Mikki mús verður ofurhetja í tölvuleik 4. nóvember 2009 04:00 x Áttatíu árum eftir að Mikki Mús var kynntur til sögunnar á hvíta tjaldinu hefur honum verið úthlutað aðalhlutverkinu í tölvuleik, Epic Mickey, sem settur verður á markað fyrir Wii-leikjatölvur Nintendo á næsta ári. Vonir framleiðendanna standa til þess að Mikki verði jafn kunn tölvuleikjahetja og Mario-bræðurnir. Höfundur leiksins, Warren Spector, segir í samtali við breska blaðið Guardian að Mikki hafi verið tekinn af heimavelli sínum, teiknimyndaheiminum, og inn í heim leiksins, Eyðiland teiknimyndanna (Cartoon wasteland). Spector dásamar innblásturinn sem heimur Disney-teiknimyndahetjanna veitir en í leiknum er Mikki á ferð um Eyðilandið þar sem fallnar hetjur teiknimyndanna búa. Oswald, heppna kanínan, fyrsta teiknimyndapersónan sem Walt Disney skapaði, er meðal persóna í leiknum. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Áttatíu árum eftir að Mikki Mús var kynntur til sögunnar á hvíta tjaldinu hefur honum verið úthlutað aðalhlutverkinu í tölvuleik, Epic Mickey, sem settur verður á markað fyrir Wii-leikjatölvur Nintendo á næsta ári. Vonir framleiðendanna standa til þess að Mikki verði jafn kunn tölvuleikjahetja og Mario-bræðurnir. Höfundur leiksins, Warren Spector, segir í samtali við breska blaðið Guardian að Mikki hafi verið tekinn af heimavelli sínum, teiknimyndaheiminum, og inn í heim leiksins, Eyðiland teiknimyndanna (Cartoon wasteland). Spector dásamar innblásturinn sem heimur Disney-teiknimyndahetjanna veitir en í leiknum er Mikki á ferð um Eyðilandið þar sem fallnar hetjur teiknimyndanna búa. Oswald, heppna kanínan, fyrsta teiknimyndapersónan sem Walt Disney skapaði, er meðal persóna í leiknum.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira