Button ætlar að taka áhættu 13. október 2010 16:32 Jenson Button og Lewis Hamilton hjá McLaren eru í slagnum um meistaratitilinn. Mynd: Getty Images Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Button hefði mögulega geta komist á verðlaunapall, ef keppnisáætlun McLaren hefði verið betur útfærð, en hann lauk keppni í fjórða sæti. Hann náði að komast framúr Lewis Hamilton þegar gírkassinn í hans bíl bilaði og þriðji gírinn tapaðist. En hvað segir Button um möguleika sína á titilvörn í síðustu þremur mótunum. "Sá sem er í stigaforystu getur ekki tekið áhættu, en sá sem er á eftir hefur meira sjálfstraust til að vera sókndjarfur. Það er minnu að tapa", sagði Button í umfjöllun á heimasíðu sinni. "Staða mín er ólík miðað við í fyrra og ég hlakka til að berjast við forystumennina, því ég hef engu að tapa. Ef baráttan gengur ekki upp, þá veit ég altént að ég hef gefið allt í þetta. Lukkan fer í hringi og við höfum ekki verið lánsamir undanfarið, þannig að það gæti vel farið svo að þetta snúist okkur í hag á næstunni", sagði Button. Hann er með 189 stig í keppni ökumanna, en fyrir framan hann eru Lewis Hamilton með 192 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206 og efstur er Mark Webber með 220 stig. Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Button hefði mögulega geta komist á verðlaunapall, ef keppnisáætlun McLaren hefði verið betur útfærð, en hann lauk keppni í fjórða sæti. Hann náði að komast framúr Lewis Hamilton þegar gírkassinn í hans bíl bilaði og þriðji gírinn tapaðist. En hvað segir Button um möguleika sína á titilvörn í síðustu þremur mótunum. "Sá sem er í stigaforystu getur ekki tekið áhættu, en sá sem er á eftir hefur meira sjálfstraust til að vera sókndjarfur. Það er minnu að tapa", sagði Button í umfjöllun á heimasíðu sinni. "Staða mín er ólík miðað við í fyrra og ég hlakka til að berjast við forystumennina, því ég hef engu að tapa. Ef baráttan gengur ekki upp, þá veit ég altént að ég hef gefið allt í þetta. Lukkan fer í hringi og við höfum ekki verið lánsamir undanfarið, þannig að það gæti vel farið svo að þetta snúist okkur í hag á næstunni", sagði Button. Hann er með 189 stig í keppni ökumanna, en fyrir framan hann eru Lewis Hamilton með 192 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206 og efstur er Mark Webber með 220 stig.
Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira