Heima Bergsteinn Sigurðsson skrifar 7. ágúst 2009 00:01 Stundum fær maður óvæntar en hressilegar áminningar um hvað skiptir máli í lífinu. Á dögunum gafst mér tækifæri til að heimsækja þá ágætu borg Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Seattle er græn og fögur og státar að mörgu leyti af merkilegri sögu; hún er til dæmis heimaborg Jimi Hendrix, Nirvana og gruggrokksins, útvarpssálfræðingsins Fraisers og spítalasápunnar Grey's Anatomy, netverslunarinnar Amazon, kaffikeðjunnar Starbucks, og síðast en ekki síst Bills Gates, stofnanda Microsoft og ríkasta manns í heimi. Bill Gates hefur það gott. Við Washington-vatn hefur hann byggt sér gríðarstórt hús inn í skógi vaxna hlíð. Hann er með um hundrað manns í vinnu á heimili sínu, þar á meðal vopnaða verði sem sjá til þess að forvitnir ferðamenn spilli ekki friðhelgi einkalífsins. Að sögn þeirra sem lóðsuðu mig um borgina hefur hann jafnvel samið við borgaryfirvöld um að þegar hann fer í bíltúr eru umferðarljósin stillt sérstaklega svo hann lendi aldrei á rauðu ljósi. Í Seattle má hins vegar finna óvenjulegan minnisvarða um manneskju sem var ekki merkileg vegna þess að hún átti mikla peninga, heldur einmitt fyrir að eiga þá ekki. Kona þessi, Edith Macefield, bjó í litlu einbýlishúsi í smáhúsaþyrpingu. Dag einn keypti verktaki upp allar lóðirnar og ruddi niður húsunum því hann vantaði stað til að geyma ruslabílana sína. Sú gamla þráaðist hins vegar við og neitaði að selja. Árum saman bjó hún því í húsinu sínu innan um tugi ruslabíla. Nokkrum árum síðar keypti annar stórverktaki lóðirnar af kollega sínum í sorphirðunni. Sá vildi reisa risavaxna líkamsræktarstöð á planinu. Til þess þurfti hann bara að rífa litla húsið sem eftir stóð. Hann bauð þeirri gömlu 100 þúsund dollara. Hún afþakkaði. Þá bauð hann 500 þúsund dollara. Ekki séns. Að lokum bauð hann eina milljón dollara og fékk þá þvert og endanlegt nei. Afleiðinguna má sjá í Seattle í dag: Risavaxna, ferkantaða líkamsræktarstöð með oggulitlu skoti þar sem litla einbýlishúsið stendur enn. Ég hef einu sinni áður séð svona arkitektúr. Í Andrésblaði. Edith gamla dó í fyrra og merkilegt nokk arfleiddi hún verktakann að litla húsinu. Hann hefur víst fallist á að það fái að standa áfram. Sem er vel, því þetta hús er fágætur minnisvarði um mun merkilegra ríkidæmi en það sem getur keypt mann undan rauðum umferðarljósum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Stundum fær maður óvæntar en hressilegar áminningar um hvað skiptir máli í lífinu. Á dögunum gafst mér tækifæri til að heimsækja þá ágætu borg Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Seattle er græn og fögur og státar að mörgu leyti af merkilegri sögu; hún er til dæmis heimaborg Jimi Hendrix, Nirvana og gruggrokksins, útvarpssálfræðingsins Fraisers og spítalasápunnar Grey's Anatomy, netverslunarinnar Amazon, kaffikeðjunnar Starbucks, og síðast en ekki síst Bills Gates, stofnanda Microsoft og ríkasta manns í heimi. Bill Gates hefur það gott. Við Washington-vatn hefur hann byggt sér gríðarstórt hús inn í skógi vaxna hlíð. Hann er með um hundrað manns í vinnu á heimili sínu, þar á meðal vopnaða verði sem sjá til þess að forvitnir ferðamenn spilli ekki friðhelgi einkalífsins. Að sögn þeirra sem lóðsuðu mig um borgina hefur hann jafnvel samið við borgaryfirvöld um að þegar hann fer í bíltúr eru umferðarljósin stillt sérstaklega svo hann lendi aldrei á rauðu ljósi. Í Seattle má hins vegar finna óvenjulegan minnisvarða um manneskju sem var ekki merkileg vegna þess að hún átti mikla peninga, heldur einmitt fyrir að eiga þá ekki. Kona þessi, Edith Macefield, bjó í litlu einbýlishúsi í smáhúsaþyrpingu. Dag einn keypti verktaki upp allar lóðirnar og ruddi niður húsunum því hann vantaði stað til að geyma ruslabílana sína. Sú gamla þráaðist hins vegar við og neitaði að selja. Árum saman bjó hún því í húsinu sínu innan um tugi ruslabíla. Nokkrum árum síðar keypti annar stórverktaki lóðirnar af kollega sínum í sorphirðunni. Sá vildi reisa risavaxna líkamsræktarstöð á planinu. Til þess þurfti hann bara að rífa litla húsið sem eftir stóð. Hann bauð þeirri gömlu 100 þúsund dollara. Hún afþakkaði. Þá bauð hann 500 þúsund dollara. Ekki séns. Að lokum bauð hann eina milljón dollara og fékk þá þvert og endanlegt nei. Afleiðinguna má sjá í Seattle í dag: Risavaxna, ferkantaða líkamsræktarstöð með oggulitlu skoti þar sem litla einbýlishúsið stendur enn. Ég hef einu sinni áður séð svona arkitektúr. Í Andrésblaði. Edith gamla dó í fyrra og merkilegt nokk arfleiddi hún verktakann að litla húsinu. Hann hefur víst fallist á að það fái að standa áfram. Sem er vel, því þetta hús er fágætur minnisvarði um mun merkilegra ríkidæmi en það sem getur keypt mann undan rauðum umferðarljósum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun