McLaren og Ferrari ná sáttum 3. febrúar 2009 10:39 McLaren og Ferrari hyggjast berjast í brautinni en vinna saman utan hennar að vexti Formúlu 1. mynd: kappakstur.is Njónsamálið á milli McLaren og Ferrari var mikið í umræðunni árið 2007 og logaði allt í deilum á milli liðanna. En á táknrænan hátt hafa liðin sem hvað harðast deildu og kepptu náð sáttum. Það var staðfest á táknrænan hátt þegar McLaren bauð Luca Colajanni í höfuðstöðvar McLaren liðsins í Woking í Surrey í Englandi. Hann er blaðafulltrúi Ferrari. "Það var óneitanlega skrítinn tilfinning að vera í húsakynnum McLaren", sagði Coljanni, sem er eins rauður Ferrari maður og hugsast getur. En boðið er tímanna tákn og vitnar til um að Formúlu 1 lið hyggjast vinna saman að uppgangi íþróttarinnar næstu árin. Segja má að efnahagskreppann hafi þétt ósamstæðan hóp saman og forráðamenn Formúlu 1 liða hafa stofnað sérstök hagsmunasamtök sem kallast FOTA. "Við sofum ekki á verðnum og munum sækja fram veginn. Við munum vinna saman að vexti Formúlu 1, koma með tillögur að nýjungum til að bæta íþróttina fyrir áhorfendur, gera hana umhverfisvænni og betri sem sjónvarpsefni", sagði Ron Dennis hjá McLaren. FIA birtir á næstunni ítarlega skoðanakönnun um það hvað áhorfendum finnst að betur megi fara varðandi mótshald og sjónvarpsmál. FOTA mun taka mið af þeirri niðurstöðu í gerð tillagna ásamt FIA: Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Njónsamálið á milli McLaren og Ferrari var mikið í umræðunni árið 2007 og logaði allt í deilum á milli liðanna. En á táknrænan hátt hafa liðin sem hvað harðast deildu og kepptu náð sáttum. Það var staðfest á táknrænan hátt þegar McLaren bauð Luca Colajanni í höfuðstöðvar McLaren liðsins í Woking í Surrey í Englandi. Hann er blaðafulltrúi Ferrari. "Það var óneitanlega skrítinn tilfinning að vera í húsakynnum McLaren", sagði Coljanni, sem er eins rauður Ferrari maður og hugsast getur. En boðið er tímanna tákn og vitnar til um að Formúlu 1 lið hyggjast vinna saman að uppgangi íþróttarinnar næstu árin. Segja má að efnahagskreppann hafi þétt ósamstæðan hóp saman og forráðamenn Formúlu 1 liða hafa stofnað sérstök hagsmunasamtök sem kallast FOTA. "Við sofum ekki á verðnum og munum sækja fram veginn. Við munum vinna saman að vexti Formúlu 1, koma með tillögur að nýjungum til að bæta íþróttina fyrir áhorfendur, gera hana umhverfisvænni og betri sem sjónvarpsefni", sagði Ron Dennis hjá McLaren. FIA birtir á næstunni ítarlega skoðanakönnun um það hvað áhorfendum finnst að betur megi fara varðandi mótshald og sjónvarpsmál. FOTA mun taka mið af þeirri niðurstöðu í gerð tillagna ásamt FIA:
Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira