Sex töp í átta leikjum hjá Boston 8. janúar 2009 09:39 Yao Ming og félagar sóttu sigur til Boston AP Meistarar Boston Celtics töpuðu enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar þeir fengu Houston Rockets í heimsókn. Houston hafði líka átt í vandræðum í síðustu leikjum en sigraði 89-85. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston rétt eins og Paul Pierce í liði heimamanna, en Boston hefur nú tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir 19 leikja sigurgöngu. Þegar sagan er skoðuð má reyndar sjá að mörg af þeim liðum sem hafa náð í kring um 20 leikja sigurgöngum hafa oftar en ekki átt erfitt uppdráttar þegar þau loks töpuðu. Þannig tapaði Houston einmitt 5 af næstu 8 leikjum sínum eftir að það vann 22 leiki í röð á síðustu leiktíð, en það var næstlengsta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Chris Paul reynir að verja skot frá Deron Williams í nóttAP Ólympíufararnir Deron Williams og Chris Paul háðu ellefta einvígi sitt á ferlinum sem atvinnumenn þegar lið þeirra Utah og New Orleans mættust í Salt Lake City. Deron Williams mætti veikur til leiks og skoraði aðeins 8 stig og gaf 8 stoðsendingar en það kom ekki að sök því Utah vann auðveldan sigur 116-90. Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans en Paul Millsap skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah. Deron Williams hefur haft betur í 9 af 11 viðureignum þeirra félaga, sem almennt eru álitnir bestu ungu leikstjórnendur deildarinnar. Orlando hafði betur gegn Atlanta á útivelli í uppgjöri tveggja liða sem eru á mikilli uppleið í Austurdeildinni. Dwight Howard var frábær að venju hjá Orlando og skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst, en Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Cleveland burstaði Charlotte 111-81. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland en Raymond Felton 15 fyrir Charlotte. Toronto lagði Washington úti 99-93. Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison 32 fyrir Washington. New Jersey skellti Memphis á heimavelli 100-89. OJ Mayo skoraði 26 stig fyrir Memphis en Vince Carter skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá New Jersey. Danny Granger og Mike Dunleavy fagna flautukörfu þess fyrrnefnda í sigrinum á PhoenixAP Denver vann fimmta leikinn í röð þegar það lagði Miami 108-97. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami en Linas Kleiza og Chauncey Billups skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver, sem lék án Carmelo Anthony sem er meiddur næstu vikurnar. Philadelphia lagði Milwaukee á útivelli 110-105. Andre Miller skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia en Richard Jefferson skoraði 27 fyrir Milwaukee. Indiana vann nokkuð óvæntan útisigur á Phoenix 113-110. Danny Granger skoraði sigurkörfu Indiana um leið og lokaflautið gall. Granger skoraði 37 stig fyrir Indiana en Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix. Portland vann naumam heimasigur á Detroit 84-83. Tayshaun Prince skoraði 26 stig fyrir Detroit en LaMarcus Aldridge var með 26 hjá heimamönnum.Þá vann LA Lakers sigur á Golden State á útivelli 114-106. Pau Gasol skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Lakers en Jamal Crawford var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State. NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Meistarar Boston Celtics töpuðu enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar þeir fengu Houston Rockets í heimsókn. Houston hafði líka átt í vandræðum í síðustu leikjum en sigraði 89-85. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston rétt eins og Paul Pierce í liði heimamanna, en Boston hefur nú tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir 19 leikja sigurgöngu. Þegar sagan er skoðuð má reyndar sjá að mörg af þeim liðum sem hafa náð í kring um 20 leikja sigurgöngum hafa oftar en ekki átt erfitt uppdráttar þegar þau loks töpuðu. Þannig tapaði Houston einmitt 5 af næstu 8 leikjum sínum eftir að það vann 22 leiki í röð á síðustu leiktíð, en það var næstlengsta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Chris Paul reynir að verja skot frá Deron Williams í nóttAP Ólympíufararnir Deron Williams og Chris Paul háðu ellefta einvígi sitt á ferlinum sem atvinnumenn þegar lið þeirra Utah og New Orleans mættust í Salt Lake City. Deron Williams mætti veikur til leiks og skoraði aðeins 8 stig og gaf 8 stoðsendingar en það kom ekki að sök því Utah vann auðveldan sigur 116-90. Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans en Paul Millsap skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah. Deron Williams hefur haft betur í 9 af 11 viðureignum þeirra félaga, sem almennt eru álitnir bestu ungu leikstjórnendur deildarinnar. Orlando hafði betur gegn Atlanta á útivelli í uppgjöri tveggja liða sem eru á mikilli uppleið í Austurdeildinni. Dwight Howard var frábær að venju hjá Orlando og skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst, en Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Cleveland burstaði Charlotte 111-81. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland en Raymond Felton 15 fyrir Charlotte. Toronto lagði Washington úti 99-93. Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison 32 fyrir Washington. New Jersey skellti Memphis á heimavelli 100-89. OJ Mayo skoraði 26 stig fyrir Memphis en Vince Carter skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá New Jersey. Danny Granger og Mike Dunleavy fagna flautukörfu þess fyrrnefnda í sigrinum á PhoenixAP Denver vann fimmta leikinn í röð þegar það lagði Miami 108-97. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami en Linas Kleiza og Chauncey Billups skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver, sem lék án Carmelo Anthony sem er meiddur næstu vikurnar. Philadelphia lagði Milwaukee á útivelli 110-105. Andre Miller skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia en Richard Jefferson skoraði 27 fyrir Milwaukee. Indiana vann nokkuð óvæntan útisigur á Phoenix 113-110. Danny Granger skoraði sigurkörfu Indiana um leið og lokaflautið gall. Granger skoraði 37 stig fyrir Indiana en Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix. Portland vann naumam heimasigur á Detroit 84-83. Tayshaun Prince skoraði 26 stig fyrir Detroit en LaMarcus Aldridge var með 26 hjá heimamönnum.Þá vann LA Lakers sigur á Golden State á útivelli 114-106. Pau Gasol skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Lakers en Jamal Crawford var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State.
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira