Tvöfaldur sigur Red Bull í Japan 10. október 2010 09:09 Sebastian Vettel fagnar sigri á Suzuka brautinni í dag. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum. Vettel var fremstur á ráslínu og Webber við hlið hans, en Pólverjinn Robert Kubica komst framúr honum um tíma, eða þar til að annað afturhjólið sagði skilið við bílinn fljótlega í mótinu. Eftir þetta var Red Bull mönnum aldrei verulega ógnað og Vettel keyrði öruggur í fyrsta sæti í endamark. Það gekk þó á ýmsu í mótinu. Bretinn Lewis Hamilton tapaði dýrmætu sæti til landa síns Jenson Button þegar hann tapaði þriðja gírnum, en tókst þó að landa fimmta sætinu á eftir Button. Undir lok mótsins flaug Þjóðverjinn Nico á Mercdedes harkalega útaf þegar eitthvað brotnaði í bílnum, en hann hafði verið í miklu kappi við Þjóðverjann Michael Schumacher um sæti, en þeir eru liðsfélagar. Heimamaðurinn japanski Kamui Kobayashi á Sauber sýndi skemmtilega takta í brautinni og heillaði heimamenn með hverjum framúrakstrinum á fætur öðrum. Var honum vel fagnað af löndum sínum eftir að hann kom í endmark. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:27.323 2. Webber Red Bull-Renault + 0.905 3. Alonso Ferrari + 2.721 4. Button McLaren-Mercedes + 13.522 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 39.595 6. Schumacher Mercedes + 59.933 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:04:038 8. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:09.648 9. Barrichello Williams-Cosworth + 1:10.846 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:12.806 Stigastaðan 1. Webber 220 1. Red Bull-Renault 426 2. Alonso 206 2. McLaren-Mercedes 381 3. Vettel 206 3. Ferrari 334 4. Hamilton 192 4. Mercedes 176 5. Button 189 5. Renault 133 6. Massa 128 6. Force India-Mercedes 60 7. Rosberg 122 7. Williams-Cosworth 58 8. Kubica 114 8. Sauber-Ferrari 37 9. Schumacher 54 9. Toro Rosso-Ferrari 11 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum. Vettel var fremstur á ráslínu og Webber við hlið hans, en Pólverjinn Robert Kubica komst framúr honum um tíma, eða þar til að annað afturhjólið sagði skilið við bílinn fljótlega í mótinu. Eftir þetta var Red Bull mönnum aldrei verulega ógnað og Vettel keyrði öruggur í fyrsta sæti í endamark. Það gekk þó á ýmsu í mótinu. Bretinn Lewis Hamilton tapaði dýrmætu sæti til landa síns Jenson Button þegar hann tapaði þriðja gírnum, en tókst þó að landa fimmta sætinu á eftir Button. Undir lok mótsins flaug Þjóðverjinn Nico á Mercdedes harkalega útaf þegar eitthvað brotnaði í bílnum, en hann hafði verið í miklu kappi við Þjóðverjann Michael Schumacher um sæti, en þeir eru liðsfélagar. Heimamaðurinn japanski Kamui Kobayashi á Sauber sýndi skemmtilega takta í brautinni og heillaði heimamenn með hverjum framúrakstrinum á fætur öðrum. Var honum vel fagnað af löndum sínum eftir að hann kom í endmark. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:27.323 2. Webber Red Bull-Renault + 0.905 3. Alonso Ferrari + 2.721 4. Button McLaren-Mercedes + 13.522 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 39.595 6. Schumacher Mercedes + 59.933 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:04:038 8. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:09.648 9. Barrichello Williams-Cosworth + 1:10.846 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:12.806 Stigastaðan 1. Webber 220 1. Red Bull-Renault 426 2. Alonso 206 2. McLaren-Mercedes 381 3. Vettel 206 3. Ferrari 334 4. Hamilton 192 4. Mercedes 176 5. Button 189 5. Renault 133 6. Massa 128 6. Force India-Mercedes 60 7. Rosberg 122 7. Williams-Cosworth 58 8. Kubica 114 8. Sauber-Ferrari 37 9. Schumacher 54 9. Toro Rosso-Ferrari 11
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira