Keflavík í lokaúrslitin eftir sex stiga sigur í Ljónagryfjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2010 18:19 Það var hart barist í Ljónagryfjunni í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum. Keflvíkingar voru með frumkvæðið nær allan leikinn. Baráttuglaðir Njarðvíkingar héldu sér inn í leiknum en náðu aldrei að vinna upp þrettán stiga forskot sem Keflavíkurliðið náði í upphafi annars leikhluta. Draelon Burns innsiglaði sigurinn með þriggja stiga körfu af Njarðvíkurmerkin, langt fyrir utan, þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflavík var aðeins á undan í upphafi og tók síðan frumkvæðið með góðum spretti um miðjan hálfleikinn. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær þriggja stiga körfur og átti hraðaupphlaupsstoðsendingu í millitíðinni og Keflavík breytti stöðunni úr 11-12 í 11-20. Njarðvíkingar voru hinsvegar duglegir í sóknafráköstunum í fyrsta leikhluta og tíu sóknafráköst liðsins áttu mestan þátt í því að liðið var aðeins tveimur stigum undir, 24-26, eftir fyrsta leikhlutann. Friðrik Stefánsson átti glæsilega troðslu í upphafi annars leikhluta og minnkaði með því muninn í tvö stig, 26-28. Í stað þess að kveikja í sínum mönnum með þessum tilþrifum þá fóru Keflvíkingar á mikið flug og skoruðu 11 næstu stig leiksins og komust mest þrettán stigum yfir. Njarðvík skoraði ekki tæpar fjórar mínútur og komust lítið áleiðs gegn sterkri vörn Keflavíkur eins og oft áður í einvíginu. Njarðvík náði góðum kafla í lok annars leikhluta og 8-2 sprettur náði muninum niður í fimm stig, 44-39, en Keflavík fékk víti og svo körfu eftir sóknarfrákast í blálokin og var átta stigum yfir í hálfleik, 47-39. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst mest fjórtán stigum yfir, 62-48 en Magnús Þór Gunnarsson og Egill Jónasson komu grimmir inn af bekknum og komu muninum niður í sex stig, fyrir lokaleikhlutann. Egill átt þarna tvær troðslur og Magnús skoraði 8 stig á stuttum tíma. Gunnar Einarsson skoraði fimm mikilvæg stig fyrir Keflavík í lok leikhlutans og þau vógu þungt þegar Keflavík var að verjast þessu áhlaupi Njarðvíkinga. Keflavík var 69-63 fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar börðust hetjulega í lokaleikhlutanum og náðu að minnka muninn en tókst aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson reyndu allt sem þeir gátu í lokin en Keflvíkingar voru bara of sterkir. Njarðvík-Keflavík 83-89 (39-47) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11, Friðrik E. Stefánsson 7/8 fráköst, Egill Jónasson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Páll Kristinsson 7/7 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 20/6 fráköst, Gunnar Einarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/14 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum. Keflvíkingar voru með frumkvæðið nær allan leikinn. Baráttuglaðir Njarðvíkingar héldu sér inn í leiknum en náðu aldrei að vinna upp þrettán stiga forskot sem Keflavíkurliðið náði í upphafi annars leikhluta. Draelon Burns innsiglaði sigurinn með þriggja stiga körfu af Njarðvíkurmerkin, langt fyrir utan, þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflavík var aðeins á undan í upphafi og tók síðan frumkvæðið með góðum spretti um miðjan hálfleikinn. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær þriggja stiga körfur og átti hraðaupphlaupsstoðsendingu í millitíðinni og Keflavík breytti stöðunni úr 11-12 í 11-20. Njarðvíkingar voru hinsvegar duglegir í sóknafráköstunum í fyrsta leikhluta og tíu sóknafráköst liðsins áttu mestan þátt í því að liðið var aðeins tveimur stigum undir, 24-26, eftir fyrsta leikhlutann. Friðrik Stefánsson átti glæsilega troðslu í upphafi annars leikhluta og minnkaði með því muninn í tvö stig, 26-28. Í stað þess að kveikja í sínum mönnum með þessum tilþrifum þá fóru Keflvíkingar á mikið flug og skoruðu 11 næstu stig leiksins og komust mest þrettán stigum yfir. Njarðvík skoraði ekki tæpar fjórar mínútur og komust lítið áleiðs gegn sterkri vörn Keflavíkur eins og oft áður í einvíginu. Njarðvík náði góðum kafla í lok annars leikhluta og 8-2 sprettur náði muninum niður í fimm stig, 44-39, en Keflavík fékk víti og svo körfu eftir sóknarfrákast í blálokin og var átta stigum yfir í hálfleik, 47-39. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst mest fjórtán stigum yfir, 62-48 en Magnús Þór Gunnarsson og Egill Jónasson komu grimmir inn af bekknum og komu muninum niður í sex stig, fyrir lokaleikhlutann. Egill átt þarna tvær troðslur og Magnús skoraði 8 stig á stuttum tíma. Gunnar Einarsson skoraði fimm mikilvæg stig fyrir Keflavík í lok leikhlutans og þau vógu þungt þegar Keflavík var að verjast þessu áhlaupi Njarðvíkinga. Keflavík var 69-63 fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar börðust hetjulega í lokaleikhlutanum og náðu að minnka muninn en tókst aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson reyndu allt sem þeir gátu í lokin en Keflvíkingar voru bara of sterkir. Njarðvík-Keflavík 83-89 (39-47) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11, Friðrik E. Stefánsson 7/8 fráköst, Egill Jónasson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Páll Kristinsson 7/7 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 20/6 fráköst, Gunnar Einarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/14 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira