Schumacher áminntur fyrir brot á Barrichello 23. október 2010 11:51 Michael Schumacher ekur með Mercedes. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Michael Schumacher fékk áminningu frá dómurum Formúlu 1 mótsins í Suður Kóreu, eftir tímatöku í nótt. Rubens Barrichello taldi að Schumacher hefði hindrað hann í tímatökunni í annarri umferð af þremur. Barrichello taldi sig heppinn að hafa komist áfram í lokaumferðina, en Schumacher og Barrichello voru liðsfélagar hjá Ferrari á árum áður. Dómarar töldu að Scumacher hefði hindrað Barrichello frá beygju 10 til 14 og þeir kappar voru báðir kallaðir á fund dómara. Schumacher fékk áminningu á fundinum segir í frétt á autosport.com. "Ég vill ekki að þetta verði persónulegt. Við höfum átt í vandræðum áður og það henti í Ungverjlandi. Ég er jarðbundinn náungi, sem þýðir að ég ber virðingu fyrir hægum og hröðum bílum. Við getum allir gert mistök og afsökunar", sagði Barrichello í samtali við BBC sem autosport.com vitnar í. "Hann kom bara og afsakaði þetta með því að liðið hefði ekki látið hann vita. En ég var í hröðum hring og menn vita að þeir eru með baksýnisspegla og það er ekki alltaf hægt að treysta á upplýsingar frá liðinu. Ég er leiður yfir þessu, því það var bara heppni að ég komst áfram í þriðju umferð. Hann hægði verulega á mér", sagði Barrichello um Schumacher. Barrichello var þó ánægður að ná tíunda sæti á ráslínu, en hann segir að allt geti gerst í kappakstrinum þar sem bílarnir skrika mikið til á nýrri brautinni, en hún eigi eftir að verða gripmeiri. Hann stefnir á stigasæti. Schumacher varð í níunda sæti í tímatökunni og þeir ræsa því nánast af stað hlið við í kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð Sport í nótt. Útsending hefst kl. 05.30. Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Michael Schumacher fékk áminningu frá dómurum Formúlu 1 mótsins í Suður Kóreu, eftir tímatöku í nótt. Rubens Barrichello taldi að Schumacher hefði hindrað hann í tímatökunni í annarri umferð af þremur. Barrichello taldi sig heppinn að hafa komist áfram í lokaumferðina, en Schumacher og Barrichello voru liðsfélagar hjá Ferrari á árum áður. Dómarar töldu að Scumacher hefði hindrað Barrichello frá beygju 10 til 14 og þeir kappar voru báðir kallaðir á fund dómara. Schumacher fékk áminningu á fundinum segir í frétt á autosport.com. "Ég vill ekki að þetta verði persónulegt. Við höfum átt í vandræðum áður og það henti í Ungverjlandi. Ég er jarðbundinn náungi, sem þýðir að ég ber virðingu fyrir hægum og hröðum bílum. Við getum allir gert mistök og afsökunar", sagði Barrichello í samtali við BBC sem autosport.com vitnar í. "Hann kom bara og afsakaði þetta með því að liðið hefði ekki látið hann vita. En ég var í hröðum hring og menn vita að þeir eru með baksýnisspegla og það er ekki alltaf hægt að treysta á upplýsingar frá liðinu. Ég er leiður yfir þessu, því það var bara heppni að ég komst áfram í þriðju umferð. Hann hægði verulega á mér", sagði Barrichello um Schumacher. Barrichello var þó ánægður að ná tíunda sæti á ráslínu, en hann segir að allt geti gerst í kappakstrinum þar sem bílarnir skrika mikið til á nýrri brautinni, en hún eigi eftir að verða gripmeiri. Hann stefnir á stigasæti. Schumacher varð í níunda sæti í tímatökunni og þeir ræsa því nánast af stað hlið við í kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð Sport í nótt. Útsending hefst kl. 05.30.
Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn