Bankastjóri FIH: 50 danskir bankar hverfa á 2 árum 7. september 2009 12:23 Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. „Við erum með um 130 fjármálastofnanir í Danmörku í dag. Ég tel að þeim muni fækka um 40% á næstu 24 mánuðum," segir Sjøgreen en álit sitt byggir hann á greiningu sem gerð hefur verið á vegum FIH um þróunina á danska bankamarkaðinum næstu árin. Ekki er um að ræða að þessi fjöldi banka leggist af heldur er reiknað með miklum samruna í bankageiranum danska á næstu árum. Raunar er þessi samruni þegar hafinn af töluverðum krafti og er það ein af afleiðingum fjármálakreppunnar. Sjøgreen telur að þessi samruni muni ekki aðeins felast í því að stærri bankar yfirtaki þá sem minni eru þótt slíkt hafi verið algengast undanfarna mánuði. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindri greiningu að samruni stærri stofnanna gangi enn hægt en líkur séu á að sú þróun færist í aukanna næstu tvö árin. Peter Engberg Jensen forstjóri Nykredit er sammála Sjøgreen hvað þetta varðar. "Það sem við höfum séð hingað til er samruni sem er tilkominn vegna neyðarástands," segir Jensen. "Nú erum við komin inn á tímabil þar sem bankapakkarnir virka, stoðirnar eru orðnar traustari og þá fara menn að íhuga samruna með langtímamarkmið í huga. Það er því eðlilegt og raunar nauðsynlegt að fjármálastofnanir fari að taka tillit til þessarar þróunnar." Eins og kunnugt er komst FIH bankinn í eigu íslenskra stjórnvalda í bankahruninu s.l. haust. Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. „Við erum með um 130 fjármálastofnanir í Danmörku í dag. Ég tel að þeim muni fækka um 40% á næstu 24 mánuðum," segir Sjøgreen en álit sitt byggir hann á greiningu sem gerð hefur verið á vegum FIH um þróunina á danska bankamarkaðinum næstu árin. Ekki er um að ræða að þessi fjöldi banka leggist af heldur er reiknað með miklum samruna í bankageiranum danska á næstu árum. Raunar er þessi samruni þegar hafinn af töluverðum krafti og er það ein af afleiðingum fjármálakreppunnar. Sjøgreen telur að þessi samruni muni ekki aðeins felast í því að stærri bankar yfirtaki þá sem minni eru þótt slíkt hafi verið algengast undanfarna mánuði. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindri greiningu að samruni stærri stofnanna gangi enn hægt en líkur séu á að sú þróun færist í aukanna næstu tvö árin. Peter Engberg Jensen forstjóri Nykredit er sammála Sjøgreen hvað þetta varðar. "Það sem við höfum séð hingað til er samruni sem er tilkominn vegna neyðarástands," segir Jensen. "Nú erum við komin inn á tímabil þar sem bankapakkarnir virka, stoðirnar eru orðnar traustari og þá fara menn að íhuga samruna með langtímamarkmið í huga. Það er því eðlilegt og raunar nauðsynlegt að fjármálastofnanir fari að taka tillit til þessarar þróunnar." Eins og kunnugt er komst FIH bankinn í eigu íslenskra stjórnvalda í bankahruninu s.l. haust.
Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira