Hamilton: Tvísýn barátta um titilinn 1. nóvember 2010 16:57 Lewis Hamilton er í þriðja sæti í sitgamóti ökumanna, en tvö mót eru eftir á tímabilinu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Bretinn Lewis Hamilton er einn af fimm sem á enn möguleika á meistaratitili í Formúlu 1, en hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Fernando Alonso og Sebastian Vettel. Þeir keppa í Brasilíu um næstu helgi, þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá Hamilton. Tvö mót eru eftir á tímabilinu. Fyrst er keppt í Brasilíu um helgina og síðan í Abu Dhabi viku síðar. "'Eg virðist alltaf upplifa einstaka hluti í Brasilíu. Á fyrsta ári mínu í Formúlu 1 komst ég í sjöunda sæti eftir baráttu við marga keppendur og tapaði meistaratitilinum. Árið eftir var erfitt mót, en ég náði fimmta sæti í síðasta hringi og vann meistaratitilinn", sagði Hamilton í tilkynningu frá McLaren sem birtist á autosport.com. "Á síðasta ári gekk ekkert í tímatökum. Ég var sautjándi á ráslínu og notðai KERS búnaðinn til að spyrna mér áfram í mótinu og upp í þriðja sæti. Það var eitt mitt besta mót um ævina. Ég vona að mótið í ár verði ekki eins átakamikið...", sagði Hamilton. "Við förum til Brasilíu og vitum að við erum ekki með sneggasta bílinn, en góðan engu að síður. Við erum með öfluga vél og góðan hámarkshraða. Það ætti að gera okkur færi á framúrakstri í fyrstu beygju, sem er trúlega besti staðurinn til að reyna slíkt." "'Ég veit að meistaratitilinn er það sem allir hugsa um núna, en ég hugsa ekki svo mikið um hann. Við verðum að ná hagstæðum úrslitum í Brasilíu til að geta barist um titilinn í Abu Dhabi. Það er í forgangi hjá mér. Hvað sem gerist. Þá verður baráttan tvísýn", sagði Hamilton. Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er einn af fimm sem á enn möguleika á meistaratitili í Formúlu 1, en hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Fernando Alonso og Sebastian Vettel. Þeir keppa í Brasilíu um næstu helgi, þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá Hamilton. Tvö mót eru eftir á tímabilinu. Fyrst er keppt í Brasilíu um helgina og síðan í Abu Dhabi viku síðar. "'Eg virðist alltaf upplifa einstaka hluti í Brasilíu. Á fyrsta ári mínu í Formúlu 1 komst ég í sjöunda sæti eftir baráttu við marga keppendur og tapaði meistaratitilinum. Árið eftir var erfitt mót, en ég náði fimmta sæti í síðasta hringi og vann meistaratitilinn", sagði Hamilton í tilkynningu frá McLaren sem birtist á autosport.com. "Á síðasta ári gekk ekkert í tímatökum. Ég var sautjándi á ráslínu og notðai KERS búnaðinn til að spyrna mér áfram í mótinu og upp í þriðja sæti. Það var eitt mitt besta mót um ævina. Ég vona að mótið í ár verði ekki eins átakamikið...", sagði Hamilton. "Við förum til Brasilíu og vitum að við erum ekki með sneggasta bílinn, en góðan engu að síður. Við erum með öfluga vél og góðan hámarkshraða. Það ætti að gera okkur færi á framúrakstri í fyrstu beygju, sem er trúlega besti staðurinn til að reyna slíkt." "'Ég veit að meistaratitilinn er það sem allir hugsa um núna, en ég hugsa ekki svo mikið um hann. Við verðum að ná hagstæðum úrslitum í Brasilíu til að geta barist um titilinn í Abu Dhabi. Það er í forgangi hjá mér. Hvað sem gerist. Þá verður baráttan tvísýn", sagði Hamilton.
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira