Joly skammar Norðmenn fyrir lítinn stuðning við Ísland 15. janúar 2010 10:45 Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, skammar Norðmenn í blaðagrein í dag fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum í Icesave deilunni. Joly segir að Norðmenn beri sögulegar skyldur gagnvart Íslendingum og eigi að uppfylla þær.Í grein sinn, sem birt er í Morgenbladet, fer Joly í grófum dráttum yfir Icesave deiluna og þá þróun sem orðið hefur í málinu á allra síðustu vikum. „Ég hef við fleiri tækifæri undirstrikað að kröfur og aðferðir Breta og Hollendinga í málinu eru yfirdrifnar og ólöglegar," segir Joly og bætir því við að engin þjóð afsali sér 50% af landsframleiðslu sinni af fúsum og frjálsum vilja þegar afleiðingar eru skuldsetning til fleiri áratuga.„Það ætti að vera óhugsandi að ná þessari stöðu fram með þrýstingi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða með notkun á hryðjuverkalögum," segir Joly.Joly segir að Íslendingar beri hluta af ábyrgðinni í málinu. „Íslendingar neita ekki að taka á sig ábyrgðina en óska þess að gera það á skilmálum sem komi þjóðinni ekki á hnéin," segir Joly.Fram kemur í greininni að í ljósi alls þessa sé afstaða Norðmanna til Íslands óskiljanleg. Og afstaðan sé mistök bæði landfræðilega og pólitískt. Ísland sé í lykilstöðu á Norðurslóðum þar sem það ráði yfir miklu hafsvæði og náttúruauðlindum. Landið sé því mikilvægur félagi fyrir Norðmenn.„Við skulum lána Íslandi án skilyrða," er lokasetningin í grein Evu Joly. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, skammar Norðmenn í blaðagrein í dag fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum í Icesave deilunni. Joly segir að Norðmenn beri sögulegar skyldur gagnvart Íslendingum og eigi að uppfylla þær.Í grein sinn, sem birt er í Morgenbladet, fer Joly í grófum dráttum yfir Icesave deiluna og þá þróun sem orðið hefur í málinu á allra síðustu vikum. „Ég hef við fleiri tækifæri undirstrikað að kröfur og aðferðir Breta og Hollendinga í málinu eru yfirdrifnar og ólöglegar," segir Joly og bætir því við að engin þjóð afsali sér 50% af landsframleiðslu sinni af fúsum og frjálsum vilja þegar afleiðingar eru skuldsetning til fleiri áratuga.„Það ætti að vera óhugsandi að ná þessari stöðu fram með þrýstingi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða með notkun á hryðjuverkalögum," segir Joly.Joly segir að Íslendingar beri hluta af ábyrgðinni í málinu. „Íslendingar neita ekki að taka á sig ábyrgðina en óska þess að gera það á skilmálum sem komi þjóðinni ekki á hnéin," segir Joly.Fram kemur í greininni að í ljósi alls þessa sé afstaða Norðmanna til Íslands óskiljanleg. Og afstaðan sé mistök bæði landfræðilega og pólitískt. Ísland sé í lykilstöðu á Norðurslóðum þar sem það ráði yfir miklu hafsvæði og náttúruauðlindum. Landið sé því mikilvægur félagi fyrir Norðmenn.„Við skulum lána Íslandi án skilyrða," er lokasetningin í grein Evu Joly.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira