Þriggja manna titilbarátta í dag 18. október 2009 09:34 Rubens Barrichello er fremstur á ráslínu, en Mark Webber og Adrian Sutil eru honum næstir. mynd: Getty Images Formúlu 1 mótið í Brasilíu fer fram í dag og berjast þrír ökumenn um meistaratitilinn. Rubens Barrichello er einn þeirra og er fremstur á ráslínu á meðan helstu keppinautar hans eru í fjórtánda og fimmtánda sæti. Barrichello getur því sótt á Jenson Button sem er með 14 stiga forskot á hann og 16 á Vettel. Barrichello er í kjörstöðu að láta að sér kveðja, en tímatakan í gær tafðist um 2 tíma vegna rigningar og spáð er erfiðum veðurskilyrðum í dag. Jafnvel þrumuveðri, en kappaksturinn er í beinni útsendingu kl. 15.30 á Stöð 2 Sport. "Þetta er sérstakur dagur. Bíllinn var góður í þurru og rigningu og menn voru að beita alskyns taktík til að ná árangri við erfiðar aðstæður. Ég keyrði snilldarvel og þó ég sé með minna bensín en keppinautarnir. Ég vildi vera fremstur og ráða hraðanum í upphafi móts", sagði Barrichello. Barrichello var með alla fjölskyldu sína á staðnum og tvo unga syni sem fögnuðu mjög. "Ég er mjög svekktur að vera í þessari stöðu og Barrichello er fremstur. appaksturinn verður spennandi og ég verð að keyra eins og andskotinn sé á eftir mér. Ég vil ekki bara ná í örfá stig, ég verð að standa mig vel. Ég mun berjast og það munu fleiri gera í kringum mig. Það er ómögulegt að spáí veðrið hérna, en ég vona að það verði þurrt svo það verði auðveldara að fara framúr. Brautin býður upp á það", sagði Button. "Ég var bara óheppinn og lenti í mikilli traffík þegar aðstæður voru sem bestar og gat ekki bætt mig. Svona er lífið, en ég var reiður eftir tímatökuna. Það hefði verið betra að ræsa af stað af fremsta stað á ráslínu, en ég verð að sætta mig við stöðuna. En menn hafa landað sigri, þó þeir hafi lent aftarlega á ráslínu. En það verður erfitt. Svona er bara lífið", sagði Vettel. Sjá brautarlýsingu or rásröðina Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 mótið í Brasilíu fer fram í dag og berjast þrír ökumenn um meistaratitilinn. Rubens Barrichello er einn þeirra og er fremstur á ráslínu á meðan helstu keppinautar hans eru í fjórtánda og fimmtánda sæti. Barrichello getur því sótt á Jenson Button sem er með 14 stiga forskot á hann og 16 á Vettel. Barrichello er í kjörstöðu að láta að sér kveðja, en tímatakan í gær tafðist um 2 tíma vegna rigningar og spáð er erfiðum veðurskilyrðum í dag. Jafnvel þrumuveðri, en kappaksturinn er í beinni útsendingu kl. 15.30 á Stöð 2 Sport. "Þetta er sérstakur dagur. Bíllinn var góður í þurru og rigningu og menn voru að beita alskyns taktík til að ná árangri við erfiðar aðstæður. Ég keyrði snilldarvel og þó ég sé með minna bensín en keppinautarnir. Ég vildi vera fremstur og ráða hraðanum í upphafi móts", sagði Barrichello. Barrichello var með alla fjölskyldu sína á staðnum og tvo unga syni sem fögnuðu mjög. "Ég er mjög svekktur að vera í þessari stöðu og Barrichello er fremstur. appaksturinn verður spennandi og ég verð að keyra eins og andskotinn sé á eftir mér. Ég vil ekki bara ná í örfá stig, ég verð að standa mig vel. Ég mun berjast og það munu fleiri gera í kringum mig. Það er ómögulegt að spáí veðrið hérna, en ég vona að það verði þurrt svo það verði auðveldara að fara framúr. Brautin býður upp á það", sagði Button. "Ég var bara óheppinn og lenti í mikilli traffík þegar aðstæður voru sem bestar og gat ekki bætt mig. Svona er lífið, en ég var reiður eftir tímatökuna. Það hefði verið betra að ræsa af stað af fremsta stað á ráslínu, en ég verð að sætta mig við stöðuna. En menn hafa landað sigri, þó þeir hafi lent aftarlega á ráslínu. En það verður erfitt. Svona er bara lífið", sagði Vettel. Sjá brautarlýsingu or rásröðina
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira