Cimber Sterling sparar lakkið og lendir í vandræðum 6. október 2009 11:03 Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum," segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið Eftir gjaldþrot Sterling fyrr í ár yfirtók Cimber reksturinn og nafn félagsins breyttist í Cimber Sterling. Með í yfirtökunni fylgdu sex af fyrrum farþegavélum Sterling. Cimber Sterling er nú að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki lakkað, eða málað yfir Sterlingnöfnin og lógóin á skrokkum vélanna. Aðeins er búið að gera slík við eina af vélunum sex. Hið gjaldþrota Sterling skildi eftir sig ógreidda reikninga á flugvöllum víða um heiminn. Athugulir starfsmenn á þessum flugvöllum haf því tvisvar neitað að afgreiða vélarnar um eldsneyti og hefur þetta valdið töfum á brottförum þessara véla. „Við gátum að sjálfsögðu sýnt fram á að þetta voru okkar vélar en ekki frá Sterling Airways. Á endanum fengum við eldsneyti á þær en vegna fjármálakreppunnar er fólk orðið varfærið," segir Signe Thorup. „Því miður olli þetta töfum hjá farþegum okkar." Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum," segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið Eftir gjaldþrot Sterling fyrr í ár yfirtók Cimber reksturinn og nafn félagsins breyttist í Cimber Sterling. Með í yfirtökunni fylgdu sex af fyrrum farþegavélum Sterling. Cimber Sterling er nú að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki lakkað, eða málað yfir Sterlingnöfnin og lógóin á skrokkum vélanna. Aðeins er búið að gera slík við eina af vélunum sex. Hið gjaldþrota Sterling skildi eftir sig ógreidda reikninga á flugvöllum víða um heiminn. Athugulir starfsmenn á þessum flugvöllum haf því tvisvar neitað að afgreiða vélarnar um eldsneyti og hefur þetta valdið töfum á brottförum þessara véla. „Við gátum að sjálfsögðu sýnt fram á að þetta voru okkar vélar en ekki frá Sterling Airways. Á endanum fengum við eldsneyti á þær en vegna fjármálakreppunnar er fólk orðið varfærið," segir Signe Thorup. „Því miður olli þetta töfum hjá farþegum okkar."
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira