Þegar eitt útilokar ekki annað Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 20. janúar 2009 06:00 Þegar þessum fundi lýkur skulið þið fara strax í það að sækja um aðild að Evrópusambandinu." Á þessa leið voru skilaboð hagfræðiprófessorsins Willems Buiter í upphafi fyrirlestrar hans í Háskóla Íslands í gær. Hinn valmöguleikinn væri að einbeita sér að landbúnaði og sjávarútvegi og einangrast á sviði alþjóðlegra viðskipta, sem sé í raun ekki valmöguleiki. Á svipuðum tíma sagði nýr formaður Framsóknarflokksins að aðildarumsókn í Evrópusambandið væri ekki forgangsverkefni. Það væri á bráðavanda heimilanna í landinu sem ætti að einblína. Það er ekki nýtt hjá formanninum að stilla þessu tvennu upp sem andstæðum. Margir andstæðingar Evrópusambandsins hafa sagt það áður. Annaðhvort þurfi að leggja áherslu á aðildarviðræður, eða bjarga heimilunum og fyrirtækjunum frá gjaldþroti. En er það virkilega svo að ekki sé hægt að vinna að báðum verkefnum í einu, eða jafnvel að umsóknin styrki stöðu heimilanna og fyrirtækjanna? Vandamálin sem Ísland stendur frammi fyrir eru há verðbólga og háir stýrivextir, ótrúverðugur gjaldmiðill, gjaldmiðilshöft, atvinnuleysi, verulegur niðurskurður á fjárlögum, veruleg skuldabyrði ríkis, heimila og fyrirtækja og gífurlegt vantraust á þeim sem eiga að leiða þjóðina upp úr kreppunni, bæði stjórnmálamönnum og embættismönnum. Lengur mætti upp telja. Ekkert af þessu verður leyst með töfralausnum, þótt eflaust sé ýmislegt hægt að gera til að reyna að mýkja áhrif kreppunnar á fyrirtæki og fjölskyldur. Umsókn í Evrópusambandið er heldur engin töfralausn. En hún er hluti af lausninni, til framtíðar séð. Ef huga á að vandamálum heimilanna verður að huga að gjaldeyrissveiflum annars vegar og verðbólgunni hins vegar. Með styrkari krónu og lægri verðbólgu lækka útgjöldin. Þetta tvennt er hins vegar tengt, þar sem verðbólgan sem mælist nú kemur fyrst og fremst til vegna gengishrunsins. Því þarf það að vera forgangsverkefni að leysa gjaldeyriskrísuna til handa heimilum og atvinnurekendum. Það er ekkert erlent traust á krónunni, og það sem meira er, það er lítið traust erlendis á að peningamálastjórnunin sé slík að örmyntin okkar verðskuldi nokkurt traust. Í aðildarumsókn, auk yfirlýsingar um að við stefndum á upptöku evru eins hratt og auðið yrði, væri sterkt merki gefið um verulegar áherslubreytingar í peningamálastjórnun sem gæti leitt til aukins trúverðugleika. Í slíku ferli kæmust íslensk stjórnvöld ekki upp með álíka peningamálastjórn og hefur verið hér ríkjandi frá 2001 og hagstjórn eins og hún hefur verið stunduð frá því að Íslendingar tóku yfir stjórn á eigin fjármálum. Á meðan hér ríkja gjaldeyrishöft og ekkert traust er á krónunni eða hagstjórninni er heldur lítil von til þess að erlendir fjárfestar fáist til að líta hingað hýru auga eða erlendir bankar hafi áhuga á að lána Íslendingum. Áhuginn verður einungis að draga sig út frá krónusvæðinu sem veikir hana enn meir. Þeir sem ekki telja aðildarumsókn vera forgangsmál verða að útskýra hvernig á að hefja það starf að leysa gjaldeyriskrísuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Þegar þessum fundi lýkur skulið þið fara strax í það að sækja um aðild að Evrópusambandinu." Á þessa leið voru skilaboð hagfræðiprófessorsins Willems Buiter í upphafi fyrirlestrar hans í Háskóla Íslands í gær. Hinn valmöguleikinn væri að einbeita sér að landbúnaði og sjávarútvegi og einangrast á sviði alþjóðlegra viðskipta, sem sé í raun ekki valmöguleiki. Á svipuðum tíma sagði nýr formaður Framsóknarflokksins að aðildarumsókn í Evrópusambandið væri ekki forgangsverkefni. Það væri á bráðavanda heimilanna í landinu sem ætti að einblína. Það er ekki nýtt hjá formanninum að stilla þessu tvennu upp sem andstæðum. Margir andstæðingar Evrópusambandsins hafa sagt það áður. Annaðhvort þurfi að leggja áherslu á aðildarviðræður, eða bjarga heimilunum og fyrirtækjunum frá gjaldþroti. En er það virkilega svo að ekki sé hægt að vinna að báðum verkefnum í einu, eða jafnvel að umsóknin styrki stöðu heimilanna og fyrirtækjanna? Vandamálin sem Ísland stendur frammi fyrir eru há verðbólga og háir stýrivextir, ótrúverðugur gjaldmiðill, gjaldmiðilshöft, atvinnuleysi, verulegur niðurskurður á fjárlögum, veruleg skuldabyrði ríkis, heimila og fyrirtækja og gífurlegt vantraust á þeim sem eiga að leiða þjóðina upp úr kreppunni, bæði stjórnmálamönnum og embættismönnum. Lengur mætti upp telja. Ekkert af þessu verður leyst með töfralausnum, þótt eflaust sé ýmislegt hægt að gera til að reyna að mýkja áhrif kreppunnar á fyrirtæki og fjölskyldur. Umsókn í Evrópusambandið er heldur engin töfralausn. En hún er hluti af lausninni, til framtíðar séð. Ef huga á að vandamálum heimilanna verður að huga að gjaldeyrissveiflum annars vegar og verðbólgunni hins vegar. Með styrkari krónu og lægri verðbólgu lækka útgjöldin. Þetta tvennt er hins vegar tengt, þar sem verðbólgan sem mælist nú kemur fyrst og fremst til vegna gengishrunsins. Því þarf það að vera forgangsverkefni að leysa gjaldeyriskrísuna til handa heimilum og atvinnurekendum. Það er ekkert erlent traust á krónunni, og það sem meira er, það er lítið traust erlendis á að peningamálastjórnunin sé slík að örmyntin okkar verðskuldi nokkurt traust. Í aðildarumsókn, auk yfirlýsingar um að við stefndum á upptöku evru eins hratt og auðið yrði, væri sterkt merki gefið um verulegar áherslubreytingar í peningamálastjórnun sem gæti leitt til aukins trúverðugleika. Í slíku ferli kæmust íslensk stjórnvöld ekki upp með álíka peningamálastjórn og hefur verið hér ríkjandi frá 2001 og hagstjórn eins og hún hefur verið stunduð frá því að Íslendingar tóku yfir stjórn á eigin fjármálum. Á meðan hér ríkja gjaldeyrishöft og ekkert traust er á krónunni eða hagstjórninni er heldur lítil von til þess að erlendir fjárfestar fáist til að líta hingað hýru auga eða erlendir bankar hafi áhuga á að lána Íslendingum. Áhuginn verður einungis að draga sig út frá krónusvæðinu sem veikir hana enn meir. Þeir sem ekki telja aðildarumsókn vera forgangsmál verða að útskýra hvernig á að hefja það starf að leysa gjaldeyriskrísuna.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun