Hlutabréf hafa hækkað of mikið, of snemma og of hratt 5. október 2009 13:15 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. Þessi orð lét Roubini, sem kennir við Háskólann í New York, falla í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í Istanbul um helgina. Hlutabréf hafa hækkað gífurlega í verði á helstu mörkuðum heimsins undanfarna sex mánuði. Þannig hefur S&P 500 vísitalan hækkað um 51% á þessum tíma og Dow Jones Stoxx 600 vísitalan í Evrópu um 48%. „Hinn raunverulegi efnahagur er vart farinn að rétta úr kútnum á meðan markaðarnir eru á þessari leið," segir Roubini. Hann segir að ef hagvöxtur taki ekki strax við sér muni..."markaðir að lokum staðna og laga sig að réttu verðmati. „Ég sé bil á milli þess hvað er að gerast á mörkuðunum og veikari raunstöðu á efnahagssviðinu." Roubini telur að til skamms tíma litið þurfi frekari aðgerðir til að ýta undir vöxt efnahagslífsins til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun. „Hinsvegar eru auðveldir peningar þegar farnir að skapa eignabólu á hlutabréfamarkaðinum," segir Roubini. Prófessorinn telur sem sagt að á meðan verið sé að auka hagvöxt og koma í veg fyrir verðhjöðnun sé jafnframt verið að undirbúa jarðveginn fyrir næstu hringrás fjárhagslegs óstöðuleika Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. Þessi orð lét Roubini, sem kennir við Háskólann í New York, falla í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í Istanbul um helgina. Hlutabréf hafa hækkað gífurlega í verði á helstu mörkuðum heimsins undanfarna sex mánuði. Þannig hefur S&P 500 vísitalan hækkað um 51% á þessum tíma og Dow Jones Stoxx 600 vísitalan í Evrópu um 48%. „Hinn raunverulegi efnahagur er vart farinn að rétta úr kútnum á meðan markaðarnir eru á þessari leið," segir Roubini. Hann segir að ef hagvöxtur taki ekki strax við sér muni..."markaðir að lokum staðna og laga sig að réttu verðmati. „Ég sé bil á milli þess hvað er að gerast á mörkuðunum og veikari raunstöðu á efnahagssviðinu." Roubini telur að til skamms tíma litið þurfi frekari aðgerðir til að ýta undir vöxt efnahagslífsins til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun. „Hinsvegar eru auðveldir peningar þegar farnir að skapa eignabólu á hlutabréfamarkaðinum," segir Roubini. Prófessorinn telur sem sagt að á meðan verið sé að auka hagvöxt og koma í veg fyrir verðhjöðnun sé jafnframt verið að undirbúa jarðveginn fyrir næstu hringrás fjárhagslegs óstöðuleika
Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira