Íslendingur undirbýr matarmessu í Washington 17. október 2009 04:00 Baldvin Jónsson, lengst til vinstri á myndinni, hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir matarmessuna Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington. Á myndinni eru hann og Siggi Hall með danska kokkinn Claus Henriksen á milli sín. Baldvin Jónsson hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir hina þekktu matarmessu Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington árið 2011. „Auðvitað er þetta mikil viðurkenning. Það er afskaplega gaman að því þegar einhver tekur eftir því að maður er að gera eitthvað viturlegt en þetta er ekkert annað en vinna,“ segir Baldvin Jónsson. Hópurinn á að vinna að því að gera Washington að sælkeraborg Bandaríkjanna árið 2011 og er hátíðin hluti af þeirri áætlun. Sjö manns voru valdir í hópinn og er Baldvin eini útlendingurinn. „Það er ekki verið að velja núna Frakka, Spánverja eða Ítali. Það er verið að velja Íslendinga og það kitlar pínulítið hégómagirndina því ég hef verið mjög stoltur af íslenska matnum,“ segir hann. Baldvin er búsettur í Washington þar sem hann hefur unnið ötullega að kynningu íslenskrar matargerðar. Að auki hefur hann unnið að Food & Fun-hátíðinni í Reykjavík undanfarin ár ásamt Sigga Hall. Food & Fun hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna, meðal annars í Washington. „Þeim finnst áhugavert það sem við erum að gera heima. Þar höfum við verið að tengja saman matreiðslumeistara víða að úr heiminum og við erum núna búin að fá þessa viðurkenningu,“ segir hann og bætir við að tímaritið Forbes hafi valið Food & Fun sem eina af fremstu matarhátíðum heimsins. Fanzy Food-sýningin hefur undanfarin ár verið haldin í New York en flyst til Washington 2011. „Fanzy Food-sýningin er risastór sýning sem gengur út á sælkeramat. Við höfum verið að reyna að ná fótfestu á þeim markaði og það er að takast. Við getum aldrei brauðfætt alheiminn en þurfum að finna hillur þar sem fólk kann að meta okkar afurðir og þær eru alltaf dýrar.“ freyr@frettabladid.is Food and Fun Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Tvö ár í stofufangelsi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Baldvin Jónsson hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir hina þekktu matarmessu Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington árið 2011. „Auðvitað er þetta mikil viðurkenning. Það er afskaplega gaman að því þegar einhver tekur eftir því að maður er að gera eitthvað viturlegt en þetta er ekkert annað en vinna,“ segir Baldvin Jónsson. Hópurinn á að vinna að því að gera Washington að sælkeraborg Bandaríkjanna árið 2011 og er hátíðin hluti af þeirri áætlun. Sjö manns voru valdir í hópinn og er Baldvin eini útlendingurinn. „Það er ekki verið að velja núna Frakka, Spánverja eða Ítali. Það er verið að velja Íslendinga og það kitlar pínulítið hégómagirndina því ég hef verið mjög stoltur af íslenska matnum,“ segir hann. Baldvin er búsettur í Washington þar sem hann hefur unnið ötullega að kynningu íslenskrar matargerðar. Að auki hefur hann unnið að Food & Fun-hátíðinni í Reykjavík undanfarin ár ásamt Sigga Hall. Food & Fun hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna, meðal annars í Washington. „Þeim finnst áhugavert það sem við erum að gera heima. Þar höfum við verið að tengja saman matreiðslumeistara víða að úr heiminum og við erum núna búin að fá þessa viðurkenningu,“ segir hann og bætir við að tímaritið Forbes hafi valið Food & Fun sem eina af fremstu matarhátíðum heimsins. Fanzy Food-sýningin hefur undanfarin ár verið haldin í New York en flyst til Washington 2011. „Fanzy Food-sýningin er risastór sýning sem gengur út á sælkeramat. Við höfum verið að reyna að ná fótfestu á þeim markaði og það er að takast. Við getum aldrei brauðfætt alheiminn en þurfum að finna hillur þar sem fólk kann að meta okkar afurðir og þær eru alltaf dýrar.“ freyr@frettabladid.is
Food and Fun Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Tvö ár í stofufangelsi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira