Inter í úrslit Meistaradeildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2010 16:46 Það er fast tekist á eins og sjá má. Lucio rífur hér treyju Zlatans. Það verða Internazionale og FC Bayern sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið en leikurinn fer fram á Santiago Bernabeau í Madrid. Inter tapaði 1-0 fyrir Barcelona í kvöld en þar sem liðið vann fyrri leikinn 3-1 þá er Inter komið í úrslit, 3-2 samanlagt. Það var Pique sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok. Inter var manni færra í 62 mínútur en lifði það af. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og greindi frá helstu atvikum leiksins. Lýsinguna má sjá hér að neðan. Barcelona-Inter 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Gerard Pique (84.). Rautt spjald: Thiago Motta, Inter (28.) 90.+4 mín: Leik lokið og Inter komið í úrslit.90.+2 mín: Bojan skorar en búið að dæma hendi á Toure. Dramatík.90. mín: Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.88. mín: Líf í Barcelona núna. Xavi og Messi báðir með ágæt skot sem voru varin.86. mín: Eto´o fer af velli fyrir Mariga.84. mín: MARK !!! Ja hérna. Pique fær stungu, snýr sér laglega við í teignum og skorar. Loksins líf í þessum leik og spennandi lokamínútur fram undan.82. mín: DAUÐAFÆRI !!! Messi með sendingu í teiginn og Bojan einn á markteig en á ótrúlegan hátt skallaði hann fram hjá markinu. Mark þarna hefði hleypt lífi í lokamínúturnar.82. mín: Diego Milito fer af velli fyrir Ivan Cordoba.80. mín: Það hefur helst borið til tíðinda síðustu 5 mínúturnar að blaðamaður Vísis stóð upp og fékk sér kaffibolla. Tvöfaldur espresso varð fyrir valinu. Veitir ekki af til að halda sér vakandi.75. mín: Barcelona hefur 15 mínútur til þess að skora tvö mörk. Það er ekkert sem bendir til þess að liðið nái því.67. mín: Sneijder fer af velli hjá Inter. Hann hefur ekki tekið neinn þátt í leiknum frekar en aðrir sóknarmenn Inter.62. mín: Sömu leiðindin í gangi. Tíu leikmenn Inter ráða vel við Börsunga. Zlatan fer af velli fyrir Bojan Krkic og Jeffren kemur inn fyrir Busquets. Barca gæti samt líklega komist upp með að hafa aðeins einn varnarmann á vellinum. Svo lítill er sóknaráhugi Inter.54. mín: Leikurinn sem fyrr mikil skák og í raun hrútleiðinlegur. Barca er ekki að fá færi þó svo liðið sé manni fleira.46. mín: Barcelona gerir eina breytingu. Maxwell kemur inn fyrir Milito enda hefur Barca ekkert að gera með fjóra varnarmenn inn á vellinum.Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Barca stýrt ferðinni en Inter varist vel. Það verður eitthvað undan að láta í síðari hálfleik. Barca hefur ekki fengið eitt einasta almennilegt færi í hálfleiknum. Liðið þarf að skora tvö mörk í síðari hálfleik og halda hreinu til þess að komast í úrslitaleikinn.36. mín: Inter reynir að lifa af án þess að fá á sig mark fyrir hlé. Barcelona hefur verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Það segir sína sögu.28. mín: Inter missir mann af velli. Motta ýtir frá í Busquets sem fellur með miklum tilþrifum. Dómarinn fellur í gildruna og gefur Motta rauða spjaldið. Rúmur klukkutíma eftir og Inter manni færri. Nú verður þetta áhugavert.24. mín: Barca gengur aðeins betur að opna vörnina en betur má ef duga skal. Inter hefur ekki áhuga á að hafa boltann, eingöngu á að verjast.16. mín: Það var helst að draga til tíðinda að Inter komst yfir miðju. Það sem skiptir máli fyrir þá er samt að Barca hefur ekki enn skorað.10. mín: Thiago Motta hjá Inter fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Hann var ekki á hættusvæði og spjaldið sendi hann því ekki í bann.6. mín: Varnarleikur Inter er afar þéttur og mjög skipulagður. Barca ekki enn gengið að opna vörnina. Það verður þolinmæðisverk fyrir Evrópumeistarana.2. mín: Barca byrjar að sækja og Inter liggur aftarlega líkt og búist var við. Gríðarleg stemning á vellinum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Xavi, Ibrahimovic, Messi, Keita, Busquets, Pedro, Milito, Toure. Byrjunarlið Inter: Cesar, Zanetti, Lucio, Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev. Meistaradeild Evrópu Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Það verða Internazionale og FC Bayern sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið en leikurinn fer fram á Santiago Bernabeau í Madrid. Inter tapaði 1-0 fyrir Barcelona í kvöld en þar sem liðið vann fyrri leikinn 3-1 þá er Inter komið í úrslit, 3-2 samanlagt. Það var Pique sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok. Inter var manni færra í 62 mínútur en lifði það af. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og greindi frá helstu atvikum leiksins. Lýsinguna má sjá hér að neðan. Barcelona-Inter 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Gerard Pique (84.). Rautt spjald: Thiago Motta, Inter (28.) 90.+4 mín: Leik lokið og Inter komið í úrslit.90.+2 mín: Bojan skorar en búið að dæma hendi á Toure. Dramatík.90. mín: Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.88. mín: Líf í Barcelona núna. Xavi og Messi báðir með ágæt skot sem voru varin.86. mín: Eto´o fer af velli fyrir Mariga.84. mín: MARK !!! Ja hérna. Pique fær stungu, snýr sér laglega við í teignum og skorar. Loksins líf í þessum leik og spennandi lokamínútur fram undan.82. mín: DAUÐAFÆRI !!! Messi með sendingu í teiginn og Bojan einn á markteig en á ótrúlegan hátt skallaði hann fram hjá markinu. Mark þarna hefði hleypt lífi í lokamínúturnar.82. mín: Diego Milito fer af velli fyrir Ivan Cordoba.80. mín: Það hefur helst borið til tíðinda síðustu 5 mínúturnar að blaðamaður Vísis stóð upp og fékk sér kaffibolla. Tvöfaldur espresso varð fyrir valinu. Veitir ekki af til að halda sér vakandi.75. mín: Barcelona hefur 15 mínútur til þess að skora tvö mörk. Það er ekkert sem bendir til þess að liðið nái því.67. mín: Sneijder fer af velli hjá Inter. Hann hefur ekki tekið neinn þátt í leiknum frekar en aðrir sóknarmenn Inter.62. mín: Sömu leiðindin í gangi. Tíu leikmenn Inter ráða vel við Börsunga. Zlatan fer af velli fyrir Bojan Krkic og Jeffren kemur inn fyrir Busquets. Barca gæti samt líklega komist upp með að hafa aðeins einn varnarmann á vellinum. Svo lítill er sóknaráhugi Inter.54. mín: Leikurinn sem fyrr mikil skák og í raun hrútleiðinlegur. Barca er ekki að fá færi þó svo liðið sé manni fleira.46. mín: Barcelona gerir eina breytingu. Maxwell kemur inn fyrir Milito enda hefur Barca ekkert að gera með fjóra varnarmenn inn á vellinum.Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Barca stýrt ferðinni en Inter varist vel. Það verður eitthvað undan að láta í síðari hálfleik. Barca hefur ekki fengið eitt einasta almennilegt færi í hálfleiknum. Liðið þarf að skora tvö mörk í síðari hálfleik og halda hreinu til þess að komast í úrslitaleikinn.36. mín: Inter reynir að lifa af án þess að fá á sig mark fyrir hlé. Barcelona hefur verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Það segir sína sögu.28. mín: Inter missir mann af velli. Motta ýtir frá í Busquets sem fellur með miklum tilþrifum. Dómarinn fellur í gildruna og gefur Motta rauða spjaldið. Rúmur klukkutíma eftir og Inter manni færri. Nú verður þetta áhugavert.24. mín: Barca gengur aðeins betur að opna vörnina en betur má ef duga skal. Inter hefur ekki áhuga á að hafa boltann, eingöngu á að verjast.16. mín: Það var helst að draga til tíðinda að Inter komst yfir miðju. Það sem skiptir máli fyrir þá er samt að Barca hefur ekki enn skorað.10. mín: Thiago Motta hjá Inter fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Hann var ekki á hættusvæði og spjaldið sendi hann því ekki í bann.6. mín: Varnarleikur Inter er afar þéttur og mjög skipulagður. Barca ekki enn gengið að opna vörnina. Það verður þolinmæðisverk fyrir Evrópumeistarana.2. mín: Barca byrjar að sækja og Inter liggur aftarlega líkt og búist var við. Gríðarleg stemning á vellinum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Xavi, Ibrahimovic, Messi, Keita, Busquets, Pedro, Milito, Toure. Byrjunarlið Inter: Cesar, Zanetti, Lucio, Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira