Indverjar kaupa 200 tonn af gulli frá AGS 4. nóvember 2009 09:44 Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið. Samkvæmt frétt á Timesonline um sölun, sem staðfest var í gærdag, hækkaði heimsmarkaðsverð á gulli upp í 1.078 dollara á únsuna sem er nýtt met. Kaup Indverja drógu úr áhyggjum manna um að fyrirhuguð sala AGS af gullbirgðum sínum myndi skapa offramboð á markaðinum og lækka verðið. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur AGS ákveðið að selja 403 tonn af 3.217 tonna gullbirgðum sínum. Ástæðan er aukin fjárþörf sjóðsins þar sem hann ætlar að auka framlög sín til vanþróaðra ríkja. Talið er að Kínverjar muni kaupa þau rúmlega 200 tonn sem enn eru í boði hjá AGS. Kínverjar vilja flytja umfangsmiklar dollaraeignir sínar yfir í aðrar myntir eða eignir. Þeir hafa á síðustu árum aukið gullforða sinn úr 600 tonnum og upp í rúmlega 1.000 tonn. Eugen Weinberg greindandi hjá Commerzbank segir að nokkrar ástæður liggi að baki því að markaðurinn hafi tekið því fagnandi að Indverjar keyptu fyrrgreind 200 tonn. Hann nefnir sem dæmi að með Þessu hafi gullið ekki farið á almennan markað heldur í hirslur seðlabanka. Ekki síður sýni salan fram á að núverandi verð á gulli er ekki talið of hátt hjá stórum kaupendum. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið. Samkvæmt frétt á Timesonline um sölun, sem staðfest var í gærdag, hækkaði heimsmarkaðsverð á gulli upp í 1.078 dollara á únsuna sem er nýtt met. Kaup Indverja drógu úr áhyggjum manna um að fyrirhuguð sala AGS af gullbirgðum sínum myndi skapa offramboð á markaðinum og lækka verðið. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur AGS ákveðið að selja 403 tonn af 3.217 tonna gullbirgðum sínum. Ástæðan er aukin fjárþörf sjóðsins þar sem hann ætlar að auka framlög sín til vanþróaðra ríkja. Talið er að Kínverjar muni kaupa þau rúmlega 200 tonn sem enn eru í boði hjá AGS. Kínverjar vilja flytja umfangsmiklar dollaraeignir sínar yfir í aðrar myntir eða eignir. Þeir hafa á síðustu árum aukið gullforða sinn úr 600 tonnum og upp í rúmlega 1.000 tonn. Eugen Weinberg greindandi hjá Commerzbank segir að nokkrar ástæður liggi að baki því að markaðurinn hafi tekið því fagnandi að Indverjar keyptu fyrrgreind 200 tonn. Hann nefnir sem dæmi að með Þessu hafi gullið ekki farið á almennan markað heldur í hirslur seðlabanka. Ekki síður sýni salan fram á að núverandi verð á gulli er ekki talið of hátt hjá stórum kaupendum.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira