Námsgleði óskast Gerður Kristný skrifar 27. ágúst 2009 06:00 Í fyrrahaust fór sjónvarpsfréttamaður í Griffil og talaði við móður sem fannst dýrt að útbúa sex ára barnið sitt fyrir skólann. Blýantar voru dýrir, skólataskan líka og yddararnir keyrðu um þverbak. Barnið stóð þarna stóreygt hjá og ég velti því fyrir mér hvernig því liði undir þessum lestri. Það er eflaust gott að börn viti að hlutirnir kosti sitt en ekki get ég ímyndað mér að neinum fyndist gaman að sjá mömmu sína kaupa skóladótið með lunta og birtast síðan í sjónvarpinu í sama hamnum um kvöldið. Það á, jú, að vera gaman að byrja í skólanum. Nú haustar á ný og undanfarna daga hefur gengið á með fréttum af háu skólabókaverði í fjölmiðlum. Eflaust er meiri ástæða fyrir slíkri umfjöllun nú en í fyrra, enda miklar furður gerst í efnahagslífi þjóðarinnar síðan þá. Að þessu sinni hafa fréttirnar líka komið góðu til leiðar því í kjölfarið var söfnunum hleypt af stað til að aðstoða efnalítið skólafólk. Eitt ráðið sem ríkisstjórnin brá á eftir hrunið var að hvetja atvinnulausa til að fara í nám til að auðga líf sitt. Það er, jú, ástæða fyrir því að sagt er að mennt sé máttur og aðgerðarleysi getur haft skelfilegar afleiðingar á sálarlífið. Í holskeflu allra fréttanna um verð á námsbókum gleymist hvað fæst til baka, hvað stendur í þessum bókum og öll dýrindin sem hægt er að skrifa með öllum blýöntunum. Mér finnst dapurlegt að börn læri heima hjá sér og af fjölmiðlum að skólaganga sé bara rándýrt vesen og velti því fyrir mér hvers konar námsmenn þau verði. Það er líka ástæða fyrir því að skipta þarf reglulega um skólabækur. Upplýsingar úreltast og fræðingar komast sífellt betur að því hvernig auðveldast er að fá námsmenn til að temja sér þekkingu. Landabréfabókin sem mér var gefin í átta ára bekk lýsir að minnsta kosti annars konar heimi en blasir við nú og frönskubækurnar úr menntaskóla þættu eflaust hálfkjánalegar, enda gekk þar fyrir öllu að kenna okkur unglingunum að segjast gjarnan vilja pakka af Gauloise-sígarettum. Þjóð sem orðin er heimsfræg fyrir heimsku ætti nú að fara að líta á nám með jákvæðari hætti en fréttir síðustu daga hafa sýnt. Síðan mættu yfirvöld reyna að finna leiðir til að aðstoða námsmenn í vanda svo þeir þurfi ekki að treysta á tombólur nágranna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun
Í fyrrahaust fór sjónvarpsfréttamaður í Griffil og talaði við móður sem fannst dýrt að útbúa sex ára barnið sitt fyrir skólann. Blýantar voru dýrir, skólataskan líka og yddararnir keyrðu um þverbak. Barnið stóð þarna stóreygt hjá og ég velti því fyrir mér hvernig því liði undir þessum lestri. Það er eflaust gott að börn viti að hlutirnir kosti sitt en ekki get ég ímyndað mér að neinum fyndist gaman að sjá mömmu sína kaupa skóladótið með lunta og birtast síðan í sjónvarpinu í sama hamnum um kvöldið. Það á, jú, að vera gaman að byrja í skólanum. Nú haustar á ný og undanfarna daga hefur gengið á með fréttum af háu skólabókaverði í fjölmiðlum. Eflaust er meiri ástæða fyrir slíkri umfjöllun nú en í fyrra, enda miklar furður gerst í efnahagslífi þjóðarinnar síðan þá. Að þessu sinni hafa fréttirnar líka komið góðu til leiðar því í kjölfarið var söfnunum hleypt af stað til að aðstoða efnalítið skólafólk. Eitt ráðið sem ríkisstjórnin brá á eftir hrunið var að hvetja atvinnulausa til að fara í nám til að auðga líf sitt. Það er, jú, ástæða fyrir því að sagt er að mennt sé máttur og aðgerðarleysi getur haft skelfilegar afleiðingar á sálarlífið. Í holskeflu allra fréttanna um verð á námsbókum gleymist hvað fæst til baka, hvað stendur í þessum bókum og öll dýrindin sem hægt er að skrifa með öllum blýöntunum. Mér finnst dapurlegt að börn læri heima hjá sér og af fjölmiðlum að skólaganga sé bara rándýrt vesen og velti því fyrir mér hvers konar námsmenn þau verði. Það er líka ástæða fyrir því að skipta þarf reglulega um skólabækur. Upplýsingar úreltast og fræðingar komast sífellt betur að því hvernig auðveldast er að fá námsmenn til að temja sér þekkingu. Landabréfabókin sem mér var gefin í átta ára bekk lýsir að minnsta kosti annars konar heimi en blasir við nú og frönskubækurnar úr menntaskóla þættu eflaust hálfkjánalegar, enda gekk þar fyrir öllu að kenna okkur unglingunum að segjast gjarnan vilja pakka af Gauloise-sígarettum. Þjóð sem orðin er heimsfræg fyrir heimsku ætti nú að fara að líta á nám með jákvæðari hætti en fréttir síðustu daga hafa sýnt. Síðan mættu yfirvöld reyna að finna leiðir til að aðstoða námsmenn í vanda svo þeir þurfi ekki að treysta á tombólur nágranna sinna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun