Hagnaður norska olíusjóðsins 70% af landsframleiðslu Noregs 10. nóvember 2009 10:11 Norski olíusjóðurinn skilaði mesta hagnaði sínum í sögunni á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Alls nam hagnaðurinn 325 milljörðum norskra kr. eða um 7.200 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að upphæðin nemur 70% af landsframleiðslu Noregs í ár. Uppgjör sjóðsins fyrir ársfjórðunginn var birt í morgun. Samkvæmt því nam hagnaðurinn 13,5% af eignum sjóðsins en þær nema nú 2.549 milljörðum norskra kr. eða hinni stjarnfærðilegu upphæð tæplega 57.000 milljörðum kr. Það var einkum hinn mikla uppsveifla á hlutabréfamörkuðum heimsins og stöðugleiki á vaxtamarkaðinum sem liggur að baki hinu góða uppgjöri sjóðsins. Yngve Slyngstad forstjóri olíusjóðsins segir að þróunin sem varð á öðrum ársfjórðungi ársins hafi haldið áfram á þeim þriðja sem þýðir að hagnaður sjóðsins í ár er orðinn 529 milljarðar kr. en nokkru meiri en nemur landsframleiðslu Noregs. Slyngstad reiknar ekki með jafnmiklum hagnaði á yfirstandandi ársfjórðungi og telur að sjóðurinn hafi nú náð því sem hægt er að ná út úr hlutabréfaeignum sínum að því er segir á vefsíðunni e24.no. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norski olíusjóðurinn skilaði mesta hagnaði sínum í sögunni á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Alls nam hagnaðurinn 325 milljörðum norskra kr. eða um 7.200 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að upphæðin nemur 70% af landsframleiðslu Noregs í ár. Uppgjör sjóðsins fyrir ársfjórðunginn var birt í morgun. Samkvæmt því nam hagnaðurinn 13,5% af eignum sjóðsins en þær nema nú 2.549 milljörðum norskra kr. eða hinni stjarnfærðilegu upphæð tæplega 57.000 milljörðum kr. Það var einkum hinn mikla uppsveifla á hlutabréfamörkuðum heimsins og stöðugleiki á vaxtamarkaðinum sem liggur að baki hinu góða uppgjöri sjóðsins. Yngve Slyngstad forstjóri olíusjóðsins segir að þróunin sem varð á öðrum ársfjórðungi ársins hafi haldið áfram á þeim þriðja sem þýðir að hagnaður sjóðsins í ár er orðinn 529 milljarðar kr. en nokkru meiri en nemur landsframleiðslu Noregs. Slyngstad reiknar ekki með jafnmiklum hagnaði á yfirstandandi ársfjórðungi og telur að sjóðurinn hafi nú náð því sem hægt er að ná út úr hlutabréfaeignum sínum að því er segir á vefsíðunni e24.no.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira