Miklar breytingar á Formúlu 1 5. mars 2009 13:51 Luca Montezemolo forseti Ferrari tjáir sig um breytingarnar sem hann vill sjá á Formúlu 1 á næstunni. Mynd: AFP Samtök keppnisliða lögðu í dag fram fjölda breytinga á útfærslu Formúlu 1 sem íþróttar og sem sjónvarpsefnis. Sumar breytingar hafa þegar tekið gildi, aðrar væntanlega í næstu viku og loks er fjöldi tilllagna fyrir 2010. FOTA, samtök keppnisliða fundaði í dag í GENF í Sviss og leggur í framhaldinu tillögur sínar á borð fyrir FIA, sem þarf að samþykkja þær. Þá þarf FOM, sem er sjónvarpsrétthafinn einnig að gefa grænt ljós á sumar hugmyndir FOTA. Fyrir 2009 vill FOTA breyta stigagjöf ökumanna þannig að fyrir sigur fáist 12 stig, annað sæti 9 stig, þriðja 7 og síðan 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti þar á eftir. Þetta telur FOTA að auki vægi sigurs verulega frá því sem fyrir er, en stigagjöfin í fyrra var 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2, 1 stig. Þá vill FOTA auka upplýsingaflæði til áhorfenda heima í stofu á ýmsan hátt, bæði á þessu ári og enn meira 2010. Færi er á fjölda grafískra skýringa og upplýsinga sem ekki hafa sést áður í tenglsum við Formúlu 1, en má sjá tengt öðrum íþróttum. Stöð 2 Sport vinnur einmitt sjálstætt að því þessa dagana að útbúa eigin útskýringar til að auka flæði upplýsinga í þættinum Endamarkið, sem verður eftir hvert kappakstursmót. Til að minnka kostnað við rekstur keppnisliða vill FOTA minnka æfingaakstur verulega og alla þróunarvinnu milli móta og fyrir næsta keppnistímabil. Sjá ítarlega umfjöllun um málið Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Samtök keppnisliða lögðu í dag fram fjölda breytinga á útfærslu Formúlu 1 sem íþróttar og sem sjónvarpsefnis. Sumar breytingar hafa þegar tekið gildi, aðrar væntanlega í næstu viku og loks er fjöldi tilllagna fyrir 2010. FOTA, samtök keppnisliða fundaði í dag í GENF í Sviss og leggur í framhaldinu tillögur sínar á borð fyrir FIA, sem þarf að samþykkja þær. Þá þarf FOM, sem er sjónvarpsrétthafinn einnig að gefa grænt ljós á sumar hugmyndir FOTA. Fyrir 2009 vill FOTA breyta stigagjöf ökumanna þannig að fyrir sigur fáist 12 stig, annað sæti 9 stig, þriðja 7 og síðan 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti þar á eftir. Þetta telur FOTA að auki vægi sigurs verulega frá því sem fyrir er, en stigagjöfin í fyrra var 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2, 1 stig. Þá vill FOTA auka upplýsingaflæði til áhorfenda heima í stofu á ýmsan hátt, bæði á þessu ári og enn meira 2010. Færi er á fjölda grafískra skýringa og upplýsinga sem ekki hafa sést áður í tenglsum við Formúlu 1, en má sjá tengt öðrum íþróttum. Stöð 2 Sport vinnur einmitt sjálstætt að því þessa dagana að útbúa eigin útskýringar til að auka flæði upplýsinga í þættinum Endamarkið, sem verður eftir hvert kappakstursmót. Til að minnka kostnað við rekstur keppnisliða vill FOTA minnka æfingaakstur verulega og alla þróunarvinnu milli móta og fyrir næsta keppnistímabil. Sjá ítarlega umfjöllun um málið
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira