Brawn bjartsýnn fyrir Mónakó 19. maí 2009 08:04 Formúlu 1 bílar þeysa um höfnina í Mónakó og listisnekkjur ríka fólksins fylla höfnina. Mynd: Getty Images Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins er bjartsýnn fyrir Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. Lið hans leiðir meistarakeppni ökumanna og bílasmiða, en mótið í Mónakó er það sjötta á árinu. Brawn liðið hefur unnið 4 mót af 5 á árinu, en 17 mót fara fram. Bretinn Lewis Hamilton vann keppnina í Mónakó í fyrra í grenjandi rigningu. Keppnin á götum Mónakó er mjög vinsæl í sjónvarpi, þrátt fyrir að keppnin sé sú hægasta á árinu. Ákveðinn sjarmi hvílir yfir mótshaldinu og kvikmyndastjörnur mæta á svæðið frá kvikmyndahátiðinni í Cannes. "Mótið er mjög sérstakt og óútreiknanlegt og menn verða að halda vöku sinni. Það er lítið pláss til að athafna sig, hvort sem um ræðir þjónustusvæðin eða brautina sjálfa. Þetta er stressandi mót", sagði Brawn. "Það má engin mistök gera í akstri, hvort sem um ræðir æfingar, tímatöku eða keppni. Það gerir keppnina svo spennandi. Ég tel að bílar okkar muni virka vel í Mónakó, þar sem brautin er krókótt og bíllinn lætur vel af stjórn." "Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello eru nákvæmir ökumenn og markmið beggja verður að reyna að ná sem fremstum stað á ráslínu. Það er lykill að góðum árangri í Mónakó", sagði Brawn. Sérstakur upphitunarþáttur verður fyrir Mónakó kappaksturinn á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00 og sýnt verður frá æfingum strax að honum loknum. Sjá brautarlýsingu frá Mónalkó Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins er bjartsýnn fyrir Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. Lið hans leiðir meistarakeppni ökumanna og bílasmiða, en mótið í Mónakó er það sjötta á árinu. Brawn liðið hefur unnið 4 mót af 5 á árinu, en 17 mót fara fram. Bretinn Lewis Hamilton vann keppnina í Mónakó í fyrra í grenjandi rigningu. Keppnin á götum Mónakó er mjög vinsæl í sjónvarpi, þrátt fyrir að keppnin sé sú hægasta á árinu. Ákveðinn sjarmi hvílir yfir mótshaldinu og kvikmyndastjörnur mæta á svæðið frá kvikmyndahátiðinni í Cannes. "Mótið er mjög sérstakt og óútreiknanlegt og menn verða að halda vöku sinni. Það er lítið pláss til að athafna sig, hvort sem um ræðir þjónustusvæðin eða brautina sjálfa. Þetta er stressandi mót", sagði Brawn. "Það má engin mistök gera í akstri, hvort sem um ræðir æfingar, tímatöku eða keppni. Það gerir keppnina svo spennandi. Ég tel að bílar okkar muni virka vel í Mónakó, þar sem brautin er krókótt og bíllinn lætur vel af stjórn." "Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello eru nákvæmir ökumenn og markmið beggja verður að reyna að ná sem fremstum stað á ráslínu. Það er lykill að góðum árangri í Mónakó", sagði Brawn. Sérstakur upphitunarþáttur verður fyrir Mónakó kappaksturinn á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00 og sýnt verður frá æfingum strax að honum loknum. Sjá brautarlýsingu frá Mónalkó
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira