Lögðu tæpa sex milljarða í íslensku bankana rétt fyrir hrun 26. mars 2009 10:03 Í ljós er komið 7 af þeim 127 sveitar- og bæjarfélögum og opinberum stofnunum í Bretlandi sem áttu innistæður í íslensku bönkunum þar lögðu fé inn á reikninga sína eftir 30. september á síðasta ári. Þegar þarna var komið loguðu öll viðvörunarljós um slæma stöðu bankanna. Ríkisendurskoðun Bretlands hefur rannsakað þetta mál og segir að upphæðin sem um ræðir sé tæplega 33 milljón pund eða tæplega 6 milljarðar kr. Þessi upphæð var sett inn á reikninga í íslensku bönkunum eftir 30. september þegar alþjóðleg matsfyrirtæki höfðu dregið verulega úr lánshæfiseinkunnum bankanna. Þetta kemur fram í Financial Times í dag. Í heildina brunnu fyrrgreindir 127 aðilar inni með 953 milljónir punda eða tæplega 170 milljarða kr. í íslensku bönkunum þremur, Glitnis, Kaupþingi og Landsbanka þegar þeir fóru í þrot s.l. haust. Ríkisendurskoðun Bretlands segir hvað sjö sveitar- og bæjarstjórnunum varðar hafi mistök þeirra m.a. legið í að ekki var farið eftir settum reglum, viðvaranir ekki teknar til greina og tölvupóstar með aðvörunum látnir óopnaðir. Við greindum frá því hér á síðunni í gær að óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent með aðvörum um slæma stöðu Hertable bankans hefði kostað stjórnina 500 milljónir kr. Ríkisendurskoðunin leggur til að breytingar verði gerðar á fjárfestingum opinberra aðila í Bretlandi sem miði að því að koma í veg fyrir svipaða uppákomu í framtíðinni. Er þá einkum horft til að koma í veg fyrir að öll eggin séu í sömu körfunni og að fjárfestingunum verði dreift víðar. Þess má geta að sjálf átti Ríkisendurskoðun Bretlands 10 milljónir punda, eða 1,7 milljarð kr. inn á hávaxtareikningum hjá íslensku bönkunum í Bretlandi. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í ljós er komið 7 af þeim 127 sveitar- og bæjarfélögum og opinberum stofnunum í Bretlandi sem áttu innistæður í íslensku bönkunum þar lögðu fé inn á reikninga sína eftir 30. september á síðasta ári. Þegar þarna var komið loguðu öll viðvörunarljós um slæma stöðu bankanna. Ríkisendurskoðun Bretlands hefur rannsakað þetta mál og segir að upphæðin sem um ræðir sé tæplega 33 milljón pund eða tæplega 6 milljarðar kr. Þessi upphæð var sett inn á reikninga í íslensku bönkunum eftir 30. september þegar alþjóðleg matsfyrirtæki höfðu dregið verulega úr lánshæfiseinkunnum bankanna. Þetta kemur fram í Financial Times í dag. Í heildina brunnu fyrrgreindir 127 aðilar inni með 953 milljónir punda eða tæplega 170 milljarða kr. í íslensku bönkunum þremur, Glitnis, Kaupþingi og Landsbanka þegar þeir fóru í þrot s.l. haust. Ríkisendurskoðun Bretlands segir hvað sjö sveitar- og bæjarstjórnunum varðar hafi mistök þeirra m.a. legið í að ekki var farið eftir settum reglum, viðvaranir ekki teknar til greina og tölvupóstar með aðvörunum látnir óopnaðir. Við greindum frá því hér á síðunni í gær að óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent með aðvörum um slæma stöðu Hertable bankans hefði kostað stjórnina 500 milljónir kr. Ríkisendurskoðunin leggur til að breytingar verði gerðar á fjárfestingum opinberra aðila í Bretlandi sem miði að því að koma í veg fyrir svipaða uppákomu í framtíðinni. Er þá einkum horft til að koma í veg fyrir að öll eggin séu í sömu körfunni og að fjárfestingunum verði dreift víðar. Þess má geta að sjálf átti Ríkisendurskoðun Bretlands 10 milljónir punda, eða 1,7 milljarð kr. inn á hávaxtareikningum hjá íslensku bönkunum í Bretlandi.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira