Dregið verði úr áhættunni 19. maí 2010 04:00 Wolfgang Schäuble Fjármálaráðherra Þýskalands svarar spurningum fréttamanna að loknum fundinum í Brussel. nordicphotos/AFP Efnahagsráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær á fundi sínum í Brussel reglur um hert eftirlit með vogunarsjóðum og öðrum áhættufjárfestingum. Samþykktin þykir sýna eindreginn áhuga Evrópusambandsríkjanna á því að setja frekari hömlur á fjármálaviðskipti til að koma í veg fyrir að áhættuviðskipti leiði af sér efnahagshrun á borð við það sem varð haustið 2008. Reglurnar gera framkvæmdastjórum vogunar- og fjárfestingasjóða að skrá sig hjá eftirlitsstofnunum og veita upplýsingar um viðskipti sín. Einnig verður þeim gert að leggja til hliðar fé til að verjast áföllum, með svipuðum hætti og bönkum er gert að gera. Einnig verður þeim ekki sjálfkrafa heimilt að stunda viðskipti utan Evrópusambandsins. Þetta ákvæði eiga Bandaríkjamenn erfitt með að sætta sig við, og hefur Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, meðal annars sagt hættu á því að bandarískir sjóðir verði útilokaðir frá Evrópusambandinu. Endanleg afgreiðsla nýju reglnanna verður þó ekki fyrr en í júlí, en fram að þeim tíma þurfa aðildarríkin að samræma þær reglur sem ráðherraráðið samþykkti í gær og sambærilegar reglur sem Evrópuþingið hefur samþykkt. - gb Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Efnahagsráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær á fundi sínum í Brussel reglur um hert eftirlit með vogunarsjóðum og öðrum áhættufjárfestingum. Samþykktin þykir sýna eindreginn áhuga Evrópusambandsríkjanna á því að setja frekari hömlur á fjármálaviðskipti til að koma í veg fyrir að áhættuviðskipti leiði af sér efnahagshrun á borð við það sem varð haustið 2008. Reglurnar gera framkvæmdastjórum vogunar- og fjárfestingasjóða að skrá sig hjá eftirlitsstofnunum og veita upplýsingar um viðskipti sín. Einnig verður þeim gert að leggja til hliðar fé til að verjast áföllum, með svipuðum hætti og bönkum er gert að gera. Einnig verður þeim ekki sjálfkrafa heimilt að stunda viðskipti utan Evrópusambandsins. Þetta ákvæði eiga Bandaríkjamenn erfitt með að sætta sig við, og hefur Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, meðal annars sagt hættu á því að bandarískir sjóðir verði útilokaðir frá Evrópusambandinu. Endanleg afgreiðsla nýju reglnanna verður þó ekki fyrr en í júlí, en fram að þeim tíma þurfa aðildarríkin að samræma þær reglur sem ráðherraráðið samþykkti í gær og sambærilegar reglur sem Evrópuþingið hefur samþykkt. - gb
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira