi ársins og von Chandook er að Geoff Wills sem var ráðinn til liðsins nái að hanna góðan bíl fyrir 2011. Annað nýtt lið, Lotus er þegar farið að huga að 2011 bílnum. "Ég horfi til framtíðar. Ef liðið bætir sig vil ég vera hér áfram og ef Geoff fær tækifæri til að smíða góðan bíl fyrir 2011, þá getur hann gert góða hluti", sagði Chandook í samtali við autosport.com Hann segir Geoff Wills vera safna kröftum frá öðrum liðum og vonast eftir meira fjárstreymi til að liðið geti gert betur á næsta ári. "Ég vil vera á góðum stað 2011 og tel að þá búi mikið í liðinu ef Geoff fær rétt tækifæri. Hann er lykillinn að hvert liðið þróast. Ég hef skilað mínu miðað við þann bíl sem ég fæ og eins lengi og ég er fljótari en Bruno (Senna), og ég hef verið það til þessa, þá er það gott fyrir mig." "Christian Klien var látinn keyra bílinn á Spáni og eftir þrjá hringi var ég fljótari en hann, með sama bensínmagn og dekk. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en ég tel að ég sé skila hámarks afköstun á þessum bíl. Það er liðsins að þróa bílinn. Ég get bara gert mitt", sagði Chandook. Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Eini Indverski Formúlu 1 ökumaðurinn, Karun Chandook hræðist ekkert keppinauta um sæti hans hjá Hispania liðinu spænska, sem hóf að keppa á þessu ári. Liðinu hefur ekki gengið vel og rekið lestina á meðan liðsmenn ná tökum á annasömum mótshelgum. Hispania liðið rétt komst í Formúlu 1 í upphafi ársins og von Chandook er að Geoff Wills sem var ráðinn til liðsins nái að hanna góðan bíl fyrir 2011. Annað nýtt lið, Lotus er þegar farið að huga að 2011 bílnum. "Ég horfi til framtíðar. Ef liðið bætir sig vil ég vera hér áfram og ef Geoff fær tækifæri til að smíða góðan bíl fyrir 2011, þá getur hann gert góða hluti", sagði Chandook í samtali við autosport.com Hann segir Geoff Wills vera safna kröftum frá öðrum liðum og vonast eftir meira fjárstreymi til að liðið geti gert betur á næsta ári. "Ég vil vera á góðum stað 2011 og tel að þá búi mikið í liðinu ef Geoff fær rétt tækifæri. Hann er lykillinn að hvert liðið þróast. Ég hef skilað mínu miðað við þann bíl sem ég fæ og eins lengi og ég er fljótari en Bruno (Senna), og ég hef verið það til þessa, þá er það gott fyrir mig." "Christian Klien var látinn keyra bílinn á Spáni og eftir þrjá hringi var ég fljótari en hann, með sama bensínmagn og dekk. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en ég tel að ég sé skila hámarks afköstun á þessum bíl. Það er liðsins að þróa bílinn. Ég get bara gert mitt", sagði Chandook.
Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira