Engar liðsskipanir hjá Red Bull í titilslag Webbers og Vettels 27. október 2010 17:24 Adrian Newey aðalhönnuður Red Bull, Sebastian Vettel, Mark Webber og Christian Horner, yfirmaður liðsins. Mynd: Getty Images/Vladimir Rys Christian Horner, yfirmaður Red Bull segir að liðsskipunum verði ekki beitt hjá liðinu til að hygla að Mark Webber umfram Sebastian Vettel í tveimur síðustu Formúlu 1 mótum ársins. Jafnvel þó Webber sé nær Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna og eigi þannig meiri möguleika á titllinum. Alonso er efstur að stigum með 231 stig, Webber er með 220, Lewis Hamilton hjá McLaren 201, Vettel 206 og Jenson Button hjá McLaren 189. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og við munum styðja báða ökumenn jafnt í samræmi við siðareglur Red Bull í íþróttum", sagði Horner á vefsíðu Red Bull samkvæmt frétt á autosport.com. Webber og Vettel féllu báðir úr leik í Suður Kóreu. Webber keyrði á varnarvegg og í veg fyrir Nico Rosberg á Mercedes og báðir féllu úr keppni. Þá bilaði vélin hjá Sebastian Vettel og Renault hefur beðið afsökunar á að það skyldi gerast í hita leiksins. "Við sáum í Kóreu að það er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist hjá ökumönnunum fimm sem eru í samkeppni um titilinn. Þegar tíu hringir voru eftir þá var Sebastian á leið að ná forystu í stigamótinu, en Alonso náði því í hans stað vegna óheppni okkar", sagði Horner. "Þetta var braut sem við vorum búnir að spá að myndi ekki henta okkur, en samt náðum við fyrsta og öðru sæti í tímatökum og eyddum öllum áhyggjum af því að bíllinn yrði ekki góður í rigningu." "Keppnisáætlun okkar og þjónustuhlé voru fyrsta flokks og Sebastian var að gera góða hluti í forystuhlutverkinu. Útkoman var vonbrigði og það var höfðinglegt af Renault að afsaka bilunina opinberlega. En við vinnum saman sem lið og töpum saman og mætum tvíelfdir til leiks í Brasilíu", sagði Horner. Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull segir að liðsskipunum verði ekki beitt hjá liðinu til að hygla að Mark Webber umfram Sebastian Vettel í tveimur síðustu Formúlu 1 mótum ársins. Jafnvel þó Webber sé nær Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna og eigi þannig meiri möguleika á titllinum. Alonso er efstur að stigum með 231 stig, Webber er með 220, Lewis Hamilton hjá McLaren 201, Vettel 206 og Jenson Button hjá McLaren 189. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og við munum styðja báða ökumenn jafnt í samræmi við siðareglur Red Bull í íþróttum", sagði Horner á vefsíðu Red Bull samkvæmt frétt á autosport.com. Webber og Vettel féllu báðir úr leik í Suður Kóreu. Webber keyrði á varnarvegg og í veg fyrir Nico Rosberg á Mercedes og báðir féllu úr keppni. Þá bilaði vélin hjá Sebastian Vettel og Renault hefur beðið afsökunar á að það skyldi gerast í hita leiksins. "Við sáum í Kóreu að það er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist hjá ökumönnunum fimm sem eru í samkeppni um titilinn. Þegar tíu hringir voru eftir þá var Sebastian á leið að ná forystu í stigamótinu, en Alonso náði því í hans stað vegna óheppni okkar", sagði Horner. "Þetta var braut sem við vorum búnir að spá að myndi ekki henta okkur, en samt náðum við fyrsta og öðru sæti í tímatökum og eyddum öllum áhyggjum af því að bíllinn yrði ekki góður í rigningu." "Keppnisáætlun okkar og þjónustuhlé voru fyrsta flokks og Sebastian var að gera góða hluti í forystuhlutverkinu. Útkoman var vonbrigði og það var höfðinglegt af Renault að afsaka bilunina opinberlega. En við vinnum saman sem lið og töpum saman og mætum tvíelfdir til leiks í Brasilíu", sagði Horner.
Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira