Reuters: Actavis í kjörstöðu að eignast Ratiopharm 2. febrúar 2010 18:22 Í nýrri frétt á Reuters kemur fram að Actavis sé nú komið í kjörstöðu til að eignast þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Bandaríski lyfjarisinn Pfizer sé dottinn út úr kaupferlinu og Teva frá Ísrael ætli sér í mikinn niðurskurð á starfsfólki í Þýskalandi sem hugnist ekki eigendum Ratiopharm Reuters hefur heimildir fyrir því að kaupin á Ratiopharm séu nú orðin að kapphlaupi milli Actavis og Teva. Actavis er með sænska fjárfestingarsjóðinn EQT sem bakhjarl en sá sjóður er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar í Svíþjóð. Þá mun Deutsche Bank, aðal lánadrottinn Actavis, hafa lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignast Ratiopharm. Augljóst er að Teva hefur mun meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis, þrátt fyrir stuðing Wallenberg fjölskyldunnar, enda er Teva stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins. Hinsvegar hefur kvisast út að Teva hyggur á fjöldauppsagnir í borginni Ulm þar sem höfuðstöðvar Ratiopharm eru. Þetta mun víst standa þversum í kokinu á Merckle-fjölskyldunni sem á Ratiopharm. Á móti þessu hefur Actavis, að sögn Reuters, skuldbundið sig til þess að halda störfunum í Ulm ef svo fari að Actavis kaupi Ratiopharm. Það þykir einnig hafa styrkt stöðu Actavis að fyrirtækið hefur ráðið Claudio Albrecht sem ráðgjafa sinn við kaupin. Albercht er fyrrverandi forstjóri Ratiopharm. Eins og áður hefur komið fram fer Merckle fjölskyldan fram á 3 milljarða evra sem lágmarksverð fyrir Ratiopharm. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í nýrri frétt á Reuters kemur fram að Actavis sé nú komið í kjörstöðu til að eignast þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Bandaríski lyfjarisinn Pfizer sé dottinn út úr kaupferlinu og Teva frá Ísrael ætli sér í mikinn niðurskurð á starfsfólki í Þýskalandi sem hugnist ekki eigendum Ratiopharm Reuters hefur heimildir fyrir því að kaupin á Ratiopharm séu nú orðin að kapphlaupi milli Actavis og Teva. Actavis er með sænska fjárfestingarsjóðinn EQT sem bakhjarl en sá sjóður er í eigu Wallenberg fjölskyldunnar í Svíþjóð. Þá mun Deutsche Bank, aðal lánadrottinn Actavis, hafa lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignast Ratiopharm. Augljóst er að Teva hefur mun meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis, þrátt fyrir stuðing Wallenberg fjölskyldunnar, enda er Teva stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins. Hinsvegar hefur kvisast út að Teva hyggur á fjöldauppsagnir í borginni Ulm þar sem höfuðstöðvar Ratiopharm eru. Þetta mun víst standa þversum í kokinu á Merckle-fjölskyldunni sem á Ratiopharm. Á móti þessu hefur Actavis, að sögn Reuters, skuldbundið sig til þess að halda störfunum í Ulm ef svo fari að Actavis kaupi Ratiopharm. Það þykir einnig hafa styrkt stöðu Actavis að fyrirtækið hefur ráðið Claudio Albrecht sem ráðgjafa sinn við kaupin. Albercht er fyrrverandi forstjóri Ratiopharm. Eins og áður hefur komið fram fer Merckle fjölskyldan fram á 3 milljarða evra sem lágmarksverð fyrir Ratiopharm.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira